Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
KR
2
1
Víkingur Ó.
0-1 Alfreð Már Hjaltalín '4
Gary Martin '68 , víti 1-1
Óskar Örn Hauksson '73 2-1
23.06.2013  -  19:15
KR-völlur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Völlurinn flottur og stillt veður
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 1655
Maður leiksins: Insa Francisco (Víkingur Ólafsvík)
Byrjunarlið:
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Baldur Sigurðsson
8. Jónas Guðni Sævarsson
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson ('82)

Varamenn:
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('82)
9. Kjartan Henry Finnbogason ('70)
11. Emil Atlason
18. Aron Bjarki Jósepsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Atli Sigurjónsson ('77)
Brynjar Björn Gunnarsson ('58)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góða kvöldið. Hér verður bein textalýsing frá leik KR og Víkings frá Ólafsvík í 8. umferð Pepsi-deildar karla.

Gengi liðanna hefur verið afar ólíkt í sumar. KR er taplaust á toppi deildarinnar á meðan Víkingur er án sigurs á botninum.
Fyrir leik
Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, byrjar á bekknum í dag. Bjarni hefur verið að glíma við meiðsli en hann var hvíldur gegn Leikni R. í vikunni.

Hjá Víkingi Ólafsvík er Tomasz Luba fjarverandi en fyrirliðinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson er mættur á bekkinn eftir meiðsli.
Fyrir leik
Steinar Már Ragnarsson byrjar hjá Víkingi Ólafsvík í dag en tvíburabróðir hans Þorsteinn Már er á bekknum hjá KR.
Fyrir leik
Pétur Pétursson stýrir liði KR í dag í fjarveru Rúnar Kristinssonar sem er á þjálfaranámskeiði í Tyrklandi.
Fyrir leik
Tómas Ingi Tómasson spáir stórsigri KR í kvöld.

KR 6 - 0 Víkingur Ólafsvík
Flóðgáttir opnast í Vesturbænum. KR-ingar eru í þrumuham en Víkingar eru í erfiðleikum, sérstaklega á útivelli.
Fyrir leik
Sólin er byrjuð að kíkja á fólk í Vesturbænum og áhorfendur eru farnir að láta sjá sig í stúkunni. Allir á völlinn!
Fyrir leik
Emir Dokara, varnarmaður Víkings Ólafsvíkur, fékk blóðnasir eftir samstuð í upphitun. Búinn að nota vesti til að þurrka blóðið og heldur áfram upphituninni, lætur þetta ekki stoppa sig.
Fyrir leik
Gunnar á völlum er mættur í stúkuna að styðja sína menn í Víkingi. Hann heilsar Kristni Kjærnested formanni KR með kossi. Kiddi er í stúkunni í dag en ekki á svölunum líkt og oft áður.
Fyrir leik
Fyrir leik er mínútu þögn til að minnast Ólafs Rafnssonar forseta ÍSÍ.
Fyrir leik
Leikurinn er hafinn.
4. mín MARK!
Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Steinar Már Ragnarsson
Steinar Már Ragnarsson á skot eftir hornspyrnu sem hefur viðkomu í Alfreð á leið sinni í netið.
Haraldur Hróðmarsson:
Þurfti þá ekki lélegasta lið deildarinnar að skora á landsliðsmarkvörðinn á erfiðasta útivellinum hjá besta liðinu #stuðullinnáþað
10. mín
KR-ingar ætla að svara strax fyrir sig. Hörkusókn sem endar á stangsrskoti hjá Óskari Erni.
11. mín
Brynjar Björn með þrumuskot sem fer í höfuðið á Insa í vörn Ólafsvíkinga. Þarna bjargaði Spánverjinn líklega marki, þessi hefði steinlegið.
19. mín Gult spjald: Insa Bohigues Fransisco (Víkingur Ó.)
Flott spil hjá KR og Insa hleypur fyrir Baldur Sigurðsson þegar hann er í þríhyrningsspili. Aukaspyrna rétt við vítateigslínuna og gult spjald.
20. mín
Atli Sigurjónsson tekur aukaspyrnuna en skot hans fer beint á Einar í markinu.
29. mín
Brynjar Björn Gunnarsson með sjö snúninga út við hornfána áður en hann tapar boltanum. KR-ingar ná þó að bjarga á endanum.
31. mín
Ólafsvíkingar eru hæstánægðir með stöðuna. Þeir eru að koma öllum í opna skjöldu í augnablikinu. KR-ingum gengur illa að brjóta þá á bak aftur og spilamennska toppliðsins er allt annað en sannfærandi.
41. mín
,,Koma KR-ingar, syngið aðeins," öskar Gunnar á völlum úr stúkunni hjá Ólafsvíkingum. Stemningin er öll hjá Ólsurum sem hafa látið vel í sér heyra í dag.
45. mín
Víkingur er 1-0 yfir í hálfleik, ná þeir í sinn fyrsta sigur í efstu deild á KR-velli í dag? Það kemur í ljós í síðari hálfleik en KR-ingar þurfa að bæta leik sinn ef þeir ætla að fá einhver stig í dag.
45. mín
,,Fallbyssufóður" syngja Gunnar á völlum og félagar hans. Þeir skemmta sér vel enda 1-0 yfir.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn. Óbreytt liðsskipan, Pétur Pétursson gerir ekki breytingar strax hjá KR.
Óskar Guðjón Óskarsson:
hvernig er það,,,a Gary martin bara að spila alla leiki þrátt fyrir að geta ekki rassgat ?!?! #fotbolti
50. mín
Gary Martin í dauðafæri en Einar Hjörleifsson ver vel.
58. mín Gult spjald: Brynjar Björn Gunnarsson (KR)
Brýtur á Birni Pálssyni. Hárréttur dómur.
Sturlaugur Haraldsson:
Inná með Heilagan Henry #KHF10
Daníel Rúnarsson:
KR ekki átt verri leik á þessari öld
67. mín
KR fær vítaspyrnu! Farid Zato brýtur á Brynjari Birni. Gary Martin fer á punktinn.
68. mín Mark úr víti!
Gary Martin (KR)
Stoðsending: Brynjar Björn Gunnarsson
Gary skorar á ótrúlegan hátt úr vítaspyrnu. Einar ver þrumuskot hans en boltinn snýst síðan inn í markið, ótrúlegt!
70. mín
Inn:Kjartan Henry Finnbogason (KR) Út:Gary Martin (KR)
72. mín
KR-ingar pressa og Kjartan Henry á lúmskan skalla sem Einar slær í horn.
73. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Pressa KR-inga skilar öðru marki. Eftir hornspyrnuna endar boltinn hjá Óskari Erni utarlega í teignum. Hann þakkar fyrir sig með því að skora með þrumuskoti í slána og inn, virkilega vel gert.
77. mín Gult spjald: Atli Sigurjónsson (KR)
82. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
Þorsteinn kemur inn á gegn gömlu félögunum. Mætir tvíburabróður sínum Steinari Má.
85. mín
Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðardómari flaggar aukaspyrnu á Kjartan Henry eftir baráttu hans við Damir Muminovic. ,,Ertu að hlusta á þá?" spyr Kjartan Henry aðstoðardómarann og bendir á stuðningsmenn Ólafsvíkur.
86. mín Gult spjald: Emir Dokara (Víkingur Ó.)
Kastar boltanum í jörðina. Kjánalegt.
90. mín
Jónas Guðni með skot fyrir utan teig en Einar grípur boltann auðveldlega.
Leik lokið!
Leik lokið með 2-1 sigri KR. Alls ekki sannfærandi spilamennska hjá Vesturbæingum en stigin telja jafnmikið. Ólafsvíkingar börðust vel allan leikinn og áttu líklega meira skilið. Nánari umfjöllun hér á Fótbolta.net síðar í kvöld.
Byrjunarlið:
1. Einar Hjörleifsson (m)
Brynjar Kristmundsson
Alfreð Már Hjaltalín
4. Damir Muminovic
5. Björn Pálsson
9. Guðmundur Magnússon
10. Steinar Már Ragnarsson
13. Emir Dokara
15. Farid Zato
20. Eldar Masic
25. Insa Bohigues Fransisco

Varamenn:
30. Kaspars Ikstens (m)
9. Guðmundur Steinn Hafsteinsson
11. Eyþór Helgi Birgisson
21. Fannar Hilmarsson
22. Vignir Snær Stefánsson
23. Anton Jónas Illugason

Liðsstjórn:
Kristinn Magnús Pétursson

Gul spjöld:
Emir Dokara ('86)
Insa Bohigues Fransisco ('19)

Rauð spjöld: