Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
FH
1
1
Fram
0-1 Orri Gunnarsson '87
Matthías Vilhjálmsson '90 1-1
15.09.2011  -  17:15
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Völlurinn blautur og smá vindur
Dómari: Þorvaldur Árnason - Góður
Maður leiksins: Steven Lennon
Byrjunarlið:
Hákon Atli Hallfreðsson
Ólafur Páll Snorrason ('58)
4. Pétur Viðarsson
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Atli Guðnason
17. Atli Viðar Björnsson
25. Hólmar Örn Rúnarsson ('65)

Varamenn:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
8. Emil Pálsson ('58)
14. Albert Brynjar Ingason ('82)
16. Jón Ragnar Jónsson
21. Guðmann Þórisson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ólafur Páll Snorrason ('31)
Pétur Viðarsson ('21)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn! Hér verður bein textalýsing frá leik FH og Fram sem hefst klukkan 17:15 á Kaplakrikavelli.
Fyrir leik
FH-ingar stilla upp sama byrjunarliði og í 2-1 sigrinum á KR en hjá Fram kemur Hólmbert Aron Friðjónsson, sem var í banni í síðasta leik, inn í liðið fyrir Arnar Bergmann Gunnlaugsson sem er ekki með í dag.
Fyrir leik
Arnar Gunnlaugsson er ekki með Fram í dag og Bjarki Gunnlaugsson bróðir hans er heldur ekki með FH. Bjarki hefur verið að glíma við meiðsli en hann er þessa stundina að skokka hringi á vellinum og það styttist í endurkomu hans.
Fyrir leik
Völlurinn hér í Hafnarfirði er blautur og boltinn ætti að ganga hratt á milli manna. Allt til staðar fyrir fjörugan leik!
Fyrir leik
Þeir sem eru á Twitter mega endilega merkja færslur sínar #fotbolti

Skemmtilegar færslur munu birtast hér í textalýsingunni!
Fyrir leik
Liðin hafa nú lokið upphitun og það styttist í að flautað verði til leiks. Fáir áhorfendur eru mættir á völlinn enda leiktíminn ekki sá besti.
Fyrir leik
Leikurinn er hafinn!
6. mín
Atli Viðar Björnsson fær fyrsta færi leiksins. Atli Viðar náði að leika á Ögmund Kristinsson í markinu en hann átti síðan skot í hliðarnetið úr afar þröngu færi í stað þess að gefa boltann út í teiginn.
16. mín
Framarar virka sprækir í upphafi leiks. Færin hafa þó verið fá það sem af er.
Stefán Pálsson:
hvar er fh liðið? #fotbolti #krikinn
21. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
Pétur Viðarsson er fyrsti leikmaðurinn sem fær gula spjaldið hjá Þorvaldi Árnasyni dómara. Pétur fær gult fyrir að tækla Hólmbert Aron Friðjónsson út við hliðarlínu. Spjaldið þýðir að Pétur verður í banni gegn ÍBV í næstsíðustu umferðinni þann 25. september.
25. mín
Steven Lennon sóknarmaður Fram á skot fyrir utan teig en boltinn fer framhjá.
31. mín Gult spjald: Ólafur Páll Snorrason (FH)
Ólafur Páll fær gult fyrir að stöðva skyndisókn hjá Fram.
33. mín
Ólafur Páll Snorrason á hörkuskot fyrir utan teig sem Ögmundur ver í horn.
35. mín Gult spjald: Hlynur Atli Magnússon (Fram)
41. mín
FH-ingar eru að sækja í sig veðrið en þeim vantar herslumuninn til að komast í gegn.
42. mín
Atli Viðar Björnsson sleppur í gegn og vippar yfir Ögmund í markinu. Markið er hins vegar dæmt af vegna rangstöðu.
45. mín
Tíðindalitlum fyrri hálfleik er nú lokið. Við vonum að síðari hálfleikurinn verði fjörugri hér í Hafnarfirði!
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn. Við auglýsum eftir mörkum!
51. mín
Vallarþulurinn í Krikanum hefur miklar áhyggjur af umgengni áhrofenda en hann var að biðja þá um að henda rusli sínu í ruslatunnurnar.....það er líklega það markverðasta sem hefur gerst hingað til í síðari hálfleiknum!
55. mín
Líkt og í upphafi fyrri hálfleiks þá eru það Framarar sem eru líklegri.
56. mín
Langhættulegasta marktilraun leiksins til þessa! Sam Hewson á þrumuskot í stöngina eftir vel útfærða aukaspyrnu frá Frömurum.
58. mín
Inn:Emil Pálsson (FH) Út:Ólafur Páll Snorrason (FH)
Hinn ungi Emil Pálsson kemur inn á fyrir Ólaf Pál. Emil fer á miðjuna hjá FH en Matthías Vilhjálmsson tekur stöðu Ólafs Páls á kantinum.
60. mín
Atli Viðar fær dauðafæri til að koma FH yfir. Atli Guðnason stingur boltanum inn fyrir vörnina á Atla Viðar sem vippar yfir Ögmund en einnig yfir markið!
Ómar Örn Ólafsson:
tréverkið er ekki hliðhollt Frömurum í dag, en þetta kemur! #framheldurseruppi #fotbolti
65. mín
Inn:Viktor Örn Guðmundsson (FH) Út:Hólmar Örn Rúnarsson (FH)
Viktor Örn kemur í vinstri bakvörðinn og Björn Daníel Sverrisson tekur stöðu Hólmars á miðjunni.
65. mín
Atli Viðar fær annað dauðafæri en aftur hittir hann ekki markið. Atli Guðnason á fyrirgjöf og Atli Viðar fær frían skalla en boltinn fer framhjá markinu.
71. mín Gult spjald: Jón Gunnar Eysteinsson (Fram)
71. mín
Inn:Andri Júlíusson (Fram) Út:Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram)
72. mín
Björn Daníel Sverrisson gerir vel með því að komast í skotfæri upp við vítateig Framara. Alan Lowing nær hins vegar að kasta sér fyrir þrumuskot hans.
76. mín
Inn:Orri Gunnarsson (Fram) Út:Kristinn Ingi Halldórsson (Fram)
82. mín
Inn:Albert Brynjar Ingason (FH) Út:Freyr Bjarnason (FH)
FH-ingar gera síðustu skiptingu sína. Guðmundur Sævarsson kemur inn í hægri bakvörðinn og Freyr Bjarnason fer af velli. Pétur Viðarsson tekur stöðu Freys í hjarta varnarinnar. FH-ingar hafa verið sterkari undanfarnar mínútur og þeir freista þess nú að knýja fram sigur.
83. mín Gult spjald: Steven Lennon (Fram)
87. mín MARK!
Orri Gunnarsson (Fram)
Orri Gunnarsson kemur Frömurum yfir! Eftir frábæran undirbúning frá Steve Lennon fékk Orri boltann og hann náði að skora framhjá Gunnleifi í markinu við gríðarlegan fögnuð Framara. Orri, sem er 19 ára, var þarna að skora sitt fyrsta mark í efstu deild.
90. mín
Inn:Jón Orri Ólafsson (Fram) Út:Steven Lennon (Fram)
90. mín
Guðmundur Sævarsson fær færi en Ögmundur ver í horn.
90. mín MARK!
Matthías Vilhjálmsson (FH)
FH-ingar jafna! Matthías nær að fylgja á eftir og skora eftir að Ögmundur varði. Markið kom eftir darraðadans inni á vítateig Framara.
90. mín
Leik lokið með 1-1 jafntefli. Bæði lið ganga svekkt af leikvelli.
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
Halldór Hermann Jónsson
11. Almarr Ormarsson
14. Hlynur Atli Magnússon (f)

Varamenn:
1. Denis Cardaklija (m)
10. Orri Gunnarsson ('76)
21. Stefán Birgir Jóhannesson

Liðsstjórn:
Daði Guðmundsson

Gul spjöld:
Steven Lennon ('83)
Jón Gunnar Eysteinsson ('71)
Hlynur Atli Magnússon ('35)

Rauð spjöld: