Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingur R.
2
0
Haukar
Hjörtur Júlíus Hjartarson '38 1-0
Igor Taskovic '80 , víti 2-0
13.05.2013  -  19:00
Víkingsvöllur
Borgunarbikarinn
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Byrjunarlið:
9. Viktor Jónsson
21. Arnþór Ingi Kristinsson ('66)

Varamenn:
4. Igor Taskovic ('66)
11. Dofri Snorrason ('75)
27. Tómas Guðmundsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Arnþór Ingi Kristinsson ('16)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið þið sæl lesendur Fótbolti.net. Verið velkomin í beina textalýsingu af leik Víkings Reykjavíkur og Hauka í Borgunarbikar karla.

Leikurinn fer fram á Víkingsvelli í Fossvoginum. Bæði lið leika í 1.deildinni og stefna hátt og langt í sumar. Bæði lið hófu tímabilið með stæl.

Víkingur Reykjavík höfðu betur gegn Grindavík í Grindavík 2-1. Á meðan gerðu Haukar góða ferð í Laugardalinn og unnu Þróttara 2-1.
1. mín
Leikur hafinn
Elvar Geir Magnússon
14. mín
Textalýsingin er hafin...

Haukar fengu dauðafæri í byrjun leiks. Hilmar Rafn og Ásgeir átti skot nokkrum metrum frá Ingvari Kale sem varði í tvígang frá þeim.

Stuttu síðar vildu Haukamenn vildu Haukamenn fá víti, boltinn virtist fara í hendina á varnarmanni Víkings. Það hefði verið strangur dómur enda var lítill séns fyrir varnarmann Víkings að forða sér frá boltanum. Hendi er samt alltaf hendi.
16. mín Gult spjald: Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
Elvar Geir Magnússon
23. mín
Góð sókn hjá Haukum, Ásgeir Þór endar á fullri ferð vinstra megin í teignum en skot hans rétt yfir samskeytunum. Haukarnir léttari á sér.
Elvar Geir Magnússon
25. mín
DAUÐAFÆRI! Hjörtur Hjartar. fær fyrirgjöf en Sigmar vel á verði og ver vel í tvígang frá Hirti. Innan við meter frá markinu.
Elvar Geir Magnússon
38. mín MARK!
Hjörtur Júlíus Hjartarson (Víkingur R.)
Hjörtur skoraði uppúr horni, af stuttu færi. Réttur maður á réttum stað! Stuttu áður hafði hann skallað í slá.
Elvar Geir Magnússon
43. mín
Það er fínasta knattspyrnuveður hér í Fossvoginum, eins og svo oft áður.
44. mín
Sigmar Ingi kom langt útúr markinu, en Gunnar Helgi var undan í boltann, vippar yfir Sigmar og gott betur en það, því boltinn fór einnig yfir markið.
45. mín
Garðar Örn flautar til hálfleiks. Heimamenn yfir í jöfnum leik. Haukarnir þurfa að skora í seinni hálfleik ætli þeir sér áfram í bikarnum.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn...

Sömu lið hefja seinni hálfleikinn og hófu leikinn.
52. mín
Kjartan Dige með fyrsta skot seinni hálfleiks. Hörkuskot en færið langt og Sigmar Ingi handsamar boltann í annarri tilraun.
58. mín
Hjörtur Júlíus Hjartarson liggur eftir á vellinum, Haukar keyra upp eiga hættulega sókn en ná ekki almennilegu skoti á markið.
63. mín Gult spjald: Hilmar Rafn Emilsson (Haukar)
Fyrir ágæta tæklingu á miðjum vellinum.
64. mín
Inn:Úlfar Hrafn Pálsson (Haukar) Út:Aron Jóhannsson (Haukar)
Úlfar kemur inn en hann fékk félagsskipti í Hauka í morgun frá Val á láni.
64. mín
Inn:Guðmundur Sævarsson (Haukar) Út:Hilmar Geir Eiðsson (Haukar)
66. mín
Inn:Igor Taskovic (Víkingur R.) Út:Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
66. mín
Brynjar Ben. geystist upp vinstri vænginn, komst í ágætisfæri, en náði ekki að komast í skotfæri.
70. mín Gult spjald: Hafsteinn Briem (Haukar)
74. mín
Úlfar Hrafn með skot í þverslánna! Gott skot hjá varamanninum.
75. mín
Inn:Dofri Snorrason (Víkingur R.) Út:Hjörtur Júlíus Hjartarson (Víkingur R.)
Marka-Hjössi farinn af velli.
77. mín
Aron Elís með hörkuskot og í fínu færi en Sigmar Ingi ver. Hann átti þó í erfiðleikum með þetta skot.
80. mín Mark úr víti!
Igor Taskovic (Víkingur R.)
Hafþór Þrastarsson braut klaufalega á Viktor Jónssyni við vítateigslínuna. Garðar benti réttilega á puntkinn.

Varamaðurinn tók spyrnuna, Sigmar fór í rétt horn, en inn fór boltinn. Staðan 2-0.
82. mín
Inn:Kristinn J. Magnússon (Víkingur R.) Út:Gunnar Helgi Steindórsson (Víkingur R.)
85. mín
Inn:Þórður Jón Jóhannsson (Haukar) Út:Hilmar Rafn Emilsson (Haukar)
89. mín
Víkingar eru að sigla þessum sigri í höfn
90. mín Gult spjald: Hafþór Þrastarson (Haukar)
Verðskuldað.
Leik lokið!
2-0 heimasigur Víkings Reykjavíkur staðreynd. Fínn knattspyrnuleikur í ennþá betra veðri.

Víkingar því komnir í 32-liða úrslit. Viðtöl koma á síðuna seinna í kvöld.
Byrjunarlið:
1. Sigmar Ingi Sigurðarson (m)
Hilmar Rafn Emilsson ('85)
Hilmar Trausti Arnarsson
Ásgeir Þór Ingólfsson
Hafþór Þrastarson
10. Hilmar Geir Eiðsson ('64)
17. Gunnlaugur F. Guðmundsson
19. Brynjar Benediktsson
20. Hafsteinn Briem
22. Aron Jóhannsson (f) ('64)
22. Alexander Freyr Sindrason (f)

Varamenn:
1. Magnús Þór Gunnarsson (m)
6. Úlfar Hrafn Pálsson ('64)
16. Aron Freyr Eiríksson
23. Guðmundur Sævarsson ('64)
26. Þórður Jón Jóhannsson ('85)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Hafþór Þrastarson ('90)
Hafsteinn Briem ('70)
Hilmar Rafn Emilsson ('63)

Rauð spjöld: