Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingur Ó.
5
6
Fram
0-1 Almarr Ormarsson '29
Fannar Hilmarsson '70 1-1
1-2 Steven Lennon '120 , víti
Damir Muminovic '120 , misnotað víti 1-2
1-3 Hólmbert Aron Friðjónsson '120
Brynjar Kristmundsson '120 , víti 2-3
2-3 Haukur Baldvinsson '120 , misnotað víti
Guðmundur Magnússon '120 , víti 3-3
3-4 Jordan Halsman '120 , víti
Emir Dokara '120 , víti 4-4
4-5 Bjarni Hólm Aðalsteinsson '120 , víti
Insa Bohigues Fransisco '120 , víti 5-5
5-6 Alan Lowing '120 , víti
Alfreð Már Hjaltalín '120 , misnotað víti 5-6
19.06.2013  -  19:15
Ólafsvíkurvöllur
Borgunarbikarinn
Aðstæður: Sól og brakandi blíða. Völlurinn frábær!
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 350
Byrjunarlið:
1. Einar Hjörleifsson (m)
4. Damir Muminovic
6. Arnar Már Björgvinsson ('83)
7. Tomasz Luba
9. Guðmundur Magnússon
10. Steinar Már Ragnarsson ('69)
13. Emir Dokara
15. Farid Zato
20. Eldar Masic
21. Fannar Hilmarsson ('76)
25. Insa Bohigues Fransisco

Varamenn:
30. Kaspars Ikstens (m)
5. Björn Pálsson ('69)
22. Vignir Snær Stefánsson
23. Anton Jónas Illugason

Liðsstjórn:
Brynjar Kristmundsson (Þ)
Kristinn Magnús Pétursson

Gul spjöld:
Steinar Már Ragnarsson ('40)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Liðin mættust í fyrstu umferð Pepsideildar hér í Ólafsvík í maí. Framarar báru þá sigur úr býtum með tveimur mörkum gegn einu í svakalegum kulda.
Fyrir leik
Dómarinn er Breiðhyltingurinn geðþekki Gunnar Jarl og honum til aðstoðar eru þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Smári Stefánsson.

Þeir verða undir vökulu auga eftirlitsmannsins Þórhalls Dúa Gunnarssonar.
Fyrir leik
Þrjár breytingar eru á liði heimamanna frá síðasta leik sem var 0-4 tap gegn FH.

Brynjar Kristmundsson, Björn Pálsson og Alfreð Már Hjaltalín detta út en í þeirra stað eru í liðinu Steinar Már Ragnarsson, Emir Dokara og Fannar Hilmarsson.
Fyrir leik
Framarar gera tvær breytingar á sínu byrjunarliði frá 4-1 sigrinum á Þór í síðasta leik. Ólafur Örn Bjarnason er ekki í hóp en byrjaði síðast og Viktor Bjarki er settur á bekkinn.

Í þeirra stað koma Halldór Arnarsson og Kristinn Ingi Halldórsson inn í liðið.
Fyrir leik
Ólafur Örn fékk högg á hnéð í leiknum gegn Þór, Ríkharður þjálfari vonar að hann missi einungis þennan leik, en það er þó ekki ljóst.
Fyrir leik
Heimamenn voru mættir mjög snemma út og eru að keyra snarpa upphitun. Hafa lent í vandræðum snemma í síðustu leikjum og líklega er verið að reyna að bregðast við því og skerpa mannskapinn til að vera kláran við fyrsta flaut!
Fyrir leik
Guðmundur Steinn, fyrirliði Víkinga, er á skokkinu hér í dag.

Hann er að glíma við nárameiðsl og enn er óvíst hvenær hann verður laus við þau þannig að hann geti spilað.

Eyþór Helgi færist nær en það er heldur ekki hægt að tímasetja hans endurkomu nákvæmlega.
Fyrir leik
Fannar Hilmarsson er í byrjunarliði í fyrsta sinn í sumar hjá heimamönnum og Halldór Arnarsson er að spila sínar alfyrstu mínútur í Frambúningnum í deild eða bikar eftir félagaskiptin frá ÍR í vetur.

Sennilega munu þeir kljást töluvert, Fannar framherji og Halldór hafsent.
Fyrir leik
Leikmenn ganga inn á völlinn, heimamenn í sínum hefðbundnu albláu. Gestirnir eru alhvítir í dag.

Dómararnir spila til heiðurs Todda Örlygs, gulir og svartir.
Fyrir leik
Framarar vinna hlutkastið og ákveða að sækja frá Hellissandi að Grundarfirði, undan sólinni.

Víkingar byrja því með boltann.
1. mín
Við erum lögð af stað..
2. mín
433 er leikkerfi beggja í dag.

2. mín
Víkingar sýnast spila þetta á sömu nótum og gegn ÍBV þar sem hægri bakvörðurinn Dokara fer hátt upp og Arnar leysir þá inn fyrir overlap og fellur til baka.

Vinstri bakvörðurinn er Luba og hann situr meira þannig að vinstri kanturinn Guðmundur Magg fær frjálsara sóknarhlutverk.
3. mín
Frammarar stilla upp hefðbundið. Halldór kemur inn fyrir Ólaf í hafsentinn. Halldór og Hewson eru aftar í þríhyrningnum á miðjunni og Almarr fyrir framan.

Kristinn og Lennon á köntunum og Hólmbert uppi á topp.
6. mín
Leikurinn byrjar rólega, Framarar eru meira með boltann en fyrst um sinn eru menn að kýla boltann mest langt.

Bæði lið...
7. mín
Fyrsta skotið að marki kemur frá heimamönnum.

Guðmundur Magg skýtur yfir úr teignum. Þröngt færi.

10. mín
Frammarar reyna mikið að stinga á vængmennina sína Kristinn og Lennon. Enn ekki tekist en planið virðist að sækja þar upp.
14. mín
Upp, upp, upp í loft....

Skemmtilegt lag en ekki skemmtilegt í fótbolta. En svoleiðis er það hér!

19. mín
Heimamenn komnir framar á völlinn og eru að reyna að halda boltanum ofarlega, sem hefur verið vandamál í síðustu leikjum.

Engin færi enn.
24. mín
Fyrsta skot gestanna að marki.

Almarr fær skotfæri utan teigs en hittir boltann illa sem fer hátt yfir.
27. mín
Víkingar fá aukaspyrnu á hættulegum stað...
28. mín
Hundlélegt skot frá Masic í vegginn.
29. mín MARK!
Almarr Ormarsson (Fram)
Stoðsending: Steven Lennon
Klafs á miðjum vellinum og heimamenn vildu fá brot á Damir.

Ekkert var dæmt, Hólmbert pikkaði boltanum á Lennon sem æddi að teignum og stakk milli varnarmanna á Almarr sem setti hann örugglega framhjá Einari.

Annað mark hans á Ólafsvíkurvelli í sumar.
31. mín
Mikið ósætti á pöllunum með framgöngu dómarans í aðdraganda marksins, en um það verður ekki lengur spurt.

Klárlega fyrsta færi leiksins sem gefur fyrsta markið.
33. mín
Nú liggja tveir Frammarar eftir viðskipti á miðjunni.

Hér hefur hitnað í hamsi...end afskaplega heitt og gott og því fullkomlega veðrið fyrir smá hita.

Flautuleikarinn er auðvitað með'etta samt sko!
36. mín
Hólmbert lendir á stálinu í Víkingsmarkinu, fær dæmt á sig brot en liggur svo eftir.

Kokkurinn steikt'ann!
39. mín
Afskaplega hljótt um allt hér, Framarar reyna áfram að fara upp vængina.
40. mín Gult spjald: Steinar Már Ragnarsson (Víkingur Ó.)
Gunnar dómari benti Steinari á að þetta væri fjórða brotið á stuttum tíma.

Síbrotaspjald semsagt!
45. mín
Víkingar fá aukaspyrnu á hættulegum stað en aftur í vegginn.

Nú var það Arnar Már.
45. mín
Hálfleikur í Ólafsvík.

Frammarar leiða, skoruðu úr eina færi hálfleiksins.

Heimamenn eru mjög ósáttir með að markið stóð. Ejub fór í reikistefnu við dómaratríóið á leið útaf vellinum og er með þrumuna á andlitinu.

Leikurinn er búinn að vera afar rólegur í alla staði. Bæði lið kýla langt og sjaldan sem boltinn gengur oftar en fjórum sinnum milli samherja.

En það er nóg eftir, vonum að liðin komi eiturfersk inn í seinni hálfleikinn!
45. mín
Fámennt í stúkunni í kvöld miðað við síðustu leiki...sennilega verið að þreyta grillin um allt Snæfellsnes í kvöld.

Hörðustu Frammarar mættir, allir nema Jói Atla svei mér þá...jú og Maggi Einars!

Aðrir eru hér.
45. mín
Ejub og Gunni dómari spjalla aftur á leið út á völl, virðast vera að grafa öxina.
46. mín
Komin af stað aftur. Engar breytingar á liðunum.
48. mín
Þvílík björgun hjá Eldar Masic.

Frammarar fóru í skyndisókn og Kristinn sendi fastan bolta inn í markteiginn þar sem Eldar renndi sér kröftuglega og bjargaði í horn rétt framan við Almarr.

Bjargaði þarna klárlega marki númer tvö!
51. mín
Aftur mögnuð björgun!

Nú Emir Dokara á línu eftir lúmskt skot Hólmberts. Náð boltanum yfir þverslána og í horn!
53. mín
Allir varamenn beggja liða komnir af stað...
54. mín
Aftur dauðafæri Frammara.

Nú skallar Hólmbert framhjá markinu eftir frábæra skyndisókn og flottan undirbúning Lennon og Kristins.

Langbesti kafli gestanna hér í upphafi seinni hálfleiks.
57. mín
Enn sést lítið til sóknartilburða heimamanna.

Ná litlu valdi á boltanum á sóknarhelmningnum og eru að sparka alltof mikið langt og ná aldrei upp pressu...
59. mín
Inn:Haukur Baldvinsson (Fram) Út:Kristinn Ingi Halldórsson (Fram)
Kristinn búinn að eiga góðan leik, en virðist búinn með tankinn góða. Haukur. Haukur fer á hægri kantinn, hrein skipting.
60. mín
Einar liggur eftir viðskipti úr horni í markteignum. Heldur um öxlina, en auðvitað fer hann ekkert útaf!
61. mín
Nú liggur Almarr á vellinum. Heldur um höfuðið og töluvert umstang í kringum strákinn.
64. mín
Inn:Viktor Bjarki Arnarsson (Fram) Út:Almarr Ormarsson (Fram)
Almarr getur ekki haldið áfram, höfuðmeiðsl eftir klafs við Damir þar sem hann var dæmdur brotlegur.

Viktor kemur inn í stöðuna fyrir aftan senter. Hrein skipting.
66. mín
Víkingar komnir framar, pressa nú fínt!
69. mín
Inn:Björn Pálsson (Víkingur Ó.) Út:Steinar Már Ragnarsson (Víkingur Ó.)
Björn kemur inná og nú snúa menn miðjuþríhyrningnum við.

Zato á að sitja fyrir aftan Björn og Masic.
70. mín MARK!
Fannar Hilmarsson (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Tomasz Luba
Dúndurskipting!

Tomasz fær boltann rétt fyrir framan miðjuhringinn, stingur inn á Fannar sem klárar færið yfirvegað one-on-one.
71. mín
Það þarf oft ekki mikinn fyrirvara, heimamenn klárlega komnir ofar á völlinn en þetta var fyrsta færið.

Nú geta Frammarar nagað það að hafa ekki nýtt færin á fyrstu 10 mínútum þessa hálfleiks.
74. mín
Allt annað að sjá til heimamanna, hafa nú fundið sjálfstraustið sem ekki hefur sést mikið af í sumar.

Frammarar virka slegnir.
75. mín
Og þríhyrningur á miðju Víkinga eru nú Zato og Björn fyrir aftan Eldar.
75. mín
Guðmundur Magg fær boltann óvænt í teignum eftir horn en laust skot fer beint á Ögmund í markinu.
76. mín
Frammarar beint upp og Viktor Bjarki skýtur framhjá úr fínu færi.
76. mín
Inn:Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.) Út:Fannar Hilmarsson (Víkingur Ó.)
Tankurinn að tæmast hjá Fannari sem átti fínan leik.

Alfreð fer á hægri kantinn og Arnar upp á topp.
77. mín
Arnar á skalla að marki eftir flotta sendingu Alfreðs, en beint á Ögmund.

Allt Víkingur núna!
82. mín
Þriðja horn heimamanna á stuttum tíma.

Það liggur eitthvað í loftinu hér, held við förum ekki í framlengingu.
83. mín
Inn:Brynjar Kristmundsson (Víkingur Ó.) Út:Arnar Már Björgvinsson (Víkingur Ó.)
Brynjar fer beint að taka horn...sem ekkert kemur úr.

Brynjar er á vinstri kantinum og Gummi Magg kominn í senterinn.
86. mín
Mikið róast yfir leiknum, nú virðist hvorugt liðið þora að sækja af krafti.
88. mín
Frábær markvarsla hjá Ögmundi!

Gummi Magg með hörkuskalla eftir horn Brynjars sem Ögmundur slær yfir í annað horn. Blaðamannavarsla og við minnumst auðvitað á hana!

Seinna hornið endar í höndum Ögmundar.
90. mín
Kominn uppbótin, spái þremur mínútum.
90. mín
+2

Lennon búinn að liggja um stund, þetta verður lengra en þrjár...
90. mín
+4

Horn heimamanna...
90. mín
+4

Gunnar Jarl flautar af.

Við fáum framlengingu. Steindauður fyrri hálfleikur en fjörugur seinni.
91. mín
Byrjaðir aftur, Fram vann aftur hlutkestið og valdi eins.
93. mín
Liðin aftur farin að þreifa hvort á öðru...
95. mín
Björn Pálsson með skot rétt framhjá utan teigsins.
96. mín
Inn:Jón Gunnar Eysteinsson (Fram) Út:Samuel Hewson (Fram)
Þar með eru allar skiptingar að baki...
98. mín
Hólmbert var ekki glaður með Insa þarna, lá í vellinum og vildi meina að hann hafi fengið olnbogaskot.

Flautuleikarinn leysir öll vandamál hér í kvöld...engin spjöld á loft.
100. mín Gult spjald: Jordan Halsman (Fram)
Svakaleg tækling á Alfreð.

Alveg appelsínugul þessi...
103. mín
Blæðir úr Jóni Gunnari sem þarf að fara af velli og fá aðhlynningu.
104. mín
Jón Gunnar kemur inná með túrban...norfirskur nagli.
105. mín
Hálfleikur í framlengingu.

Ekkert færi hér, liðin virka þreytt. En í þreytunni felast oft stór mistök....
106. mín
Í gang aftur, 15 mínútur til að skora...annars í vító.
107. mín
Rangstöðumark!

Aukaspyrna frá Lennon og Farid Zato skallaði í eigið net undir pressu frá Hólmbert sem var dæmdur rangstæður.
108. mín
Farid Zato með skot utan af velli og framhjá...örugglega innblásinn af því að hafa sloppið við sjálfsmarkið!
110. mín
Frammarar grimmari en án þess að skapa sér færi.
111. mín
Loksins fengum við "Víkingshornspyrnuna"!

Gummi Magg hljóp yfir boltann og Eldar fékk skotfæri. Fór yfir en það velgir manni að sjá þessa útfærslu sem hefur skilað ófáum mörkum hér í gegnum tíðina.
112. mín
Alfreð spinnur sig framhjá vinstri bakverði Frammara og sendir fast inní markteiginn þar sem Brynjar rétt missir af honum.
116. mín
Halsman með skot úr aukaspyrnu sem Einar grípur.
118. mín
Stöngin útaf!

Farid Zato með svakalegt skot af þrjátíu metrum í stöngina út...þarna sluppu Frammarar með skrekk.
119. mín
Gummi Magg með hörkuskot, Halldór kastar sér fyrir og bjargar í horn.
120. mín
Síðasta mínútan.

Frammarar eiga útspark, Gummi Magg liggur og virðist meiddur á ökkla.
120. mín
VÍTAKEPPNI STAÐREYND!!!
120. mín
Tveir flottir markmenn.

Virkilega flott veður og aldrei leiðinlegt að fá vító.

120. mín
Vítin verða tekin og markmennirnir með sólina í andlitið...gleður ekki gamlan markmann.

Frammarar eiga fyrstu spyrnu.
120. mín Mark úr víti!
Steven Lennon (Fram)
Einar snerti þennan!
120. mín Misnotað víti!
Damir Muminovic (Víkingur Ó.)
Á mitt markið en Ögmundur las þetta!
120. mín MARK!
Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram)
Þrjú skref og setti Einar í vitlaust horn.
120. mín Mark úr víti!
Brynjar Kristmundsson (Víkingur Ó.)
Verjann ekki þarna, sláin inn!
120. mín Misnotað víti!
Haukur Baldvinsson (Fram)
Vítabaninn Einar mættur.
120. mín Mark úr víti!
Guðmundur Magnússon (Víkingur Ó.)
Á mitt markið, Ögmundur farinn.
120. mín Mark úr víti!
Jordan Halsman (Fram)
Öruggt, Einar í vitlaust horn.
120. mín Mark úr víti!
Emir Dokara (Víkingur Ó.)
Öruggt, sama horn og Halsman.

Bráðabani.
120. mín Mark úr víti!
Bjarni Hólm Aðalsteinsson (Fram)
Einar missti þennan í sólina held ég...
120. mín Mark úr víti!
Insa Bohigues Fransisco (Víkingur Ó.)
Svalt víti...
120. mín Mark úr víti!
Alan Lowing (Fram)
Öruggt...
120. mín Misnotað víti!
Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
Framhjá...

Frammarar komnir í 8 liða úrslit...
120. mín
Sárgrætilegt fyrir heimamenn...mikil byrði lagðar á ungar herðar Alfreðs sem átti frábæra innkomu.

Bikardraumur Víkings úr sögunni en Frammararnir komnir í 8 liða úrslit.
120. mín
Umfjöllun og viðtöl innan skamms...
Leik lokið!
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
Halldór Hermann Jónsson
11. Almarr Ormarsson ('64)
14. Halldór Arnarsson
28. Bjarni Hólm Aðalsteinsson

Varamenn:
1. Denis Cardaklija (m)
8. Aron Þórður Albertsson
9. Haukur Baldvinsson ('59)
13. Viktor Bjarki Arnarsson ('64)
23. Benedikt Októ Bjarnason

Liðsstjórn:
Daði Guðmundsson

Gul spjöld:
Jordan Halsman ('100)

Rauð spjöld: