Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Valur
1
2
Fram
0-1 Almarr Ormarsson '29
Rúnar Már Sigurjónsson '49 , víti 1-1
1-2 Hólmbert Aron Friðjónsson '77
Haukur Páll Sigurðsson '81
30.05.2013  -  20:00
Vodafone-völlur
Borgunarbikarinn | 32 liða úrslit
Aðstæður: Kósý aðstæður á Hlíðarenda og frábærar til þess að spila fótbolta
Dómari: Kristinn Jakobsson
Byrjunarlið:
Matthías Guðmundsson ('70)
7. Haukur Páll Sigurðsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
13. Arnar Sveinn Geirsson ('85)
23. Andri Fannar Stefánsson ('70)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Haukur Páll Sigurðsson ('81)
Matthías Guðmundsson ('63)
Stefán Ragnar Guðlaugsson ('43)
Haukur Páll Sigurðsson ('32)

Rauð spjöld:
Haukur Páll Sigurðsson ('81)
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu af leik Vals og Fram í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins, en leikurinn hefst á slaginu 20:00.
Fyrir leik
Engar breytingar á byrjunarliði Fram í dag, nákvæmlega sama lið og tapaði 0-1 fyrir Stjörnunni í síðasta leik.
Fyrir leik
Gaman að greina frá því að það er heldur engin breyting á liði Valsara, svo þetta verður hörkuleikur enda var ekki við öðru að búast.
Fyrir leik
Þessi lið hafa mæst í Pepsi-deildinni á þessari leiktíð. Þá skildu liðin jöfn 1-1, en Kristinn Freyr Sigurðsson hefði getað tryggt Völsurum sigur, honum brást hinsvegar bogalistin á punktinum.
Fyrir leik
Aron Þórður Albertsson er ekki á skýrslu í liði Fram í dag, hann virðist samt leika sér í upphitun með þeim sem eru á bekknum.
Fyrir leik
Það er eitthvað um fimmtán mínútur í að leikurinn hefjist, liðin eru að hita upp.
Fyrir leik
Nú er leikurinn að hefjast! Góða skemmtun allir sem eru að fylgjast með þessu!
1. mín
Leikurinn er hafinn!
5. mín
Fer rólega af stað. Liðin eru að fóta sig, vonandi fáum samt einhver mörk.
5. mín
Bjöggi!! Gerir sig líklegan. Kemur fyrirgjöf frá hægri á kollinn á Takefusa sem nær skallanum, en það stafaði ekki mikil hætta af því.
7. mín
Framarar fengu aukaspyrnu á hættulegum stað. Hólmbert tók hana en Fjalar Þorgeirs varði í horn!
10. mín
Almarr!! Gott skot fyrir utan teig, en boltinn rúllar rétt framhjá.
15. mín
Bjöggi fellur í teignum, vildi fá eitthvað, en fékk ekkert. Kiddi Jak lætur ekki plata sig út í hvað sem er!
17. mín
Valsarar betri síðustu mínúturnar, pressa hátt.
23. mín
Bjöggi ansi mikið í jörðinni, en þarna virtist hinsvegar Bjarni Hólm hreinlega klippa hann niður.
23. mín
Kiddi Jak lætur þó flautuna vera og áfram heldur leikurinn.
27. mín
TAKEFUSA!! Fær langan bolta fram, kemur sér í gott skotfæri og lætur vaða en Ömmi ver þetta í horn.
28. mín
Kristinn Freyr aðeins að láta finna fyrir sér, óþarfa mikið þó.
29. mín MARK!
Almarr Ormarsson (Fram)
ÞVÍLÍK SÓKN OG MARK!!! Sam Hewson á heiðurinn að þessu, hann átti frábæra sendingu fram á Lennon, hann gaf þá fyrirgjöf frá hægri á Almarr sem skorar örugglega!
32. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Togaði í Hólmbert.
35. mín
Rúnar Már með skot en það fer framhjá. Lítið í gangi þessa stundina, þetta minnir svolítið á síðasta leik er þessi lið mættust..
42. mín
Rúnar Már!!! Var kominn einn gegn Ömma, en hann sá við honum. Rúnar hefði klárlega átt að gera betur, en tek þetta hinsvegar ekki af Ömma sem gerði vel.
43. mín Gult spjald: Stefán Ragnar Guðlaugsson (Valur)
45. mín
Hálfleikur: 0-1
Framarar yfir. Þessi leikur hefur ekki boðið upp á gífurlega mikla skemmtun, en það skiptir ekki máli, Fram er yfir.
46. mín
Síðari hálfleikur er kominn af stað!
49. mín
ÞAÐ ER VÍTASPYRNA!! Haukur var tekinn niður og réttilega dæmt víti! Bjarni Hólm braut á honum!
49. mín Mark úr víti!
Rúnar Már Sigurjónsson (Valur)
ÖRUGGT!! Rúnar Már setur hann í vinstra hornið, öruggt og yfirvegað!
49. mín Gult spjald: Bjarni Hólm Aðalsteinsson (Fram)
52. mín
Framarar fá aukaspyrnu á hættulegum stað! Hólmbert tekur hana en Valsarar komast fyrir.
53. mín
Lennon keyrði upp vinstri vænginn. Hann var kominn inn í teig og kom boltanum fyrir á Hólmbert sem náði til knattarins, en féll við og vildu Framarar fá vítaspyrnu. Þeim var þó ekki að ósk sinni!
58. mín
Rúnar Már liggur á vellinum sárþjáður!
60. mín
Sam Hewson með hörkuskot sem Fjalar hefur sig allan í að verja!
63. mín Gult spjald: Matthías Guðmundsson (Valur)
67. mín
Framarar þjarma svolítið að Völsurum, lítið hættulegt að eiga sér stað aftur á móti.
70. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (Valur) Út:Matthías Guðmundsson (Valur)
71. mín
Alan Lowing með hörkusprett hægra megin, kom með fyrirgjöfina en Almarr rétt missti af þessu!
74. mín
Ian Williamson í dauðafæri!! Hann gat þrumað á markið, en kaus að setja boltann yfir á hægri, sem voru slæm mistök.
75. mín
VÁÁÁÁÁÁ!!! Rúnar Már með magnaða aukaspyrnu yfir vegginn, en Ögmundur varði fáránlega, á heimsmælikvarða!
76. mín
Hólmbert með takta! Keyrir upp vinstri vænginn, sendir hann á Lennon og fær hann aftur, en Fjalar ver skotið hans!
77. mín MARK!
Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram)
VÁÁÁÁÁÁ!!! ÞVÍLÍKUR BOLTI! Hewson með magnaða fyrirgjöf með hægri og auðvitað kláraði BigGame Hólmbert með laglegu skallamarki!
81. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
81. mín Rautt spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
HAUKUR ER REKINN AF VELLI MEÐ ANNAÐ GULA SPJALDIÐ!! Hann fleygði sér niður inni í teig og Kiddi Jak rak hann af velli.
84. mín
Halldór Hermann með hörkuskot rétt framhjá!
85. mín
Inn:Arnar Sveinn Geirsson (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
88. mín
Almarr fékk högg á höfuðið og er fyrir utan. Margir héldu að hann væri að leika en svo var ekki.
89. mín
Inn:Daði Guðmundsson (Fram) Út:Almarr Ormarsson (Fram)
Almarr kemur af velli og inn á kemur Daði. Almarr vissi ekkert af því að honum hefði verið skipt af velli.
90. mín
Inn:Kristinn Ingi Halldórsson (Fram) Út:Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram)
90. mín
KOLBEINN Í DAUÐAFÆRI! Kom langur bolti og hann stangaði hann, en boltinn fór rétt framhjá!
Leik lokið!
Framarar áfram í 16-liða úrslit eftir góðan sigur á Val 2-1, nágrannaslagur af bestu gerð!
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
Halldór Hermann Jónsson
11. Almarr Ormarsson ('89)
13. Viktor Bjarki Arnarsson
28. Bjarni Hólm Aðalsteinsson

Varamenn:
1. Denis Cardaklija (m)
14. Halldór Arnarsson
23. Benedikt Októ Bjarnason

Liðsstjórn:
Daði Guðmundsson

Gul spjöld:
Bjarni Hólm Aðalsteinsson ('49)

Rauð spjöld: