Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
FH
2
1
Ekranas
0-1 Arsenej Buinickij '26 , víti
Björn Daníel Sverrisson '38 1-1
Oscar Reyes '52
Atli Viðar Björnsson '92 2-1
23.07.2013  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Meistaradeild Evrópu - Forkeppni
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Ólafur Páll Snorrason
4. Pétur Viðarsson ('46)
4. Sam Tillen
8. Emil Pálsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Atli Guðnason ('88)
13. Kristján Gauti Emilsson
16. Jón Ragnar Jónsson
21. Guðmann Þórisson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('45)

Varamenn:
7. Ingimundur Níels Óskarsson ('88)
14. Albert Brynjar Ingason
17. Atli Viðar Björnsson ('46)
21. Böðvar Böðvarsson

Liðsstjórn:
Daði Lárusson

Gul spjöld:
Björn Daníel Sverrisson ('83)
Sam Tillen ('80)
Emil Pálsson ('76)
Guðmann Þórisson ('51)
Pétur Viðarsson ('26)
Ólafur Páll Snorrason ('20)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign FH og Ekranas í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

FH vann fyrri leik liðanna ytra með einu marki gegn engu og er því í góðri stöðu fyrir síðari leikinn.

Sigurvegarinn í viðureigninni mætir Austria Vín í næstu umferð í næst og þarnæstu viku.

Fari svo að FH vinni viðureignina er ljóst að þeir mæta ÍBV í Pepsi-deildina um verslunarmannahelgina, líklega á laugardeginum að því er ég kemst næst.
Fyrir leik
FH stillir svona upp í dag eins og sést að neðan. Pétur og Brynjar voru miðverðir í leiknum úti en Guðmann er orðinn heill af meiðslum og spilaði í deildinni gegn Keflavík á laugardaginn. Pétur hvíldi þá en kemur nú inn á miðjuna.

Róbert Örn
Jón Jónsson - Guðmann - Brynjar - Tillen
Pétur - Björn Daníel
Emil Pálsson
Ólafur Páll - Kristján Gauti - Atli Guðnason.
Fyrir leik
Það eru tveir frægir tónlistarmenn í hóp FH í kvöld. Jón Jónsson er að venju í byrjunarliðinu í hægri bakverði og Haukur Heiðar Hauksson söngvari Diktu. Sá er menntaður heimilslæknir og er læknir FH liðsins en í Meistaradeildinni er skylda að hafa lækni á bekknu.

Að sögn Axels Guðmundssonar fjölmiðlafulltrúa FH er Haukur Heiðar uppalinn á Álftanesi en samt FH-ingur.
Fyrir leik
Lagið ,,FHingar erum við,'' með Jóni Jónssyni hljómar nú í stúkunni meðan áhorfendur týnast inn. FH er líklega eina liðið í Meistaradeild Evrópu sem spilar lag með leikmanni í byrjunarliðinu fyrir leiki.

Annars skín sólin beint á stúkuna svo allir sem mæta fá frítt tan í kaupbæti. Munið samt eftir sólgleraugum eða derhúfum, þess gerist þörf í kvöld.
Fyrir leik
Egidijus Varnas framherji Ekranas er 37 ára gamall.
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völl. FH í venjulegum hvítum treyjum og svörtum buxum, Ekranas í alrauðum búningum.
1. mín
Leikurinn er hafinn. FH byrjar með boltann og spilar í átt að lögreglustöðinni í Hafnarfirði.
5. mín
Vaidas Slavickas með fast skot að marki sem Róbert varði í horn. Ekkert varð úr hornspyrnunni. Fram að því hafa liðin verið að þreifa fyri sér og ekkert í gangi.
10. mín
Björn Daníel lyfti boltanum inn í teiginn á Kristján Gauta sem skallaði til baka á Emil Pálsson sem var í úrvalsfæri en skaut yfir markið.
13. mín
Emil stakk boltanum inn á Atla sem skaut framhjá marki Ekranas. Þarna átti hann að gera betur.
15. mín Gult spjald: Giedrius Tomkevicius (Ekranas)
16. mín
Inn:Igors Kozlovs (Ekranas) Út:Dejan Djenic (Ekranas)
Dejan verður að fara af velli vegna meiðsla.
19. mín
Varamaðurinn Igors Kozlovs rétt missti af boltanum eftir fyrirgjöf inn í teiginn. Hefði líklega skorað ef hann hefði náð til boltans.
20. mín Gult spjald: Ólafur Páll Snorrason (FH)
Fyrir brot úti á miðjum velli.
26. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
Pétur brotlegur í teignum og dæmd vítaspyrna á FH liðið. Pétur fær áminningu.
26. mín Mark úr víti!
Arsenej Buinickij (Ekranas)
Arsenej Buinickij sendi Róbert í rangt horn og skoraði. Samanlögð staða orðin jöfn, 1-1.
29. mín
Frábær sending frá Emil upp til vinstri á Atla Guðna sem var í dauðafæri en markvörður gestanna varði í horn.
30. mín
Boltinn barst til Atla Guðna sem lúrði á fjær stönginni eftir fyrirgjöf frá vinstri. Markvörðurinn varði aftur frá honum.
37. mín
Atli Guðnason spólaði sig framhjá hverjum varnarmanninum á fætur öðrum og skaut svo að marki en markvörðurinn varði í horn. Þvílík rispa hjá Atla.
38. mín MARK!
Björn Daníel Sverrisson (FH)
Stoðsending: Guðmann Þórisson
Sam Tillen sendi inn í teiginn á Guðmann sem gaf laglega til hliðar á Björn Daníel sem skoraði. Frábært mark hjá FH.
45. mín
Inn:Freyr Bjarnason (FH) Út:Brynjar Ásgeir Guðmundsson (FH)
Brynjar væntanlega verið eitthvað meiddur.
45. mín
Kominn hálfleikur í Kaplakrika. Staðan 1-1 sem þýðir að FH fer áfram ef þetta endar svona, samanlagt 2-1.
46. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Pétur Viðarsson (FH)
FH bætir í sóknina í seinni hálfleiknum. Pétur var djúpt á miðjunni og sóknarmaðurinn Atli Viðar kemur inn. við það bakkar Emil niður um eitt skref á miðjunni og Kristján Gauti fer í holuna úr sókninni.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn.
51. mín Gult spjald: Guðmann Þórisson (FH)
Guðmann fær áminningu fyrir að kvarta yfir aukaspyrnudómi á hann. Algjör óþarfi.
52. mín Rautt spjald: Oscar Reyes (Ekranas)
Atli Guðna með frábæra stungusendingu á Atla Viðar sem var ótrúlega snöggur og var að stinga Reyes af þegar hann braut á honum og fær rautt fyrir að brjóta sem aftasti varnarmaður og stela marktækifæri af Atla um 30 metrum frá marki.
54. mín
Atli Viðar lék á varnarmann og skaut að marki en skotið slakt og beint á markvörðinn.
60. mín
Inn:Vitalijus Kavaliauskas (Ekranas) Út:Igors Kozlovs (Ekranas)
61. mín
Guðmann með skalla yfir eftir aukaspyrnu Ólafs Páls.

FH liðið geislar af miklu sjálfstrausti í leiknum í kvöld og greinilegt að mönnum líður vel á vellinum. Vonandi klára þeir þetta verkefni.
62. mín Gult spjald: Rytis Pilotas (Ekranas)
67. mín
Inn:Arnas Ribokas (Ekranas) Út:Arsenej Buinickij (Ekranas)
Síðasta skipting Ekranas í kvöld.
70. mín
Heimir Guðjónsson þjálfari FH er reiður út í sína menn eftir að Ekranas komst í skyndiupphlaup og skaut yfir markið.
74. mín
Leikmenn FH taka drykkjarpásu í hitanum í Krikanum á meðan hugað er að meiddum leikmanni Ekranas. Hitabylgjan hér á Íslandi í dag farin að láta til sín taka.
76. mín Gult spjald: Emil Pálsson (FH)
78. mín
Kristján Gauti gaf innfyrir á Atla sem var með varnarmann í sér og sótti á markið en náði ekki skoti og markvörðurin tók boltann.
80. mín Gult spjald: Sam Tillen (FH)
82. mín
Atli Viðar með skalla yfir eftir fyrirgjöf Ólafs Páls.
83. mín Gult spjald: Björn Daníel Sverrisson (FH)
86. mín
Frábær sókn FH, Björn Daníel lyfti boltanum innfyrir vörnina á Ólaf Pál sem var í dauðafæri en ákvað að gefa á Kristján Gauta sem skaut framhjá úr besta færi sem hægt er að komast í.
88. mín
Inn:Ingimundur Níels Óskarsson (FH) Út:Atli Guðnason (FH)
91. mín
Þremur mínútum bætt við og allir leikmenn Ekranas í teignum, líka markvörðurinn. Þetta er spenna.
92. mín MARK!
Atli Viðar Björnsson (FH)
Stoðsending: Róbert Örn Óskarsson
RObert greip boltann og sendi á Atla Viðar sem var einn á miðlínu og brunaði upp völlinn og skoraði í tómt mark enda markvörðurinn kominn í teiginn.
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 2-1 sigri FH, og 3-1 samanlagt. Frábær árangur hjá liðinu sem er komið áfram í keppninni og mætir Austria Vín í næstu viku.
Byrjunarlið:
12. Tadas Kauneckas (m)
13. Arsenej Buinickij ('67)
19. Egidijus Varnas
24. Dejan Djenic ('16)
25. Oscar Reyes
27. Marco Vucetic
32. Uchenna Umeh
77. Giedrius Tomkevicius
88. Rytis Pilotas
91. Vaidas Slavickas
93. Edvinas Girdvainis

Varamenn:
2. Edgaras Baranauskas
7. Vitalijus Kavaliauskas ('60)
8. Igors Kozlovs ('60) ('16)
9. Arnas Ribokas ('67)
20. Dovydas Norvilas
70. Aurimas Vertelis

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Rytis Pilotas ('62)
Giedrius Tomkevicius ('15)

Rauð spjöld:
Oscar Reyes ('52)