Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Dortmund
1
2
FC Bayern
0-1 Mario Mandzukic '60
Ilkay Gundogan '68 , víti 1-1
1-2 Arjen Robben '89
25.05.2013  -  18:45
Wembley
Meistaradeildin Úrslitaleikur
Dómari: Nicola Rizzoli (Ítalía)
Byrjunarlið:
1. Roman Weidenfeller (m)
4. Neven Subotic
6. Sven Bender
9. Robert Lewandowski
11. Marco Reus
15. Mats Hummels
16. Jakub Blaszczykowski
19. Kevin Grosskreutz
26. Lukasz Piszczek
29. Marcel Schmelzer

Varamenn:
5. Sebastian Kehl
7. Moritz Leitner
18. Nuri Sahin
20. Mitchell Langerak (m)
21. Oliver Kirch
23. Julian Schieber
27. Felipe Santana

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kevin Grosskreutz ('75)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
BÆJARAR ERU SIGURVEGARAR MEISTARADEILDARINNAR!!!
90. mín
3 mínútum bætt við.
89. mín MARK!
Arjen Robben (FC Bayern)
ÉG SKAL SEGJA YKKUR ÞAÐ! Robben nær að brjótast í gegn og slíta sig frá vörn Dortmund, komst einn gegn Weidenfeller og setti boltann snyrtilega framhjá honum. Vel gert!
85. mín
Það þarf vart að taka það fram að ef staðan verður jöfn eftir venjulegan leiktíma verður skellt sér í framlengingu.
Ragna Einarsdóttir, leikmaður Breiðabliks:
Nennir e-r að fara að þagga niður í Ribery! #djöfullleidinlegur
76. mín
Weidenfeller með magnaða markvörslu! Varði frá Alaba sem náði góðu skoti.
75. mín Gult spjald: Kevin Grosskreutz (Dortmund)
75. mín Gult spjald: Franck Ribery (FC Bayern)
74. mín
Subotic með hreint ótrúlega björgun!!! Allt stefndi í mark en á síðustu stundu tók Subotic tæklingu og kom í veg fyrir marki. Klopp fagnar eins og hans lið hafi náð að skora mark. Þvílíkur leikur!
71. mín
Götse meðal áhorfenda og fagnar eins og brjálæðingur þegar Dortmund nær að jafna. Eins og allir vita verður hann leikmaður Bayern eftir þetta tímabil.
68. mín Mark úr víti!
Ilkay Gundogan (Dortmund)
Dante braut heimskulega af sér og réttilega dæmt víti. Gundogan steig á punktinn, sendi Neuer í rangt horn og skoraði. Það er jafnt á ný!
60. mín MARK!
Mario Mandzukic (FC Bayern)
Stoðsending: Arjen Robben
FYRSTA MARKIÐ ER KOMIÐ! Bæjarar með það, Robben gaf á Ribery sem sendi aftur á Robben. Robben kom boltanum framhjá Weidenfeller og Mandzukic átti ekki í vandræðum með að skora.
55. mín
Seinni hálfleikur fer rólega af stað.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður:
Tveir þýskir markmenn að eiga stórleik. Þvílíkt klám fyrir Gumma Hreiðars!
45. mín
Hálfleikur - Skemmtilegur fyrri hálfleikur á enda. Nóg af færum. Weidenfeller og Neuer báðir verið í miklu stuði.
44. mín
DAUÐAFÆRI! Arjen Robben skyndilega í dauðafæri en Weidenfeller varði með andlitinu.
40. mín
Stórskemmtilegur leikur þó fyrsta markið sé ekki komið.
36. mín
Lewandowski með skemmtileg tilþrif og var skyndilega kominn einn gegn Neuer sem sýndi snör tilþrif og náði að koma út á móti og verja naumlega. Markverðirnir í aðalhlutverki.
Sindri Snær Jensson, tískulögga:
Verður þetta leikur markvarðanna. Loksins segi ég, fáum aldrei nægilega athygli.
32. mín
DAUÐAFÆRI! Arjen Robben var einn og yfirgefinn, fékk sendingu og komst í dauðafæri en Weidenfeller náði að bjarga. Mikið fjör.
29. mín Gult spjald: Dante (FC Bayern)
27. mín
Mario Mandzukic nálægt því að koma Bayern yfir. Með skalla á markið en Weidenfeller varði verulega vel. Javi Martinez átti svo skalla naumlega yfir eftir horn.
15. mín
Dortmund byrjar þennan leik miklu miklu betur. Blaszczykowski í dauðafæri en Neuer varði aftur!
14. mín
Lewandowski með góða skottilraun. Neuer varði.
10. mín
Þokkalegt fjör í upphafi leiks. Blaszczykowski með skottilraun fyrir Dortmund en hitti ekki markið.
1. mín
Leikurinn er hafinn - Bæjarar byrjuðu með boltann.
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völlinn. Magnað andrúmsloft á Wembley.
Fyrir leik
Til að lesa upphitun fyrir leikinn smelltu þá hér. Atli Eðvaldsson, fyrrum leikmaður Dortmund, var gestur útvarpsþáttarins í dag. Smelltu hér til að hlusta á spjallið við Atla.
Fyrir leik
Stærsti leikur ársins hefst 18:45 í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þar sem Bayern Munchen og Borussia Dortmund mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Wembley.

Ljóst er að mikill hiti er kringum Wembley en hópslagsmál voru milli stuðningsmanna liðanna í höfuðborg Englands fyrir leikinn þar sem nokkrir voru sendir á spítala og lögregla þurfti að stöðva átök.

Bæði lið stilla upp hefðbundnum byrjunarliðum í 4-2-3-1 uppstillingu. Í lið Borussia Dortmund vantar Mario Götze sem er frá vegna meiðsla, en hann er á leið til Bayern í sumar.

Mario Mandzukic heldur sætinu sem fremsti maður Bayern eftir að hafa átt frábært tímabil og tekið byrjunarliðssætið af Mario Gomez.
Byrjunarlið:
1. Manuel Neuer (m)
4. Dante
7. Franck Ribery
8. Javi Martinez
9. Mario Mandzukic
10. Arjen Robben
17. Jerome Boateng
21. Philipp Lahm
25. Thomas Müller
27. David Alaba
31. Bastian Schweinsteiger

Varamenn:
22. Tom Starke (m)
5. Daniel Van Buyten
11. Xherdan Shaqiri
14. Claudio Pizarro
30. Luiz Gustavo
33. Mario Gomez
44. Anatoliy Tymoshchuk

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Dante ('29)
Franck Ribery ('75)

Rauð spjöld: