Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Ísland
0
2
Rússland
0-1 Roman Shirokov '43
0-2 Oleg Shatov '66
06.02.2013  -  19:30
Marbella Stadium
Vináttulandsleikur
Dómari: Antonio Miguel Mateu Lahoz
Byrjunarlið:
2. Birkir Már Sævarsson
4. Hjálmar Jónsson
6. Ragnar Sigurðsson
8. Birkir Bjarnason
9. Kolbeinn Sigþórsson ('60)
10. Gylfi Þór Sigurðsson
11. Alfreð Finnbogason ('80)
13. Jóhann Laxdal
20. Emil Hallfreðsson
22. Eiður Smári Guðjohnsen ('80)
23. Ari Freyr Skúlason

Varamenn:
1. Gunnleifur Gunnleifsson (m)
3. Hólmar Örn Eyjólfsson
3. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
4. Guðlaugur Victor Pálsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson ('60)
10. Arnór Smárason ('80)
25. Helgi Valur Daníelsson ('80)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Æfingaleikir eiga það til að vera ansi rólegir og þessi var gott dæmi um það. Bragðdaufur og hreint leiðinlegur leikur sem mun falla fljótt í gleymskunnar gjá. Rússarnir betri og verðskulda þennan sigur.
90. mín
Tveimur mínútum bætt við. Ragnar Sigurðsson, af öllum mönnum, fékk skotfæri en yfir fór boltinn.
88. mín
Leikurinn að fjara út og lítið að frétta. Rússarnir öflugri.
80. mín
Inn:Arnór Smárason (Ísland) Út:Alfreð Finnbogason (Ísland)
80. mín
Inn:Helgi Valur Daníelsson (Ísland) Út:Eiður Smári Guðjohnsen (Ísland)
75. mín
Birkir Bjarnason skaut framhjá. Tók boltann á lofti og skaut hátt yfir. Stuttu seinna fengu Rússar ágætis færi en hittu ekki markið.
Pétur Örn Gíslason:
Enn og aftur er vörnin hjá okkur hrikaleg, ekki nóg að hafa bara 6 góða leikmenn öftustu 4 þurfa að geta eitthvað líka
66. mín MARK!
Oleg Shatov (Rússland)
Aftur ná Rússarnir að sundurspila íslensku vörnina! Varnarmönnum okkar liðs tókst ekki að hreinsa boltann í burtu og á endanum fór hann á varamanninn Oleg Shatov sem þrumaði í markið. 22 ára sóknarmiðjumaður hjá Anzhi.
64. mín
Fyrirgjöf frá vinstri á Roman Shirokov sem átti bakfallsspyrnu en hitti ekki á markið.
Kolbeinn Tumi:
Emil að taka slæmar ákvarðanir í sendingum sínum trekk í trekk. Virðist ekki sjá auðveldu sendinguna á mann framar á vellinum.
60. mín
Inn:Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland) Út:Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
Lalli Lagerback nákvæmur í þessu. Beiðni frá Ajax um að Kolbeinn tæki aðeins 60 mínútur enda að stíga sín fyrstu skref á vellinum eftir meiðsli. Jóhann Berg fer á kantinn og Eiður fram með Alfreði.
58. mín
Leikurinn ansi rólegur...
54. mín
Besta færi Íslands kemur eftir fína pressu fyrir utan vítateig Rússana! Eiður Smári í færi en hitti boltann illa, þarna átti hann að gefa boltann.
52. mín
Góð sókn Rússa en Igor Denisov skaut svo talsvert yfir markið.
48. mín
Rússar hafa gert nokkrar breytingar á sínu liði en við einbeitum okkur að Íslandi.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn - Engar breytingar á íslenska liðinu. Vonandi fáum við meiri ógn sóknarlega frá okkar liði! Þessir leikmenn eiga að bjóða upp á það!
45. mín
Bæði lið ógnuðu lítið í fyrri hálfleik en við minna! Ísland enn ekki átt skot á markið. Vonandi mun það breytast.
45. mín
Hálfleikur
43. mín MARK!
Roman Shirokov (Rússland)
Rússaer hafa tekið forystuna! Íslenska vörnin opnaðist og Shirokov kláraði þetta! 31 árs miðjumaður Zenit í Pétursborg.
42. mín
Bystrov með skot en nokkuð þægilegt fyrir Hannes. Styttist í hálfleik.
41. mín
Fín sóknarlota Íslands en okkar lið náði ekki skoti á markið. Birkir Bjarnason skaut í varnarmann.
36. mín
Gylfi Þór Sigurðsson með aukaspyrnu á nokk hættulegum stað en skot hans í vegginn.
Henry Birgir:
Sterkasta sóknarlína sem Ísland hefur stillt upp - ever !! Býður einhver betur? #AllStars
32. mín
Rússar ógnuðu eftir hornspyrnu, þvaga eftir að Hannes náði ekki að kýla boltann í burtu.
27. mín
Igor Denisov með bestu tilraun leiksins til þessa. Fínt skot fyrir utan teig en boltinn naumlega framhjá
24. mín
Ísland fékk sína fyrstu hornspyrnu. Eiður Smári tók hana en Rússarnir náðu að bægja hættunni frá.
Kolbeinn Tumi:
Var að mæta. Var einhver búinn að tweet-a um Kolbein Kaftein? #JoinTheClub
Daníel Freyr Jónsson, fréttaritari Fótbolta.net:
Spilið ekki að ganga upp hjá Ísl, það kemur!
18. mín
Eina ógn rússneska liðsins hingað til kemur frá Vladimir Bystrov sem er úti hægra megin en hann leikur með Zenit. Rússland átti fyrsta skotið á markið, Aleksandr Kerzhakov, en það var laust og auðvelt viðureignar fyrir Hannes.
14. mín
Ágætis sókn Íslands og Alfreð með fyrirgjöf sem Eiður náði ekki að gera sér mat úr.
11. mín
Enn eru þreifingar í gangi milli þessara liða. Rússar voru að fá fyrstu hornspyrnu leiksins.
5. mín
Leikurinn fer ákaflega rólega af stað.
1. mín
Leikur hafinn - Hinn viðkunnanlegi spænski dómari hefur verið flautaður á.
Fyrir leik
Það var klippt á báða þjóðsöngvana, ekki tími til að spila þá í heild sinni enda á leikurinn að vera byrjaður!
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn.
Tómas Þór Þórðarson, Morgunblaðinu:
Lalli virðist setja stefnuna á svona 3:0-sigur miðað við þetta byrjunarlið. Verður áhugavert.
Fyrir leik
Þetta er í sjötta skiptið sem þjóðirnar mætast.

Ísland hefur unnið einu sinni, einu sinni hafa leikar endað jafnir og þrisvar sinnum hafa Rússar farið með sigur af hólmi.
Fyrir leik
Dómarakvartettinn er spænskur, enda hæg heimatökin þar sem leikurinn fer ekki fram í löndum liðanna sem mætast.

Dómari er Antonio Miguel Mateu Lahoz, aðstoðardómarar þeir Pau Cebrián Devis og Jesús Calvo Guadamuro, og fjórði dómari er José Luis Paradas Romero.

Miguel Mateu Lahoz er fæddur 1977 og er frá Valencia. Hann hefur dæmt í efstu deild Spánar síðan 2008 og varð FIFA-dómari árið 2011.
Fyrir leik
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Rússum í vináttulandsleik í Marbella á Spáni. Leikurinn hefst kl. 19:30 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Kolbeinn Sigþórsson er með fyrirliðabandið í dag í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar.

Kolbeinn er að leika sinn fyrsta leik síðan í ágúst líkt og Eiður Smári Guðjohnsen sem byrjar á hægri kantinum. Gylfi Þór Sigurðsson er síðan á vinstri kantinum í sókndjörfu byrjunarliði.

Markvörður: Hannes Þór Halldórsson

Hægri bakvörður: Birkir Már Sævarsson

Vinstri bakvörður: Ari Freyr Skúlason

Miðverðir: Hjálmar Jónsson og Ragnar Sigurðsson

Miðjumenn: Emil Hallfreðsson og Birkir Bjarnason

Hægri kantur: Eiður Smári Guðjohnsen

Vinstri kantur: Gylfi Þór Sigurðsson

Framherjar: Kolbeinn Sigþórsson, fyrirliði og Alfreð Finnbogason
Byrjunarlið:
1. Igor Akinfeev (m)
2. Aleksandr Anyukov
4. Sergei Iganshevic
5. Yuri Zhirkov
7. Igor Denisov
11. Aleksandr Kerzhakov
14. Vasili Berezutskiy
15. Roman Shirokov
18. Vladimir Bystrov
20. Viktor Fayzulin
22. Andrei Yeschenko

Varamenn:
13. Oleg Shatov

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: