Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Breiðablik
3
1
ÍBV
0-1 Eiður Aron Sigurbjörnsson '4
Árni Vilhjálmsson '9 1-1
Ellert Hreinsson '20 2-1
Nichlas Rohde '70 3-1
28.07.2013  -  17:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild
Aðstæður: Völlurinn frábær og veðrið flott
Dómari: Þorvaldur Árnason
Byrjunarlið:
4. Damir Muminovic
10. Árni Vilhjálmsson ('66)
16. Ernir Bjarnason
18. Finnur Orri Margeirsson
22. Ellert Hreinsson ('66)
30. Andri Rafn Yeoman ('76)
45. Guðjón Pétur Lýðsson
77. Þórður Steinar Hreiðarsson

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('66)
17. Elvar Páll Sigurðsson
19. Kristinn Jónsson
26. Páll Olgeir Þorsteinsson

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Finnur Orri Margeirsson ('90)
Elfar Árni Aðalsteinsson ('82)
Damir Muminovic ('62)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan og blessaðan!
Hér verður bein textalýsing frá leik Breiðabliks og ÍBV í 13. umferð Pepsi-deildarinnar.

Bæði þessi lið voru á ferðinni í Evrópudeildinni í vikunni. Breiðablik vann frækinn útisigur á Sturm Graz á meðan ÍBV datt út eftir markalaust jafntefli við Rauðu Stjörnuna.
Fyrir leik
Breiðablik gerir fjórar breytingar frá því í sigrinum á Sturm Graz á fimmtudag. Elvar Páll Sigurðsson kemur inn í liðið og spilar sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni í sumar en hann var kallaður til baka úr láni frá Tindastóli í síðustu viku.

Guðjón Pétur Lýðsson, Viggó Kristjánsson og Árni Vilhjálmsson koma einnig inn í liðið.

Elfar Árni Aðalsteinsson, Kristin Jónsson, Nichlas Rohde og Tómas Óli Garðarsson detta hins vegar út.

Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, stillir upp sama byrjunarliði í dag og gegn Rauðu Stjörnunni á fimmtudag.
Fyrir leik
Elvar Páll hefur verið öflugur í liði Tindastóls í sumar en hann á tvo leiki að baki í Pepsi-deildinni árið 2010.
Fyrir leik
Kristinn Steindórsson spáir sínum gömlu félögum 2-1 sigri í dag en Kristinn er spámaður 13. umferðar.

Breiðablik 2 - 1 ÍBV
Bæði lið þreytt eftir leiki í Evrópudeildinni og blikar eru vel peppaðir eftir frábæran árangur þar. En ef ég þekki þá rétt, þá ná þeir sér niður á jörðina strax og vinna þennan leik.
Fyrir leik
Fyrstu áhorfendurnir eru að týnast í stúkuna. Heimir Hallgrímsson og Siggi Helga eru mættir og fara yfir málin.
Fyrir leik
Víðir Þorvarðarson er ekki með ,,buffið" á höfðinu í dag. Hann er búinn að setja hárið í snúð, ala Zlatan.
Fyrir leik
Heiðursgestir á leiknum eru bræðurnir Einar, Hinrik og Þórarinn Þórhalls- og Huldusynir. Þeir bræður spiluðu samtals um 450 leiki fyrir meistaraflokk Breiðabliks á árunum 1969 -1985. Einar og Hinrik spiluðu landsleiki fyrir Íslands hönd og Einar var lengi fyrirliði meistaraflokksins.
Fyrir leik
Þetta er 250. leikurinn sem Ólafur Kristjánsson þjálfari Blika stýrir liðinu í keppni.
Tómas Úlfar Meyer:
@Kópavogsvöllur - brjáluð stemming í pressbox og ég á von á flottum leik #fótbolti
1. mín
Þorvaldur er búinn að flauta til leiks.

Þórður Steinn er vinstri bakvörður hjá Blikum í stað Kristins og Viggó er hægri bakvörður.
4. mín MARK!
Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
Stoðsending: Víðir Þorvarðarson
Eiður Aron fyrirliði ÍBV skorar fyrsta markið. Víðir Þorvarðarson á frábæran sprett upp vinstri kantinn og fíflar Viggó Kristjánson. Hann sendi boltann síðan fyrir á Eið Aron sem var einn og óvaldaður og skoraði. Eiður var óvænt mættur úr vörninni inn í vítateiginn og minnti á sig með þessu marki.
9. mín MARK!
Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Stoðsending: Ernir Bjarnason
Þetta byrjar fjörlega hér í Kópavogi! Árni Vilhjálmsson jafnar með flottum skalla eftir fyrirgjöf frá Viggó. Markið kom eftir langa sókn Blika.
14. mín
Það er byrjað að hellirigna í Kópavoginum.
17. mín
Léleg sending til baka á Gunnleif og Víðir nær boltanum á undan. Víðir sparkar boltanum langt til hliðar og dettur síðan áður en hann kemur að Gunnleifi. Ekkert dæmt en einhverijr Blikar vilja meina að Víðir hafi verið með leikaraskap og eigi skilið að fá gula spjaldið.
20. mín MARK!
Ellert Hreinsson (Breiðablik)
Stoðsending: Sverrir Ingi Ingason
Blikar komast yfir. Eftir hornspyrnu skallar Sverrir Ingi boltann inn á markteiginn á Ellert sem skorar af harðfylgi.

Eyjamenn voru manni færri inn á þegar markið kom en Gunnar Þorsteinsson var utan vallar eftir að hafa fengið höfuðhögg. Gunnar er nú mættur aftur inn á.
28. mín
Guðjón Pétur Lýðsson með skot fyrir utan teig sem David James ver nokkuð auðveldlega.
29. mín
Gunnar Már tekur boltann á "kassann" eftir innkast og á skot sem Gunnleifur ver.
38. mín
Rólegt yfir leiknum þessar mínúturnar.
44. mín Gult spjald: Arnar Bragi Bergsson (ÍBV)
Brýtur á Árna Vilhjálmssyni sem var á leið í skyndisókn.
45. mín
Tonny Mawejje með skot rétt fyrir utan vítateig en boltinn rétt framhjá.
45. mín
Þorvaldur hefur flautað til leikhlés og Blikar leiða nokkuð verðskuldað 2-1.

Maggi Bö og aðrir vallarstarsfmenn Kópavogsvallar hlúa að vellinum í leikhléi.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn.
46. mín
Eiður Aron fær tvö fín skotfæri eftir hornspyrnu en hittir boltann illa í bæði skiptin.
51. mín
Ian Jeffs í ágætis færi en Gunnleifur ver á nærstönginni. Matt Garner átti sendingu á Gunnar Már sem skallaði boltann niður á Jeffs.
52. mín
1073 áhorfendur á vellinum í dag.
53. mín
Andri Rafn Yeoman vinnur boltann vel og upp úr því fær Ellert Hreinsson færi en skot hans framhjá. Ellert hefði mögulega átt að senda boltann á Árna Vilhjálmsson sem var í betra færi.
55. mín
Gunnar Már á skot rétt framhjá úr vítateigsboganum eftir skyndisókn Eyjamanna.
57. mín
Inn:Ragnar Pétursson (ÍBV) Út:Arnar Bragi Bergsson (ÍBV)
62. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
Troost og Arnór Eyvar fóru í hörkutæklingu en Þorvaldur lét leikinn halda áfram þar sem Eyjamenn voru í blússandi sókn. Troost fær síðan gula spjaldið.
66. mín
Inn:Nichlas Rohde (Breiðablik) Út:Ellert Hreinsson (Breiðablik)
66. mín
Inn:Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik) Út:Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Tvöföld sóknarskipting hjá Blikum.
70. mín MARK!
Nichlas Rohde (Breiðablik)
Blikar að fara langt með að klára þennan leik. Varamaðurinn Rohde fær boltann hægra megin í teignum, leikur á Matt Garner og rennir boltanum með vinstri fæti í fjærhornið. Snyrtilega gert hjá Dananum.
76. mín
Inn:Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
82. mín Gult spjald: Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik)
Elfar tekur boltann með hendinni og fær gult.
82. mín
Inn:Jón Ingason (ÍBV) Út:Ian Jeffs (ÍBV)
82. mín
Inn:Aaron Spear (ÍBV) Út:Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
Tvöföld breyting hjá ÍBV.
90. mín Gult spjald: Finnur Orri Margeirsson (Breiðablik)
Leik lokið!
Matt Garner á hörkuskot úr aukaspyrnu sem Gunnleifur ver.

Þorvaldur flautar síðan til leiksloka. Leik lokið með 3-1 sigri Blika sem gefa ekkert eftir í toppbaráttunni.

Nánari umfjöllun um leikinn hér á Fótbolta.net síðar í dag.
Byrjunarlið:
6. Gunnar Þorsteinsson
11. Víðir Þorvarðarson ('82)
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
5. Jón Ingason ('82)

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Guðjón Orri Sigurjónsson

Gul spjöld:
Arnar Bragi Bergsson ('44)

Rauð spjöld: