Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Stjarnan
2
1
FH
Halldór Orri Björnsson '25 1-0
1-1 Atli Guðnason '89
Gunnar Örn Jónsson '94 2-1
11.07.2013  -  20:00
Samsungvöllurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Ágætar. Skýjað og smávegis vindur
Dómari: Kristin Jakobsson
Áhorfendur: 1383
Byrjunarlið:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
4. Jóhann Laxdal
7. Atli Jóhannsson
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
27. Garðar Jóhannsson ('61)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
14. Hörður Árnason
21. Snorri Páll Blöndal

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með ótrúlegum sigri Stjörnunnar sem skoraði í uppbótartíma. Ótrúlegt alveg hreint. Umfjöllun og viðtöl koma inn á síðuna innan skamms.
94. mín MARK!
Gunnar Örn Jónsson (Stjarnan)
ÞETTA ER ÓTRÚLEGT!!!!!

Gunnar Örn Jónsson sem er nýkominn inn á fer langleiðina með að tryggja Stjörnunni sigur. Ótrúlegar lokamínútur!!!
93. mín
Lokamínúturnar svo sannarlega fjörugar hér og þar eru FH-ingar í fararbroddi og hafa verið nálægt því að sækja öll þrjú stigin.
89. mín MARK!
Atli Guðnason (FH)
Stoðsending: Albert Brynjar Ingason
FH jafnaði á 89 mínútu og það var enginn annar en Atli Guðna sem gerði það. En því miður vegna tæknilegra öðruleika náðum við ekki að koma með það hér inn um leið og það gerðist.
81. mín
Inn:Gunnar Örn Jónsson (Stjarnan) Út:Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
79. mín
Stjörnumenn liggja aftarlega og FH sækja stíft en ná ekki að finna almennilega glufur á vörn Stjörnumanna.
76. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Kristján Gauti Emilsson (FH)
Síðasta skipting FH í leiknum. Kristján Gauti fer af velli og markamaskínan Atli Viðar kemur í hans stað.
72. mín
Tæpar 20 mínútur eftir og þá er viðbúið að liðin setji smá fútt í þetta til þess að sigra og eða í það minnsta ná stigi.
67. mín
Kristján Gauti lá hér eftir á vellinum og fékk aðhlynningu og gengur svo af velli en gerir sig tilbúinn til þess að koma aftur inn á.
61. mín
Inn:Tryggvi Sveinn Bjarnason (Stjarnan) Út:Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
61. mín
Inn:Ingimundur Níels Óskarsson (FH) Út:Ólafur Páll Snorrason (FH)
60. mín
Atli Guðnason með lúmskt skot úr þröngu færi í markteignum en Arnar varði vel.
58. mín
Þarna var Albert Brynjar virkilega nálægt því að skapa sér stórhættulegt færi með því að komast einn á móti Arnari Darra, en Arnar var snöggur út á móti boltanum og rétt náði til hans á undan Alberti.
56. mín
Atli Guðna með fyrirgjöf þar sem Kristján Gauti náði að skalla boltann en hann fór framhjá markinu. FH er ekki að finna taktinn nú í seinni hálfleik. Stjörnumenn eru sterkari og grimmari í sínum aðgerðum.
52. mín
Flott sókn hjá Stjörnumönnum. Garðar sendi boltann inn í teignum en Jón Ragnar kom löppinni í boltann sem fór rétt framhjá, mátti litlu muna að þarna yrði sjálfsmark.
49. mín
Veigar Páll með fínt skot að marki FH en yfir. Stjörnumenn byrja af krafti og ætla sér greinilega að bæta við.
47. mín
Kenny Chopart með hreint ágætis skot tilraun utan af velli en rétt yfir.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn.
45. mín
Það er kominn hálfleikur og virkilega vel fjörugur leikur fram að þessu. Þetta er alls ekkert búið, það er nokkuð ljóst!
45. mín
Halldór Orri með skot rétt fyrir utan teig FH en Róbert varði naumlega boltann yfir. Einhverjum mínútum bætt við sökum tafa.
45. mín
Halldór Orri með snilldar sendingu á Chopart sem náði góðu skoti á mark FH en Róbert varði vel í horn.
43. mín
Inn:Albert Brynjar Ingason (FH) Út:Dominic Furness (FH)
Dominic Furness lenti í samstuði við Stjörnumann hér áðan og er ófær um að halda áfram og því er Albert Brynjar mættur í hans stað.
42. mín
Ekki mikið svosem að gerast ákkúrat þessa stundina. Leikurinn er opinn og fjörugur en vantar færin.
33. mín
Það er (staðfest)öll íslensku liðin sem kepptu í Evrópukeppni í dag eru komin áfram. Til hamingju með það.
30. mín
FH voru fram að markinu búnir að vera örlítið sterkari og því kom markið svoldið gegn gangi leiksins. En það er ekki spurt að því og Stjörnumenn hafa eflst enn frekar eftir markið.
25. mín MARK!
Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Stoðsending: Atli Jóhannsson
Frábærlega vel gert hjá Halldóri Orra eftir að hafa fengið góða sendingu frá Atla Jóh. Halldór Orri braust fram með mikilli harðfylgi og komst framhjá varnarmönnum FH með því að vippa boltanum einhvernveginn og setti boltann svo laglega fram hjá Róberti í markinu.
20. mín
Emil Pálsson með stórkostlegt skot eftir sendingu frá Sam Tillen en Arnar Darri varði meistaralega!

Þetta er hættulegasta færi leiksins fram að þessu en Emil var inn í teignum eiginlega beint á móti marki Stjörnunnar en Arnar varði hrikalega vel.
15. mín
Jóhann Laxdal með frábæra fyrirgjöf þar sem Atli Jóh skallaði boltann sem fór af varnarmanni og útaf. Virkilega vel gert og hættulegt færi.
9. mín
FH byrjar leikinn af meiri krafti og eru líklegri þessar fyrstu mínútur allavegana.
6. mín
Atli Guðnasyni með frábæra sendingu inn í teig Stjörnunnar þar sem Ólafur Páll var hársbreidd frá því að koma löppinni í boltann.

Flott sókn hjá FH-ingum.
5. mín
Leikurinn hefst á háu tempói og er bara gaman að því. Silfurskeiðin er einnig á háu tempói og syngur hér og trallar. Gaman að þessu.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Hrikalega sem þetta verður skemmtilegur leikur vonandi!
Fyrir leik
Leikurinn er að hefjast eftir nokkrar mínútur. En mér finnst við hæfi að óska þeim íslensku liðum sem voru að keppa í Evrópukeppnum í dag til hamingju en líkur eru á að öll liðin séu komin áfram. Blikar og Eyjamenn eru komin áfram, Blikar með því að ná öruggum sigri hér heima og síðan jafntefli í dag og Eyjamenn með sigri á lokamínútunum í Færeyjum. KR er svo að sigra 0 - 2 í Norður Írlandi þegar 20 mínútur eru eftir þegar þetta er ritað.

Flottur árangur hjá íslensku liðunum þetta árið.
Fyrir leik
Stjörnumenn eru höfðingjar heim að sækja eins og alltaf og er aðstaða fyrir blaðamenn til fyrirmyndar. Eiga þeir mikið hrós skilið.
Fyrir leik
Bæði lið þurfa á sigri að halda í kvöld ef þau ætla sér að halda sér í toppbaráttunni. FH er í öðru sæti deildarinnar með 23 stig en Stjarnan er í því þriðja með 20 stig.
Fyrir leik
Ingvar Jónsson markmaður Stjörnunar er í banni eftir að hafa hlotið rautt í bikarleiknum á dögunum. Arnar Darri er því í marki Stjörnunnar í kvöld.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá Samsung vellinum í Garðabæ það sem stórleikur fer fram í Pepsí deild karla er heimaliðið í Stjörnunni tekur á móti Íslandsmeisturunm í FH.

Leikurinn hefst kl. 20:00 og fram að því mun ég koma kannski með skemmtilegan fróðleik ef hann er að finna einhverstaðar.
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Ólafur Páll Snorrason ('61)
4. Pétur Viðarsson
4. Sam Tillen
8. Emil Pálsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Atli Guðnason
13. Kristján Gauti Emilsson ('76)
16. Jón Ragnar Jónsson

Varamenn:
7. Ingimundur Níels Óskarsson ('61)
14. Albert Brynjar Ingason ('43)
17. Atli Viðar Björnsson ('76)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson

Liðsstjórn:
Daði Lárusson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: