Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Grindavík
1
2
Víkingur R.
Daníel Leó Grétarsson '11 , sjálfsmark 0-1
Stefán Þór Pálsson '76 1-1
1-2 Dofri Snorrason '83
09.05.2013  -  14:00
Grindavíkurvöllur
1. deildin
Aðstæður: Völlurinn góður og gola
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 415
Maður leiksins: Ingvar Þór Kale
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Jósef Kristinn Jósefsson
2. Jordan Edridge
3. Daníel Leó Grétarsson
3. Marko Valdimar Stefánsson
5. Juraj Grizelj
7. Alex Freyr Hilmarsson ('65)
8. Jóhann Helgason ('46)
10. Scott Ramsay ('80)
17. Magnús Björgvinsson
20. Stefán Þór Pálsson

Varamenn:
Óli Baldur Bjarnason
2. Hákon Ívar Ólafsson
9. Matthías Örn Friðriksson ('80)
11. Hafþór Ægir Vilhjálmsson ('65)
14. Alen Sutej ('46)
18. Guðfinnur Þórir Ómarsson

Liðsstjórn:
Benóný Þórhallsson

Gul spjöld:
Marko Valdimar Stefánsson ('89)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið þið blessuð og sæl og verið velkomin á beina texta lýsingu á leik Grindavíkur og Víking Reykjavík. Þið verðið að afsaka biðina að ég hafi ekki verið klár fyrr en smá tæknilegir örðuleikar á að setja inn 7 nýja leikmenn í byrjunarlið Víkings
Fyrir leik
Leikurinn fer að hefjast. Ef maður fer að spá í tónlistinni hérna þá er þetta fyrsti leikurinn í sumar hjá liðunum, þá er síðasta lagið fyrir leik Final Countdown. Kemur kannski öllum í stuð, hver veit.
1. mín
Víkingur byrja með knöttin og sækja í átt að sjónum.
3. mín
Fyrsta færið komið og það voru heimamenn. Daníel Leó Grétarsson gaf upp hægri kantinn þar sem Jordan Edridge fékk boltan og gaf fyrir og Stefán Þór Pálsson skallaði boltann en framhjá fór hann.
6. mín
Dauðafæri hjá heimamönnum, Magnús Björgvinsson var kominn inní teig hægra megin við endalínu gaf lágan bolta aftur fyrir sig og þar var Alex Freyr Hilmarsson sem átti aðeins Ingvar Kale í markinu eftir en Ingvar varði með fótunum og dæmd var aukaspyrna Víking í vil eftir hnjask eftir að Ingvar varði.
11. mín SJÁLFSMARK!
Daníel Leó Grétarsson (Grindavík)
Sjálfsmark hjá Heimamönnum. Boltinn var sendur á Pape Faye og var Daníel Leó Grétarsson fyrir aftan hann og var Daníel alveg með boltan og ákveður að gefa boltan aftur fyrir sig á Óskar Pétursson í markinu en Óskar var kominn of framarlega í markinu og boltinn skoppaði í autt markið.
14. mín
Magnús Björgvinsson var óheppinn að skora ekki eftir klafs inní teig Víkings, Magnús átti laust skot sem Ingvar greip boltan.
18. mín
Blíðskapar veður er hér í Grindavík, en það breytir því ekkert að Víkingur er yfir 1-0. Ég bjóst nú við að sjá harðasta stuðningsmann Víkings á leiknum Sigurjón Vigfús Eiríksson virðist ekki þora að koma til Grindavíkur.
22. mín
Bæði lið virðast vera að þreifa aðeins fyrir sér hérna í byrjun en Víkingur eru aðeins ákveðnari í sínum aðgerðum. Aron Elís Þrándarson átti hörkuskot á markteigslínunni en boltinn fór rétt yfir markið. Heimamenn voru heppnir þarna þar sem hann var aleinn þegar hann fékk boltan.
29. mín
Heimamenn voru að gera sig líklega eftir að hafa fengið tvær hornspyrnur. Scott Ramsay átti eina stórhættulega, en Ingvar náði að slá boltan út. Jaraj Grizelj átti svo hornspyrnuna frá vinstri kanti en Víkingar náðu að skalla boltan aftur fyrir mark en Heimamenn náðu ekki að nýta sína þriðju hornspyrnu.
39. mín
Heimamenn eru með stórhættulegar hornspyrnur en vantar aðeins uppá. Daníel Leó Grétarsson átti skall eftir hornspyrnu Scott Ramsay en boltinn fór yfir.
45. mín
Það er kominn hálfleikur. Dofri Snorrason lá niðri eftir smá samstuð við Jósef Kristinn Jósefsson en hann er staðinn up og flautaði Þorvaldur Árnason til leikhlés rétt eftir það.
45. mín
Heimamenn eru aðeins farnir að bæta í en Víkingur er ekki að leyfa þeim að skapa sér almennileg færi.
46. mín
Leikurinn er hafin á ný og það eru heimamenn sem eiga fyrsta færið. Juraj Grizelj sem á aukaspyrnu á vinstri kanti, Daníel Leó Grétarsson skallar boltan rétt framhjá markinu.
46. mín
Inn:Alen Sutej (Grindavík) Út:Jóhann Helgason (Grindavík)
Ég veit ekki hvort þetta séu taktískar breytingar hjá Milan Stefán Jankovic en Alen Sutej fer í miðvarðarstöðuna fyrir Daníel Leó sem leysir Jóhann Helgason af á miðjunni.
51. mín
Inn:Viktor Jónsson (Víkingur R.) Út:Ívar Örn Jónsson (Víkingur R.)
Viktor Jónsson var næstum búinn að stimpla sig rækilega inn þegar hann fékk sendingu inn fyrir vörn heimamanna en Óskar Pétursson sá til þess að hann næði ekki að skora. Dauðafæri!
54. mín
Heimamenn fengu aukaspyrnu rétt fyrir utan markteig sem Jósef Kristinn Jósefsson tók en Ingvar Kale var vakandi í markinu og greip boltan. Maður var löngu búinn að veðja á það að Scott Ramsay myndi taka þessa spyrnu en Jósef er líka með góðan vinstri fót.
58. mín
Jósef Kristinn Jósefsson var nálægt því að skora eftir að hafa fengið enn eina hornspyrnuna en Víkingur náði að hreinsa út og Jósef tók við knettinu og brunaði upp vinstri kantinn og ætlaði að gefa fyrir markið en sneiddi boltan utan fótar og boltin strauk samskeytina og aftur fyrir markið.
63. mín
Víkingar eru nú líka búinn að fá hornspyrnur en þeir virðast ekki vilja gefa boltann fyrir markið og vilja því spila boltanum úr hornspyrnunni en eru ekki að skapa sér neitt úr því nema að sparka boltanum aftur fyrir mark heimamanna.
65. mín
Inn:Hafþór Ægir Vilhjálmsson (Grindavík) Út:Alex Freyr Hilmarsson (Grindavík)
70. mín
Heimamenn voru hársbreidd frá því að jafna leikinn. Daníel Leó Grétarsson fékk boltan við miðju og brunaði upp völlinn og gaf virkilega góða stungu sendingu inn fyrir vörn Víkings og þar var Hafþór Ægir Vilhjálmsson sloppinn einn í gegn en Ingvar Þór Kale varði glæsilega.
74. mín
Jósef Kristinnn Jósefsson í hörkufæri vinstra megin inní markteig Víkings. En Ingvar Þór Kale var vel á verði og varði í horn. Heimamenn eru með stórhættulegar hornspyrnur en virðast ekki vera nógu gráðugir að fara í boltan.
75. mín
Scott Ramsay með þrumuskot rétt fyrir utan teig en boltinn rétt framhjá.
76. mín MARK!
Stefán Þór Pálsson (Grindavík)
Stoðsending: Magnús Björgvinsson
76. mín
Magnús Björgvinsson stakk boltanum inn fyrir vörnina og þar var Stefán Þór Pálson á réttum stað og lék á Ingvar þór Kale í markinu og skoraði í autt markið.
78. mín
Inn:Hjörtur Júlíus Hjartarson (Víkingur R.) Út:Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Markamaskínan Hjörtur Júlíus Hjartarson er kominn inná. Sjáum hvort hann hleypi smá lífi í sóknarleik Víkings.
80. mín
Inn:Matthías Örn Friðriksson (Grindavík) Út:Scott Ramsay (Grindavík)
83. mín MARK!
Dofri Snorrason (Víkingur R.)
Stoðsending: Pape Mamadou Faye
83. mín
Pape Faye náði að koma boltanum á Dofra Snorrason sem var einn og óvaldaður inní teig heimamanna, Dofri hafði allan tíman til þess að athafna sig og skoraði framhjá Óskari í markinu.
86. mín
Inn:Marko Pavlov (Víkingur R.) Út:Dofri Snorrason (Víkingur R.)
86. mín
Viktor Jónsson átti hörkuskot í stöng eftir að hafa sloppið inn fyrir Pape faye átti frákastið og gaf fyrir á Hjört Hjartarson sem náði að pota í boltan en Óskar Pétursson greip knöttin.
89. mín Gult spjald: Marko Valdimar Stefánsson (Grindavík)
Leik lokið!
Leik lokið hér í Grindavík þar sem að Víkingur R. tóku 3 stig. Ekki sjálfgefið að taka 3 stig á útivelli og gegn liðinu sem er spáð efsta sætinu í deildinni. En vel gert hjá Víkingum og fara þeir eflaust mjög sáttir í höfuðborgina. Ég þakka fyrir mig. Viðtöl og umfjöllun koma síðar í dag
Byrjunarlið:
3. Ívar Örn Jónsson ('51)
4. Igor Taskovic
11. Dofri Snorrason ('86)
20. Pape Mamadou Faye

Varamenn:
10. Óttar Magnús Karlsson
21. Arnþór Ingi Kristinsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: