Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fjölnir
2
1
Völsungur
Bergsveinn Ólafsson '52 1-0
1-1 Vladica Djordjevic '54
Haukur Lárusson '89 2-1
22.06.2013  -  16:00
Fjölnisvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Völlurinn góður og skínandi sól, þó skýjað.
Dómari: Jan Eric Jessen
Áhorfendur: Um 150.
Maður leiksins: Bergsveinn Ólafsson
Byrjunarlið:
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
3. Illugi Þór Gunnarsson
10. Aron Sigurðarson
15. Haukur Lárusson
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson

Varamenn:
9. Bjarni Gunnarsson ('45)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Illugi Þór Gunnarsson ('44)
Kolbeinn Kristinsson ('25)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Já góðan daginn, hér mun fara fram bein textalýsing frá leik Fjölnis og Völsungs í 7. umferð 1. deildar á þessum sólríka laugardegi.
Fyrir leik
Fjölnismenn gera tvær breytingar á liði sínu frá 1-0 sigri sínum gegn Tindastóli í síðustu umferð. Ásgeir Aron Ásgeirsson er meiddur en Árni Kristinn Gunnarsson tekur út leikbann og sæti þeirra taka Aron Sigurðarson og Kolbeinn Kristinsson.
Fyrir leik
Völsungar gera hins vegar fjórar breytingar á sínu liði. Markvörðurinn Sveinbjörn Ingi Grímsson, Ásgeir Sigurgeirsson og Sveinbjörn Már Steingrímsson detta út í stað Dejan Pesic, Halldórs Fannars Júlíussonar og Sindra Ingólfssonar.
Fyrir leik
Dregið hefur fyrir sólu, vonandi tímabundið. Í sömu andrá halda liðin og dómarar út á völlinn og ná góðum 35 mínútum af toppupphitun.
Fyrir leik
Þórður Ingason, varamarkvörður Fjölnismanna í dag, mætti langfyrstur út á völl og er búinn að reyna við sláarskot í rúmt korter. Enn hefur ekki gengið hjá honum að hitta slánna.
Fyrir leik
Nýliðar Völsungs eru fyrir leik neðstir í deildinni með einungis 2 stig eftir 6 leiki. Fjölnismenn eru hins vegar í 7. sæti með 7 stig eftir þessa fyrstu 6 leiki. Þeir hafa sýnt ágætis takta á köflum en hafa átt erfitt með að ná stöðugleika í sinn leik.
Fyrir leik
Þá eru liðin haldin til búningsherbergja. Dragan Stojanovic og Ágúst Þór Gylfason koma mönnum sínum vonandi í góðan gír.
Fyrir leik
Þetta er fyrsti leikurinn sem að Jan Eric Jessen dæmir frá eftirminnilegum leik Þróttar og Leiknis þann 6. júní síðastliðinn þar sem níu gul spjöld og eitt rautt voru gefin Þrótturum.
Fyrir leik
Fyrir leik mun vera 1. mínútu þögn vegna fráfalls Ólafs Rafnssonar, forseta ÍSÍ.
Fyrir leik
Leikmenn halda inn á völlinn. Sem stendur eru fleiri manns á skýrslu en í stúkunni.
1. mín
Fjölnir hefur leik!
5. mín
Aron Sigurðarson með ágætis takta en skot hans fer af varnarmanni og afturfyrir.
7. mín
Guðmundur Pétursson búinn að eiga tvær misheppnaðar sendingar í góðum stöðum í uppbyggingu sókna Fjölnis. Vonandi nær hann að snúa þessu við.
12. mín
Þetta fer nokkuð rólega af stað. Fjölnismenn halda boltanum betur eins og við var að búast. Færin hafa þó staðið á sér.
15. mín
Illugi á skot úr aukaspyrnu, framhjá fer boltinn.
17. mín
Marko Blagojevic tekur markspyrnur Völsungs í dag en Dejan Pesic er að stíga upp úr meiðslum.
24. mín
Fyrsta færi leiksins lítur dagsins ljós. Kolbeinn Kristinsson á góða fyrirgjöf frá hægri á fjærstöngina, Guðmundur Pétursson skallar boltann þaðan fyrir markið og hársbreidd munar um að Ómar Hákonarson nái að pota boltanum í autt markið.
25. mín Gult spjald: Kolbeinn Kristinsson (Fjölnir)
Fyrir að trufla aukaspyrnu.
29. mín
Völsungar eru að komast betur inn í leikinn. Þeir ná þó ekki að skapa sér færi frekar en Fjölnismenn.
32. mín
Hafþór Mar sleppur í gegnum vörn Fjölnismanna en skýtur slöku skoti fyrir utan teig beint á Steinar í markinu. Þarna hefði hann getað farið miklu nær. Slök ákvörðun.
33. mín
Hilmar Þór á fína fyrirgjöf frá vinstri á fjærstöngina þar étur Guðmundur Pétursson Dejan Pesic, markmann Völsunga, í loftinu en skalli hans hafnar í slánni.
34. mín
Það virðist loksins sem fjör sé að færast í þetta. Hærra tempo og meiri ákefð.
40. mín
Völsungar vildu fá vítaspyrnu er hrint var í bakið á Hafþóri Mar eftir fast leikatriði. Vafasamt atvik sem hefði getað farið í báðar áttir.
44. mín Gult spjald: Illugi Þór Gunnarsson (Fjölnir)
45. mín
Inn:Bjarni Gunnarsson (Fjölnir) Út:Ómar Hákonarson (Fjölnir)
Ómar fer meiddur af velli. Leit út fyrir að vera ökklinn á honum.
45. mín
Hálfleikur! - Vægast sagt tilþrifalitlum 45 mínútum af knattspyrnu lokið.
46. mín
Þá hefja Húsvíkingar síðari hálfleikinn!
47. mín
Vladisa Dodevic á skalla í stöng úr góðu færi. Góð sókn hjá Völsungum, seinni hálfleikurinn byrjar vel.
48. mín
Völsungar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað í kjölfarið. Marko Blagojevic skýtur úr henni föstu skoti í markmannshornið en Stinar ver vel í horn.
49. mín Gult spjald: Guðmundur Óli Steingrímsson (Völsungur)
52. mín MARK!
Bergsveinn Ólafsson (Fjölnir)
Stoðsending: Ágúst Örn Arnarson
Frábær vinstri fótar sending frá hægri á fjærstöngina í kjölfar stuttar hornspyrnu. Fínn skalli.
54. mín MARK!
Vladica Djordjevic (Völsungur)
Það er allt að verða vitlaust hér í Grafarvoginum. Arnþór Hermannsson hafði klúðrað dauðafæri í millitíðinni. Dordevic datt í gegn upp úr þurru. Vippaði skoppandi bolta skemmtilega innanfótar yfir Steinar í markinu.
59. mín
Arnþór Hermannsson kemst í ágætis færi. Varnarmenn Fjölnis komast fyrir skot hans.
66. mín
Þetta hefur aðeins róast niður eftir mörkin tvö. Leikurinn að vissu leyti kominn í sama miðjumoðið.
70. mín Gult spjald: Hafþór Mar Aðalgeirsson (Völsungur)
72. mín
Gunnar Sigurður Jósteinsson í góðu færi eftir klaps í teignum í kjölfar fasts leikatriðis. Steinar ver vel í markinu.
74. mín Gult spjald: Péter Odrobéna (Völsungur)
76. mín
Inn:Pétur Ásbjörn Sæmundsson (Völsungur) Út:Arnþór Hermannsson (Völsungur)
76. mín
Inn:Júlíus Orri Óskarsson (Fjölnir) Út:Guðmundur Pétursson (Fjölnir)
76. mín
Inn:Atli Már Þorbergsson (Fjölnir) Út:Kolbeinn Kristinsson (Fjölnir)
80. mín
Fjölnismenn hafa stýrt þessu meira og minna í síðari hálfleik. Skyndisóknir Völsunga hafa ekki verið nægilega góðar, rétt eins og sóknir Fjölnismanna. Þessi leikur hefur ekki verið gæðamikill.
81. mín
Rosalegt samstuð milli Steinars, markvarðar Fjölnis og Peter Odrobena, miðjumanns Völsungs í kjölfar aukaspyrnu. Þeir steinliggja báðir.
83. mín
Jan Eric dæmdi aukaspyrnu á Odrobena. Þó virtist sem Peter hefði náð í boltann á undan og hefði þar með átt að dæma víti. Spurning hvað hefði átt að gera.
84. mín
Peter Odrobena er líklega á leið útaf og er staðinn upp. Steinar er borinn útaf í þessum töluðu orðum. Fjölnismenn eru búnir með breytingarnar sínar sem gerir að verkum ap Bergsveinn Ólafsson fer í rammann og Fjölnir verður einum færri út leikinn.
85. mín
Inn:Ásgeir Sigurgeirsson (Völsungur) Út:Péter Odrobéna (Völsungur)
Peter fer útaf af augljósum aðstæðum.
86. mín
Bergsveinn ver vel stuttu eftir að hann kom í rammann. Skotið frá Hafþóri Mar.
87. mín
Bergsveinn kýlir boltann frá eftir fast leikatriði. Hann byrjar vel í rammanum.
89. mín MARK!
Haukur Lárusson (Fjölnir)
Stoðsending: Aron Sigurðarson
Frábært skallamark frá Hauki eftir fyrirgjöf frá Aroni Sigurðssyni. Falleg sókn 10 Fjölnismanna.
90. mín
Við skulum ekki gleyma því að a.m.k. 6 mínútur verða í uppbótartíma.
90. mín
Júlíus Orri klúðrar sannkölluðu dauðafæri, labbaði í gegnum slaka vörn Völsungs en skot hans frá markteig beint á Dejan Pesic.
Leik lokið!
Seigla í Fjölnismönnum að landa þremur stigum manni færri.
Byrjunarlið:
1. Dejan Pesic (m)
Gunnar Sigurður Jósteinsson
Arnþór Hermannsson ('76)
2. Hafþór Mar Aðalgeirsson
4. Halldór Fannar Júíusson
4. Halldór Orri Hjaltason
5. Marko Blagojevic
7. Guðmundur Óli Steingrímsson
9. Péter Odrobéna ('85)
11. Vladica Djordjevic
19. Sindri Ingólfsson

Varamenn:
30. Sveinbjörn Ingi Grímsson (m)
7. Hrannar Björn Steingrímsson
8. Pétur Ásbjörn Sæmundsson ('76)
8. Eyþór Traustason
14. Halldór Kárason
22. Ásgeir Sigurgeirsson ('85)

Liðsstjórn:
Ármann Örn Gunnlaugsson

Gul spjöld:
Péter Odrobéna ('74)
Hafþór Mar Aðalgeirsson ('70)
Guðmundur Óli Steingrímsson ('49)

Rauð spjöld: