Keflavík
1
2
Breiðablik
Elías Már Ómarsson
'51
1-0
1-1
Guðjón Pétur Lýðsson
'66
1-2
Andri Rafn Yeoman
'77
14.07.2013 - 16:00
Nettó-völlurinn
Pepsi-deild karla
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Nettó-völlurinn
Pepsi-deild karla
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Byrjunarlið:
12. Bergsteinn Magnússon (m)
Haraldur Freyr Guðmundsson
Jóhann Birnir Guðmundsson
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
11. Bojan Stefán Ljubicic
('79)
20. Magnús Þórir Matthíasson
25. Frans Elvarsson (f)
Varamenn:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
6. Einar Orri Einarsson
10. Hörður Sveinsson
('76)
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Jóhann Birnir Guðmundsson ('77)
Magnús Þórir Matthíasson ('69)
Grétar Atli Grétarsson ('15)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Veriði sæl og blessuð og verið velkominn í þessa beina textalýsingu frá Keflavík þar sem Breiðablik er í heimsókn. Leikurinn hefst klukkan 16:00.
Eftir nokkrar mínútur birtast byrjunarliðin hér sitthvoru meginn við textann.
Eftir nokkrar mínútur birtast byrjunarliðin hér sitthvoru meginn við textann.
Fyrir leik
Veðrið hér í Keflavík er ágætt. Á vegi mínum á völlinn voru menn í Batman-búninginn og því alveg klárt að Keflvíkingar eru klárir í slaginn.
Fyrir leik
Keflvíkingar gera fjórar breytingar á sínu liði frá síðasta leik í deildinni, 3-0 tapi, á heimavelli gegn Þór. David Preece er farinn frá félaginu og Bergsteinn Magnússon tekur stöðu hans í markinu. Andri Fannar Freysson og Hörður Sveinsson taka sér sæti á bekknum og Halldór Kristinn er ekki með. Inn í þeirra stað koma þeir Benis Krasniqi, Elías Már Ómarsson og Grétar Atli Grétarsson.
Fyrir leik
Breiðablik gerir þrjár breytingar á sínu liði frá síðasta deildarleik sem var gegn Fram, en þá skildu liðin jöfn 1-1. Þeir Rene Troost og Ellert Hreinsson eru ekki með og Guðjón Pétur Lýðsson fær sér sæti á bekknum. Inn koma þeir Finnur Orri Margeirsson, Elfar Árni Aðalsteinsson og Tómas Óli Garðarsson.
Fyrir leik
Dómari í dag eru þeir Gunnar Jarl Jónsson og honum til aðstoðar eru þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Sebastian Stockbridge. Eftirlitsmaður er Guðmundur Sigurðsson.
Fyrir leik
Styttist í leikinn. Svaka tónlist í gangi og eftirlitsmaðurinn er mættur og gefur okkur smá umsögn um aðstoðardómarann Sebastian Stockbridge. Hann mun dæma í næst efstu deild í Englandi í vetur.
Fyrir leik
Landsliðsmarkvörðurinn og markvörður Blika, Gunnleifur Gunnleifsson, er 38 ára í dag. Óskum við honum auðvitað til hamingju með það!
Fyrir leik
Liðin labba út á völlinn á eftir dómurum leiksins og ungum knattspyrnuiðkendum úr Keflavík. Leikurinn fer senn að hefjast!
2. mín
Sverrir Ingi strax í færi, boltinn datt fyrir hann eftir darraðadans í teignum. Keflvíkingar ná þó að bjarga í horn sem ekkert kemur uppúr.
16. mín
Jóhann Birnir með hornspyrnu sem Frans Elvarsson skallaði að marki, en Gunnleifur var í engum vandræðum með þetta.
23. mín
Keflavík í smá veseni eftir hornspyrnu frá Blikum, en Bergsteinn óð út í boltann. Allt kom þó fyrir ekki og boltanum var hamrað fram af Keflvíking.
29. mín
Keflvíkingar fengu aukaspyrnu á hættulegum stað, en Arnór Ingvi tók spyrnuna sem var skelfileg.
31. mín
Flott sókn hjá Blikum! Árni Vill með sexý sendingu inn fyrir vörnina, en Nichlas Rohde kingsaði boltann það illa að hann fór aftur fyrir endamörk!
37. mín
Hér er ekkert í gangi. Blikar sem fyrr betri aðilinn, en Keflvíkingar gefa fá færi á sér.
45. mín
Breiðablik fékk aukaspyrnu á fínum stað, en Kristinn lyfti boltanum yfir markið.
45. mín
Hálfleikur. Góður dómari leiksins, Gunnar Jarl Jónsson, flautar til hálfleiks. Hrikalega leiðinlegur fyrri hálfleikur að baki.
Oddur Bauer, stuðningsmaður Keflavíkur:
Gunnar Jarl "góður dómari leiksins" @Fotboltinet ...common #bullshit #fotbolti
Gunnar Jarl "góður dómari leiksins" @Fotboltinet ...common #bullshit #fotbolti
50. mín
DAUÐAFÆRI! Frans Elvarsson með góðan bolta út í teiginn þar sem Elías Már var einn á auðum sjó en hitti ekki boltann, fékk þó boltann aftur en Blikarnir náðu að kasta sér fyrir og að lokum reyndi Arnór Ingvi en Blikarnir komust fyrir.
51. mín
MARK!
Elías Már Ómarsson (Keflavík)
ÞVÍLÍKT MARK! Elías Már fékk boltann á miðjum vallarhelmingi Blika, keyrði af vörninni og hamraði boltanum á markið og boltinn söng í samskeytunum! Frábært mark!
54. mín
Flott sókn hjá Keflavík sem endar með sendingu Bojans Stéfans inn í teiginn, þar er Arnór Ingvi en hann nær ekki að stýra boltanum nógu vel í hornið. Þarna skall hurð nærri hælum!
60. mín
Inn:Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
Út:Elvar Páll Sigurðsson (Breiðablik)
Guðjón Pétur kom inn fyrir Jökull Elísabetarson sem var afar slakur í dag.
61. mín
Blikar vilja fá hendi í teignum, en Gunnar Jarl dæmir ekkert. Fá horn sem ekkert kemur uppúr.
62. mín
Árni Vill með skrýtið skot, sem endar þó í hliðarnetinu. Bergsteinn full rólegur að mínu mati.
66. mín
MARK!
Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
Frábær fyrirgjöf frá Kristni sem Haraldur skallar úr í teiginn, þar sem Guðjón Pétur er og skorar með góðu skoti!
69. mín
Gult spjald: Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík)
Fyrir að hlaupa of snemma úr veggnum.
71. mín
Inn:Guðmundur Friðriksson (Breiðablik)
Út:Nichlas Rohde (Breiðablik)
Rohde ekki búinn að eiga góðan dag. Atli Fannar, fæddur 1995, er kominn á kantinn.
76. mín
Inn:Hörður Sveinsson (Keflavík)
Út:Elías Már Ómarsson (Keflavík)
Markaskorarinn farinn af velli.
77. mín
MARK!
Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Guðjón Pétur gaf boltann inn að markinu úr aukaspyrnu, Bergsteinn var í tómu basli, kýldi boltann út í teiginn þar sem Andri Yeoman var einn á auðum sjó og setti boltann í netið.
81. mín
Atli Fannar í dauðafæri en skýtur boltanum framhjá. Fékk boltann, lék á tvo varnarmenn, en skýtur boltanum framhjá. Skorar úr svona 96% tilvika í svona færum, en á góðum degi er hann frábær klárari.
85. mín
Sverrir Ingi átti þessa sókn frá A-Ö. Óð upp allan völlinn og sá engan sem hann get gefið á og skaut bara! Bergsteinn í smá veseni og sló boltann yfir. Hornspyrna.
86. mín
Uppúr hornspyrnunni fékk Sverrir Ingi fríasta skalla sem ég hef séð, en skallaði boltann beint í fangið á Bergstein í markinu.
89. mín
Eftir að Blikar misstu boltann illa inná miðsvæðinu, geystust Keflvíkingar upp, Jóhann Birnir fékk boltann en skot hans rétt yfir markið.
Byrjunarlið:
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Árni Vilhjálmsson
17. Elvar Páll Sigurðsson
('60)
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Kristinn Jónsson
27. Tómas Óli Garðarsson
30. Andri Rafn Yeoman
77. Þórður Steinar Hreiðarsson
Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
16. Ernir Bjarnason
26. Páll Olgeir Þorsteinsson
45. Guðjón Pétur Lýðsson
('60)
Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson
Gul spjöld:
Árni Vilhjálmsson ('40)
Rauð spjöld: