Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Valur
2
1
Stjarnan
Kolbeinn Kárason '3 1-0
Kristinn Freyr Sigurðsson '28 2-0
Magnús Már Lúðvíksson '75
2-1 Halldór Orri Björnsson '77 , víti
Kristinn Freyr Sigurðsson '90
22.04.2013  -  19:00
Egilshöll
Lengjubikar karla
Dómari: Kristinn Jakobsson
Byrjunarlið:
7. Haukur Páll Sigurðsson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
13. Arnar Sveinn Geirsson ('77)
21. Bjarni Ólafur Eiríksson ('46)
23. Andri Fannar Stefánsson

Varamenn:
11. Sigurður Egill Lárusson ('46)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Magnús Már Lúðvíksson ('57)
Kolbeinn Kárason ('71)

Rauð spjöld:
Magnús Már Lúðvíksson ('75)
Kristinn Freyr Sigurðsson ('90)
Leik lokið!
Leik lokið með 2-1 sigri Vals í hörkuleik. Valur og Breiðablik mætast því í úrslitum í Garðabæ á laugardag.
90. mín Rautt spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Kristinn Freyr er rekinn út af eftir ryskingar út við hornfána. Nánast allir leikmenn á vellinum blönduðu sér í slaginn en Kristinn var sá eini sem var spjaldaður. Valsmenn eru því níu núna.
88. mín
Ótrúlegur darraðadans á marklínu Vals eftir hornspyrnu en á endanum ná Hlíðarendapiltar að bjarga.
87. mín
Inn:Björgólfur Takefusa (Valur) Út:Kolbeinn Kárason (Valur)
85. mín
Valsmenn ná hættulegri skyndisókn og Kolbeinn Kárason er nálægt því að finna Andra Fannar Stefánsson fyrir opnu marki. Robert Sandnes bjargar í horn á síðustu stundu. Þess má til gamans geta að Andri Fannar fagnar 22 ára afmæli sínu í dag.
77. mín
Inn:Nesta Matarr Jobe (Valur) Út:Arnar Sveinn Geirsson (Valur)
Nesta kemur inn í vörn Vals til að fylla skarð Magga Lú. Áhugaverðar lokamínútur framundan. Tryggvi Sveinn og Garðar eru í fremstu víglínu hjá Stjörnunni.
77. mín Mark úr víti!
Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Halldór Orri skorar af öryggi.
75. mín Rautt spjald: Magnús Már Lúðvíksson (Valur)
Tryggvi Sveinn stimplar sig strax inn með því að skalla að marki eftir hornspyrnu. Boltinn er á leiðinni inn þegar Magnús Már Lúðvíksson ver með hendi á línu. Kristinn Jakobsson dæmir vítaspyrnu eftir ábendingu frá Ásgeir Þór Ásgeirssyni aðstoðardómara og rekur Magnús af velli.
75. mín
Inn:Tryggvi Sveinn Bjarnason (Stjarnan) Út:Hörður Árnason (Stjarnan)
74. mín
Garðar Jóhannsson leggur boltann laglega á Kennie Chopart sem þrumar í slána frá vítateigslínu. Hörkuskot.
71. mín Gult spjald: Kolbeinn Kárason (Valur)
Þriðja spjald dagsins farið á loft.
70. mín Gult spjald: Robert Johan Sandnes (Stjarnan)
Sandnes fer harkalega í Hauk Pál og fær gula spjaldið.
68. mín
,,Come on guys, keep going," öskrar Henrik Bödker af Stjörnubekknum. Henrik hefur látið vel í sér heyra í dag á íslensku, ensku og dönsku. Tungumálamaður Henrik.
63. mín
Inn:Gunnar Örn Jónsson (Stjarnan) Út:Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Logi Ólafsson gerir tvöfalda skiptingu. Halldór Orri fer í fremstu víglínu fyrir Veigar og Gunnar Örn kemur inn á vinstri kantinn.
63. mín
Inn:Robert Johan Sandnes (Stjarnan) Út:Atli Jóhannsson (Stjarnan)
60. mín
Michael Præst með ágætis langskot sem Fjalar slær til hliðar. Stjörnumenn sækja stíft.
57. mín Gult spjald: Magnús Már Lúðvíksson (Valur)
Maggi Lú fer fyrstur í bókina. Stöðvar Veigar Pál í skyndisókn.
55. mín
Stjörnumenn sækja meira en ná ekki að koma almennilegum skotum á markið.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn en bæði lið gerðu eina skiptingu í leikhléi.
46. mín
Inn:Sigurður Egill Lárusson (Valur) Út:Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
46. mín
Inn:Kennie Chopart (Stjarnan) Út:Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
45. mín
Kristinn er búinn að flauta til leikhlés. Valsmenn leiða 2-0 og eru á góðri leið með að tryggja sér sæti í úrslitaleik Lengjubikarsins.
44. mín
Garðar Jóhannsson vippar boltanum skemmtilega inn á félaga sinn Veigar Pál Gunnarsson en skot hans er máttlítið og Fjalar ver auðveldlega.
43. mín
Iain Williamson nálægt því að skora stórglæsilegt mark. Williamson tók boltann viðstöðulaust á lofti eftir fyrirgjöf frá Bjarna Ólafi en skotið fór rétt framhjá samskeytunum.
38. mín
Lítið um færi þessa stundina. Stjörnumenn eru þó öllu líklegri.
28. mín MARK!
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Stoðsending: Kolbeinn Kárason
Valsmenn bæta við marki. Kolbeinn Kárason kemst í fínt færi og á skot sem Ingvar Jónsson ver. Kristinn Freyr Sigurðsson nær frákastinu og skorar auðveldlega í autt markið. Mark í þriðja leiknum í röð hjá Kristni.
22. mín
Magnús Már Lúðvíksson bjargar á línu frá Veigari Pál Gunnarssyni í kjölfarið á hornspyrnunni. Maggi Lú, sem er eigandi tískuvöruverslunarinnar Suzie Q, er í hjarta varnarinnar hjá Val í dag líkt og í síðustu leikjum.
21. mín
Ólafur Karl Finsen á hörkuskot úr vítateigsboganum sem fer í varnarmann og þaðan í slána og yfir. Fín sókn hjá Stjörnumönnum.
12. mín
Bjarni Ólafur Eiríksson á skot eftir aukaspyrnu en Ingvar ver nokkuð auðveldlega. Henrik Bödker, markmannsþjálfari, Stjörnunnar lætur Ingvar samt heyra það fyrir að hafa ekki vaðið út í fyrirgjöfina.
7. mín
Leikurinn byrjar af fínum krafti hér í Egilshöll.
3. mín MARK!
Kolbeinn Kárason (Valur)
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
Kolbeinn Kárason kemur Val yfir. Eftir langt innkast frá Jónasi Þór Næs var mikil barátta á teignum sem endaði á því að Kolbeinn skoraði af stuttu færi eftir að varnarmaður hafði komist fyrir skot sem Kristinn Freyr Sigurðsson átti.
1. mín
Leikið er með adidas bolta í dag líkt og leikið verður með í Pepsi-deildinni í sumar.
Fyrir leik
Leikurinn er hafinn!
Fyrir leik
Það er allt að verða klárt hér í Egilshöll og liðin eru mætt út á völl.
Fyrir leik
Björgólfur Takefusa er á bekknum hjá Val líkt og í síðustu leikjum. Hann er á spjalli við Loga Ólafsson þjálfara Stjörnunnar...líklega að fara yfir heimsmálin þeir félagarnir.
Fyrir leik
Valur sigraði Fylki í undanúrslitunum í síðustu viku á meðan Stjarnan sigraði FH.
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá leik Vals og Stjörnunnar í undanúrslitum Lengjubikarsins.
Byrjunarlið:
Veigar Páll Gunnarsson ('63)
4. Jóhann Laxdal
7. Atli Jóhannsson ('63)
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
14. Hörður Árnason ('75)
27. Garðar Jóhannsson

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Robert Johan Sandnes ('70)

Rauð spjöld: