Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
FH
3
1
KR
Atli Guðnason '32 1-0
Ólafur Páll Snorrason '41 2-0
Brynjar Ásgeir Guðmundsson '74 3-0
3-1 Emil Atlason '80
28.04.2013  -  19:15
Egilshöll
Meistarakeppni karla
Dómari: Valgeir Valgeirsson
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Ólafur Páll Snorrason
3. Guðjón Árni Antoníusson
4. Sam Tillen
8. Emil Pálsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Atli Guðnason ('88)
13. Kristján Gauti Emilsson ('46)
17. Atli Viðar Björnsson ('69)
21. Guðmann Þórisson

Varamenn:
7. Ingimundur Níels Óskarsson
14. Albert Brynjar Ingason ('69)
21. Böðvar Böðvarsson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('46)

Liðsstjórn:
Daði Lárusson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sannfærandi sigur Hafnfirðinga. Fyrsti titill tímabilsins kominn í hús. Umfjöllun og viðtöl væntanleg innan tíðar.
92. mín Gult spjald: Gary Martin (KR)
91. mín
Róbert með góða markvörslu úr aukaspyrnu Bjarna Guðjónssonar sem stefndi í samskeytin.
89. mín
Albert kemst aftur einn innfyrir en nú vippar hann boltanum í slánna. Skemmtileg tilraun.
88. mín
Inn:Viktor Örn Guðmundsson (FH) Út:Atli Guðnason (FH)
87. mín
Hannes ver dauðafæri Alberts Brynjars Ingasonar eftir sendingu inn fyrir frá Atla Guðna.
85. mín
Gary Martin klúðrar sannkölluðu dauðafæri, boltinn berst út fyrir teig og brotið á Baldri Sig. Aukaspyrna á hættulegum stað.
80. mín MARK!
Emil Atlason (KR)
Stoðsending: Gary Martin
Gary Martin átti fyrirgjöf sem Róbert náði ekki að halda, boltinn barst til Emils sem lagði boltann í opið markið.
79. mín
KR-ingar halda áfram að reyna að sækja en það gengur vægast sagt illa.
74. mín MARK!
Brynjar Ásgeir Guðmundsson (FH)
Brynjar fór framhjá Bjarna Guðjónssyni, komst einn inn fyrir og lagði boltann framhjá Hannesi.
71. mín Gult spjald: Baldur Sigurðsson (KR)
Fyrir brot á Atla Guðnasyni, þetta er u.þ.b. 5-6 brot Baldurs í leiknum en Heimir Guðjóns er ekki sáttur.
69. mín
Inn:Albert Brynjar Ingason (FH) Út:Atli Viðar Björnsson (FH)
66. mín
Óskar Örn á skot hátt yfir markið af vítateigsboga.
65. mín
Inn:Emil Atlason (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
Í sömu andrá kemur Hafnfirðingurinn inná.
65. mín Gult spjald: Grétar Sigfinnur Sigurðarson (KR)
Grétar brýtur á Atla Guðnasyni.
59. mín
KR liðið lítur betur út og hærra tempo er komið í leikinn, hafa þó ekki skapað sér afgerandi færi. Það vantar úrslitasendinguna.
52. mín
Dauðafæri hjá Atla Guðnasyni eftir sendingu fyrir, Bjarni Guðjónsson náði að bjarga á síðustu stundu áður en Atli náði skoti að marki.
49. mín
Hannes ver vinstri fótar skot Atla Guðnasonar eftir skyndisókn FH.
47. mín
Atli Viðar á skalla yfir eftir fallega "in-swing" fyrirgjöf Atla Guðnasonar frá vinstri.
46. mín
Inn:Brynjar Ásgeir Guðmundsson (FH) Út:Kristján Gauti Emilsson (FH)
FH-ingar skipta einnig í hálfleik.
46. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Út:Björn Jónsson (KR)
Þörf skipting hjá KR í hálfleik.
45. mín
Utan markanna hafa nánast engin færi litið dagsins ljós og samanlagðar marktilraunir beggja liða ná varla 8. Töluverður vorbragur á leiknum og mikið um einföld mistök.
45. mín
Hálfleikur - FH hafa verið töluvert meira sannfærandi og hápressa þeirra hefur gert KR-ingum mjög erfitt fyrir. 2-0 sanngjörn staða í hálfleik.
45. mín
2 mínútum er bætt við.
42. mín
Sending Atla rúllaði í gegnum allan markteiginn án þess að nokkur KR-ingur gerði svo mikið sem tilraun til boltans. Ólafur var aleinn á fjærstönginni.
41. mín MARK!
Ólafur Páll Snorrason (FH)
Stoðsending: Atli Guðnason
Atli á góðan sprett upp hægri kantinn og sending hans fyrir skilar sér á fjærstöngina þar sem Ólafur Páll á ekki í miklum vandræðum með að leggja boltann í markið. Makalaus varnarleikur KR.
39. mín
Leikurinn hefur að miklu leyti farið í sama farið eftir markið. KR-ingar eru ákafari en það skilar þó litlu.
32. mín MARK!
Atli Guðnason (FH)
Stoðsending: Kristján Gauti Emilsson
Atli skorar með góðri afgreiðslu eftir fallega sendingu inn fyrir flata vörn KR. Vel spilað hjá FH.
30. mín
Brynjar Björn tekur fyrsta skot KR í leiknum sem fer upp í rjáfur.
29. mín
Kristján Gauti fær ágætis færi eftir sendingu frá Atla Guðnasyni. Fín skyndisókn hjá FH sem mætti þó hafa nýtt betur.
26. mín Gult spjald: Aron Bjarki Jósepsson (KR)
Aron Bjarki fær spjald fyrir ljóta tæklingu á Atla Viðar.
22. mín
Inn:Aron Bjarki Jósepsson (KR) Út:Gunnar Þór Gunnarsson (KR)
Gunnar Þór fer meiddur útaf og Aron kemur inn í vinstri bakvörðinn.
22. mín
Kristján Gauti á skalla rétt yfir eftir fyrirgjöf Tillen frá hægri eftir misheppnaða hornspyrnu.
19. mín
Leikurinn stöðvast vegna þess að Gunnar Þór liggur meiddur á vellinum en hann hefur verið haltrandi síðustu mínútur.
15. mín
KR-ingar reyna að vinna sig betur inn í leikinn en FH-ingar gera þeim erfitt fyrir með hápressu. Bæði lið eiga erfitt með að skapa sér eitthvað.
10. mín
FH-ingar halda boltanum betur til að byrja með og hafa stýrt leiknum. Þeim hefur þó ekki tekist að skapa færi.
4. mín
Fyrsta hálffærið, Atli Viðar á skot í Bjarna eftir misheppnað innkast Grétars Sigfinns. Hornspyrna.
3. mín
Gunnar Þór er í vinstri bakverði hjá KR í dag en Bjarni og Andri eru í miðverðinum. Brynjar Björn er á miðjunni.
1. mín
Ólafur Páll liggur óvígur eftir samstuð við Brynjar Björn Gunnarsson, en harkar það af sér.
1. mín
Appelsínugulir KR-ingar hefja leik!
Fyrir leik
Gott er að benda á að farið verður beint í vítaspyrnukeppni ef að leiknum lýkur með jafntefli.
Fyrir leik
Ekki er hægt að segja að það sé fullt á pöllunum, hvet fólk endilega til að mæta og sjá þennan síðasta leik fyrir Íslandsmót.
Fyrir leik
Leikmenn halda nú til búningsklefa þar sem þjálfarar ætla að koma að lokaorðum fyrir leik og stappa stálinu í sína menn.
Fyrir leik
Emil Atlason fyrrum FH-ingur byrjar á bekknum hjá KR-ingum í dag en hann sást knúsa 2 fyrrum liðsfélaga sína fyrir upphitun.
Fyrir leik
Hólmar Örn Rúnarsson og Pétur Viðarsson eru mættir í borgaralegum klæðnaði en báðir eru frá vegna meiðsla. Búist er við Hólmari til baka í byrjun maí en Pétri nokkrum vikum síðar.
Fyrir leik
Sömu lið áttust við í Meistarakeppninni í fyrra en þá höfðu KR-ingar betur 2-0. Kjartan Henry Finnbogason skoraði þá bæði mörk KR-inga en hann er fjarri góðu gamni í dag.
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá leik FH og KR í meistarakeppni KSÍ. FH-ingar urðu Íslandsmeistarar í fyrra á sama tíma og KR varð bikarmeistari
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið:
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
6. Gunnar Þór Gunnarsson ('22)
8. Baldur Sigurðsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson ('65)

Varamenn:
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('46)
8. Jónas Guðni Sævarsson
11. Emil Atlason ('65)
18. Aron Bjarki Jósepsson ('22)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Aron Bjarki Jósepsson ('26)
Grétar Sigfinnur Sigurðarson ('65)
Baldur Sigurðsson ('71)
Gary Martin ('92)

Rauð spjöld: