Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Breiðablik
0
0
Sturm Graz
18.07.2013  -  19:15
Kópavogsvöllur
Evrópudeildin
Aðstæður: Þungir fánarnir hreyfast ekki, völlurinn er rennandi blautur og 12°C - það er tæklingaveður
Dómari: Ognjen Valjic (Bosnía)
Áhorfendur: 1052
Byrjunarlið:
4. Damir Muminovic
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Kristinn Jónsson
27. Tómas Óli Garðarsson
30. Andri Rafn Yeoman
45. Guðjón Pétur Lýðsson
77. Þórður Steinar Hreiðarsson

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
10. Árni Vilhjálmsson
16. Ernir Bjarnason
22. Ellert Hreinsson ('78)
26. Páll Olgeir Þorsteinsson

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
DJ-inn mætti hingað 75 mínútum fyrir leik og hann er kominn með eintak af þýsku næturklúbbapoppi hér í byrjun.

Beatboxið að drepa okkur eiginlega!
Fyrir leik
Sturm menn koma frá borginni Graz í Austurríki. Liðið var stofnað 1909 en hélt sig til hlés í boltanum að mestu til 1981 þegar þeir fengu silfurverðlaun í austurrísku deildinni.

Á tíunda áratugi síðustu aldar stigu þeir næsta skref, urðu bikarmeistarar 1996 og 1998 unnu þeir austurríka titilinn í fyrsta skipti af þremur. Næsti kom 1999 og sá þriðji 2011.

Liðið rétt slapp inn í Europa League þetta tímabilið, tapaði leik í síðustu umferðinni sem þeir í raun þurftu að vinna en þar sem að aðalkeppinauturinn tapaði líka komust þeir inn.

Þeir eru að hefja leik í keppninni þetta árið - sátu yfir í 1.umferð forkeppninnar enda raðað ágætlega hátt í Evrópukeppnunum.
Fyrir leik
Austurríska deildin hefst um helgina og þá munu þeir Sturm-menn fara til Wacker og spila við FC Wacker.
Fyrir leik
Þeir hafa þó hafið leik í austurrísku bikarkeppninni, unnu gegn neðri deildarliðinu SC Team Wiener Linien, 5-0 um síðustu helgi.
Fyrir leik
Dómaratríóið kemur frá Bosníu Herzegóvínu í dag og verður fróðlegt að sjá hvernig það fer. Germanskt lið spilar við skandinavískt og með slavneskan dómara á rennblautum velli á Íslandi í töluverðum kulda.

Uppskrift að einhverju?
Fyrir leik
Tvær breytingar á liði Blikanna sem unnu í Keflavík á laugardaginn.

Jökull Ingi er ekki í hóp og Árni Vilhjálms fer á bekkinn.

Í þeirra stað koma inn í liðið Guðjón Pétur og Renee Troost.
Fyrir leik
Liðin komin á fullt að hita upp.

Graz-arar eru í varabúningum í kvöld sem eru alhvítir.

Það er vegna þess að Evrópubúningur heimamanna stangast á við aðalbúninga Sturm. Þeir eru að stæla KR og Newcastle í búningavali en svart/grænröndótti búningur Blika slær það út!
Fyrir leik
Fjórir nýir leikmenn eru í hóp Grazara frá síðasta tímabili.

Hægri bakvörðurinn Todorovski (Polonia Warsaw), miðjumaðurinn Hadzic (Ried) og framherjarnir Beric (Maribor) og Djuricin (Hertha Berlin)
Fyrir leik
Á leikjauppsetningarforriti UEFA kemur fram að Blikar spili 4-2-3-1 en hér er hvíslað að jafnvel verði um fimm manna vörn að ræða í kvöld. Sjáum til.

Allt bendir í þá átt að Sturm stilli upp í sitt hefðbundna 4-4-2 kerfi í kvöld.
Fyrir leik
Þjálfari Sturm er líka nýliði, sá heitir Darko Milanic og er slóvenskur.

Stjórnaði liði FK Maribor þar í landi, sem er eitt stærsta liðið þar.

Hann er fyrrum leikmaður Sturm, var þar mikil hetja í 5 ár og snýr nú aftur til að koma liðinu á hærri stall.

Fyrir leik
Nú er vel farið að tínast í stúkuna.

Enda stefnir í skemmtun hér í Kópavoginum krakkar!
Fyrir leik
Síðasta færsla fyrir kickoff er persónuleg fyrir lýsandann.

Varð fyrir þeirri skemmtilegu reynslu í vor að leita uppi og finna mikinn Liverpoolaðdáanda frá Suður Afríku, legendary Parkdreng og fírandi fjörugan gaur.

Þegar við Íslendingarnir löbbuðum inn á krána þar sem við hittum hann hljómaði ekkert annað úr hans barka en:

"Breiðablik, Breiðablik, Breiðablik" og svo niðrandi orð um öll önnur lið, nokkuð sem við munum ekki hafa eftir hér.

Sennilega er hægt að kenna Braga nokkrum Brynjarssyni um þessa hegðun drengsins, en þegarr farið er að hljóma stuðningur heimamanna í stúkunni sendi ég kveðja á mr. Andrew Moffat...og Braga í leiðinni.

Koma svo Breiðablik!!!
1. mín
Við erum komin af stað á Kópavogsvelli!

Blikar byrja og sparka í áttina að Smáranum.
2. mín
Blikar eru að spila 5-3-2 í kvöld.

Sverrir sópar fyrir aftan Þórð og Trost.

Kristinn er vinstri vængur og Tómas hægri.

Finnur og Guðjón eru fryri aftan í þríhyrningsmiðju með Andra fyrir framan. Rohde og Elfar uppi á topp.
4. mín
Fyrsta skotið kemur frá Sverri Ingasyni úr aukaspyrnu af 30 metrum.

Framhjá.
7. mín
Blikar liggja aftarlega á vellinum í byrjun, sem var nú alltaf líklegt.

Fyrsta skot gestanna komið, Djuricin úr teignum en beint í fang Gunnleifs.
10. mín
Sturm komast upp hægri kant en sendingin er ekki góð, mikið overlap í gangi frá bakvörðum Austurríkismannanna.
11. mín
Aukaspyrna Sturm á hættulegum stað, lítið brot þarna, Þórður í rennitæklingu sem dómarinn koksaði á!
12. mín
Skot Madl úr aukaspyrnunni er hátt yfir.
14. mín
Blikar fengið tvær aukaspyrnur frá köntunum með stuttu millibili sem hafa nýst afar illa.

Þarf að koma meira úr þeim!!!
16. mín
Vujandinovic með skalla upp úr horni, fékk nógan tíma aleinn á vítapunktinum en nýtti þetta illa, skallaði langt framhjá.
20. mín Gult spjald: Marco Djuricin (Sturm Graz)
SVAKALEG dýfa hjá sprækum framherja Graz í vítateig Blika.

Dómarinn snöggur að stoppa þessa vitleysu.
21. mín
Djuricin aftur á ferðinni, nú með skot sem Gunnleifur fær enn á ný beint á sig.

Nú eftir kröftugt overlap vinstri bakvarðarins Klem.
23. mín
Enn Djuricin, nú rangstæður eftir stungu frá Hadzic, kláraði í markið en flautið var komið.
25. mín
Blikar geta verið sáttir við frammistöðuna hingað til, gestirnir eiga erfitt með að komast á bakvið þá og í raun ekkert enn í spilunum sem þeir þurfa að svekkja sig á.
27. mín
Nærri búinn að "jinxa" þetta, Beric í dauðaskallafæri á nærstöng eftir sendingu frá hægri en hittir ekki markið.
33. mín
Blikar mjög þéttir og þröngt á milli allra lína, eru farnir að þora meira að halda boltanum þegar þeir vinna hann.

Allt á áætlun hjá Óla og félögum.
35. mín
Töluverður hópur Austurríkismanna er á pöllunum og eiga til að syngja svolítið.

Heimamenn svara þokkalega, en við værum til í meira.
38. mín
Mistök í vörn Blika endar með dauðafæri, Beric fær boltann rétt fyrir framan markteiginn en Sverrir Ingi gerir vel í því að trufla hann nægilega til þess að skotið er máttlaust og beint á Gunnleif.
42. mín
Graz að fá fimmta hornið held ég í dag...sem ekkert kemur út úr.
45. mín
Flott sókn Blika, Kristinn veður upp kantinn og sendir inní þar sm Madl skallar í horn rétt áður en Rohde nær honum.

Upp úr horninu kemur ekkert...
45. mín
HÁLFLEIKUR.

Leikskipulag Blika hefur gengið fínt hér í fyrri hálfleik í kvöld. Eru mjög þéttir og skipulagðir.

Verjast í öflugum línum sem Graz hafa ekki náð að brjóta, hættulegasta færi þeirra kom eftir misskilning í varnarleik heimamanna.

Eftir því sem á leikinn leið hafa Blikar orðið áræðnari í að halda boltanum og koma honum inn á sóknarþriðjung en hafa verið heldur fáliðaðir þar ennþá.

En ágæt fyrirheit fyrir seinni hálfleikinn fyrir Blika.

Austurrísku þjálfararnir jusu sér hressilega yfir sína menn hér á útleiðinni og eru örugglega ekki mjög sáttir.

Hins vegar hafa þeir nú verið nokkuð þolinmóðir, sem er lykilatriði þeirra liða sem fá leyfi til að stjórna ferðinni í leikjum sem þessum.
46. mín
Komin af stað aftur.
48. mín
Besta sókn Blika, sending ætluð Andra aleinum á vítapunktinum fer örfáum sentimetrum frá honum, varnarmaðurinn kiksar til baka og Gratze markmaður þarf að hreinsa í innkast.
51. mín
Áhorfendatölurnar komnar í hús, 1052 mættir.

Hefðum nú viljað sjá fleiri hingað.
55. mín
Sama upp á teningnum í síðari hálfleik og þeim fyrri. Blikar þéttir og Sturm með boltann.
57. mín
Kristinn vinnur aukaspyrnu úti á kanti vinstra megin.
57. mín
Aukaspyrna Kristins ratar á koll Sverris Inga sem á fínan skalla að marki en beint á Gratze sem ver bolann út úr teignum.
60. mín
Blikar komnir framar á völlinn. Nú ætti spilformið sem þeir hafa fram yfir gestina að koma í ljós.
64. mín
Inn:Daniel Offenbacher (Sturm Graz) Út:Andreas Hölzl (Sturm Graz)
Hrein skipting, nýr hægri kantmaður hjá gestunum.

Offenbacher spilar vanalega inni á miðjunni en hefur líka leyst stöðu hægri vængs.
69. mín
Djuricin fær fínt skallafæri eftir sending varamannsins Offenbacher.

Gulli grípur þetta.
70. mín Gult spjald: Aleksandar Todorovski (Sturm Graz)
Braut af sér og stoppaði skyndisókn.
76. mín
Djuricin er langsprækastur gestanna, vinnur sér í gott skot utan teigs en Gunnleifur leysir það létt.
77. mín
Inn:Imre Szabicz (Sturm Graz) Út:Marco Djuricin (Sturm Graz)
Hrein skipting, senter fyrir senter.
78. mín
Inn:Ellert Hreinsson (Breiðablik) Út:Nichlas Rohde (Breiðablik)
Hrein skipting, senter fyrir senter.
81. mín
Leggjum af stað í síðustu tíu hérna í Kópavoginum og rythminn í leiknum búinn að vera eins frá byrjun.

En eitthvað segir mér að heimamenn eigi inni fyrir einu marki.
85. mín
Szabics skýtur yfir af markteig eftir sókn upp hægri kantinn.

Miðjumenn Blika eru að þreytast...
86. mín
Hadzic skallar framhjá af vítapunktinum eftir að Blikar misstu boltann á miðsvæðinu.

Þreyta.is
90. mín
Uppbótin er tvær mínútur.
Leik lokið!
Leik lokið.

Verulega flott varnarframmistaða heimamanna hér í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl innan skamms...
Byrjunarlið:
1. Christian Gratze (m)
4. Aleksandar Todorovski
6. Manuel Weber
8. Andreas Hölzl ('64)
9. Marco Djuricin ('77)
10. Anel Hadzic
13. Nikola Vujandinovic
14. Florian Kainz
15. Michael Madl
23. Robert Beric
27. Christian Klem

Varamenn:
22. Johannes Focher (m)
11. Imre Szabicz ('77)
12. Milan Dudic
17. Martin Ehrenreich
20. Daniel Offenbacher ('64)
26. Tobias Kainz
28. Daniel Beichler

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Aleksandar Todorovski ('70)
Marco Djuricin ('20)

Rauð spjöld: