Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Mjólkurbikar karla
Víkingur R.
27' 1
1
Víðir
Mjólkurbikar karla
KA
25' 0
0
ÍR
Mjólkurbikar karla
ÍA
20' 0
0
Tindastóll
Mjólkurbikar karla
Afturelding
15' 0
0
Dalvík/Reynir
Mjólkurbikar karla
Grótta
26' 0
0
Þór
Mjólkurbikar karla
Höttur/Huginn
72' 0
1
Fylkir
Mjólkurbikar karla
ÍBV
72' 1
1
Grindavík
Mjólkurbikar karla
Árbær
65' 0
1
Fram
Mjólkurbikar karla
Haukar
63' 2
3
Vestri
Víkingur Ó.
1
1
Stjarnan
Alfreð Már Hjaltalín '17 1-0
1-1 Garðar Jóhannsson '74
Hörður Árnason '85
28.07.2013  -  17:00
Ólafsvíkurvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Logn og blautur völlur, frábærar aðstæður.
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Áhorfendur: 815
Maður leiksins: Alfreð Már Hjaltalín
Byrjunarlið:
1. Einar Hjörleifsson (m)
Alfreð Már Hjaltalín ('61)
3. Samuel Jimenez Hernandez
4. Damir Muminovic
5. Björn Pálsson
9. Guðmundur Magnússon ('66)
13. Emir Dokara
15. Farid Zato
20. Eldar Masic
25. Insa Bohigues Fransisco
27. Toni Espinosa ('82)

Varamenn:
30. Sergio Lloves Ferreiro (m)
7. Tomasz Luba
9. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('66)
10. Steinar Már Ragnarsson
11. Eyþór Helgi Birgisson ('61)
19. Juan Manuel Torres Tena ('82)
21. Fannar Hilmarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Samuel Jimenez Hernandez ('71)
Damir Muminovic ('69)
Toni Espinosa ('65)
Björn Pálsson ('52)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Stórkostlegt fótboltaveður á Snæfellsnesinu í dag, hinn glæsilegi Ólafsvíkur skartar sínu besta.

Spegilsléttur Breiðafjörðurinn í norðri og Ennið í vestri rammar inn leik þessara liða. Það verður ekki séns að kvarta yfir aðstæðum til að spila skemmtilegan leik!
Fyrir leik
Garðar Örn Hinriksson flautar hér í dag, honum til aðstoðar eru Sigurður Óli Þorleifsson og Ásgeir Þór Ásgeirsson.

Til eftirlits tríóinu er KR/ÍR-ingurinn góðlegi Ólafur Kjartansson.
Fyrir leik
Ein breyting er á liði Víkings frá frábærum sigurleik þeirra gegn Fram í síðustu umferð.

Kiko Insa kemur úr leikbanni og í hans stað sest Tomasz Luba á bekkinn. Tveir nýir leikmenn eru á leikskýrslu heimamanna, varamarkaðurinn Ferreiro og framherjinn Tena. Já, þið lásuð rétt, það verður nafnið sem ofanritaður fréttaritari mun nota yfir drenginn, enda sá sérlega óheppinn með þriðja nafn!
Fyrir leik
Stjarnan verður að breyta liðinu frá sínum frábæra sigurleik, gegn KR.

Halldór Orri Björnsson er í leikbanni og í hans stað á vinstri kantinn er kominn Hafnarfjarðarbaninn Gunnar Örn Jónsson.
Fyrir leik
Bæði lið eru komin út á völl og hita upp af krafti.

Töluvert af Garðbæingum virðist fylgja liðinu sínu og hafa ákveðið að hittast á Kaffi Belg hér um 100 metra austan við völlinn. Ef þeir hefja upp raustina munum við væntanlega verða vör við það hér á vallarsvæðinu.
Fyrir leik
Það þarf nú sennilega ekki að rifja upp fyrir nokkrum stuðningsmönnum þessara liða síðustu heimsókn Stjörnunnar í Ólafsvík.

Það var sumarið 2010 í 8 liða úrslitum bikarsins en þá slógu heimamenn, þá C-deildarlið, Stjörnuna út í vítakeppni eftir epískan 3-3 leik.

Við þiggjum endurtekningu á þeim leik svona fyrirfram!
Fyrir leik
Klapplið heimamanna að koma sér fyrir.

Ætla ekki að "láta körfuboltaklúbb vinna sig".

Silfurskeiðin virðist ekki mætt í stúkuna ennþá...
Fyrir leik
Liðin komin út á völl.

Heimamenn eru albláir en Stjarnan spilar í varabúningum sínum sem er alhvítur.

Fólk að týnast í stúkuna, en ennþá er nóg pláss!
1. mín
Leikurinn er hafinn.

Heimamenn byrja með boltann sem þýðir að Stjarnan hefur unnið hlutkestið.

Víkingar sækja í átt að skólanum og Hellissandi - Stjarnan að Grundarfirði og Kaffi Belg.
2. mín
Silfurskeiðin að mæta, pakkfull rúta. Koma að sjálfsögðu syngjandi!
3. mín
Stjörnumenn byrja að sækja, fá horn þegar Damir blokkar skot Gunnars.
3. mín
Bjargað á línu!

Hernandez bjargar á línu skalla Chophart upp úr horni.
9. mín
Stjarnan fær að vera með boltann, heimamenn liggja aftarlega í byrjun.

Það var nú alltaf sennilegt upplegg...
10. mín
Atli Jó að stilla miðið.

Skot utan af velli en beint í fang Einars.
10. mín
Misheppnuð sending Emirs endar í fótum Garðars en skot hans er langt yfir.
15. mín
Fyrsta skot heimamanna kemur frá Mossi en beint í fang Ingvars.

Víkingar eru farnir að þora að halda boltanum meira.
17. mín MARK!
Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
Daníel Laxdal dettur og Alfreð sleppur einn í gegn og klárar þetta glæsilega.

Óvænt klárlega!
JJJJJJJJÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!!!!!!!!!!!!! @vidarip
21. mín
Heimamenn komnir á fulla ferð og eru mun grimmari.

Nú er að sjá hvernig Stjarnan bregst við þessu öllu, fyrstu merki eru ekki efnileg fyrir Garðbæinga!
23. mín
Zato með skot rétt framhjá eftir horn.

Leikurinn hefur algerlega snúist á haus, Stjarnan nær engum tökum á boltanum.
26. mín
Áhlaup heimamanna aðeins að færast aftar en það er algerlega klárt að teikniblokk Ejubs þjálfara setti leikinn nákvæmlega svona upp!
29. mín
Aukaspyrna Veigars rétt utan teigs smellur í andliti Gumma Magg sem steinliggur eftir og leikurinn er stoppaður.

Strákur fórnaði sér fyrir verkefnið þarna á flottan hátt.

Stendur auðvitað upp!
32. mín
Chopart með skot framhjá úr teignum eftir sendingu Veigars.

Fyrsta hættulega sókn Garðbæinga eftir mark heimamanna.
41. mín
Leikurinn algerlega færalaus nú um sinn.
45. mín Gult spjald: Robert Johan Sandnes (Stjarnan)
Suddaleg tækling á Dokara úti á kantinum.

Hárrétt hjá Garðari sem hefur staðið sig vel.
45. mín
Hálfleikur.

Víkingar leiða verðskuldað. Stjörnumenn byrjuðu betur en eftir mark sem kom upp úr litlu hjá heimaliðinu hafa þeir verið sterkari og nær því að bæta við en Stjarnan að jafna.
45. mín
Leikurinn er í háu tempói og eftir því sem á hálfleikinn leið færðist pressa Víkinga ofar á völlinn og það virðist hafa slegið Stjörnuna út af laginu. Ólíklegustu menn gert sig seka um slæmar sendingar og færslur gengið illa.

Garðar er að láta stúkumenn Víkinga ergja sig töluvert og það virkar stuttur þráðurinn í gestunum.

Við munum nú sennilega eftir leik Stjörnunnar við Þór í mótinu þar sem mikið gekk á og einhvern veginn hefur sá bragur verið á leiknum eftir mark Alfreðs.
46. mín
Seinni hálfleikurinn kominn í gang.

Engar breytingar á liðunum.
51. mín
Fyrsti hasarinn kominn af stað, Gummi nær sloppinn í gegn en lendir í Danna Lax sem að dettur og Garðar dæmir.

Spurning.
52. mín Gult spjald: Björn Pálsson (Víkingur Ó.)
Brýtur af sér úti á kanti.
53. mín
Atli Jó skýtur í varnarvegginn úr aukaspyrnunni.
54. mín
Alfreð er að fara illa með Robert og fær hér aukaspyrnu.

Þarna fékk Norðmaðurinn síðasta séns...
55. mín
Damir skallar framhjá úr dauðafæri upp úr aukaspyrnunni.

Heimamenn eru að detta í sama gírinn. Stjarnan virðist eiga fá svör við hápressu og hasar heimamanna.
56. mín
Eldar með skot eftir sendingu Hernandez. Beint á Ingvar.
58. mín
Pressa Víkinga er kominn alveg á varnarþriðjung Stjörnumanna og þeir vinna boltann trekk í trekk ofarlega.
59. mín
Inn:Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) Út:Gunnar Örn Jónsson (Stjarnan)
Like for like. Ólafur kemur á vinstri kantinn. Gunnar var aldrei í takt við þennan leik.
59. mín
Inn:Hörður Árnason (Stjarnan) Út:Robert Johan Sandnes (Stjarnan)
Hlaut að vera. Sandnes var algerlega á ystu nöf. Hörður kemur í bakvörðinn.
61. mín
Inn:Eyþór Helgi Birgisson (Víkingur Ó.) Út:Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
Alfreð virtist halda um lærið þegar hann labbaði útaf. Átti frábæran leik strákurinn!
62. mín
Halló!

Varnarmaður sendi hér boltann til baka ogá Guðmund Magnússon en þá kemur flagg uppá rangstöðu.

Þarna þarf skýringu...
64. mín
Garðar Jó. er alveg brjálaður út í Kiko þessa stundina.

Fór í dómarana og kvartaði stórum. Sá ekkert hvað gekk hér á...en það væri fróðlegt að vita.
65. mín Gult spjald: Toni Espinosa (Víkingur Ó.)
Tuðspjald eftir að Mossi var dæmdur brotlegur.
66. mín
Inn:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Víkingur Ó.) Út:Guðmundur Magnússon (Víkingur Ó.)
Fyrirliðinn kemur á topppinn síðustu 25 mínúturnar.
69. mín
Víkingar halda enn tökum á þessum leik, hafa einfaldlega verið mun sterkari frá því þeir skoruðu og Stjarnan nær engum takti í sinn leik.
69. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Víkingur Ó.)
Braut á Daníel Laxdal úti á miðjum velli.
70. mín
Einar í flott úthlaup og slær þessa aukaspyrnu út í teiginn.
71. mín Gult spjald: Samuel Jimenez Hernandez (Víkingur Ó.)
Dómarinn telur hann vera að tefja við að taka innkast.
72. mín
Bödker lamdi varamannaskýli Stjörnunnar hressilega eftir síðustu misheppnuðu sendingu sem fór í innkast.
74. mín MARK!
Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
Stoðsending: Kennie Chopart
Daníel Laxdal á eiginlega að fá skráða stoðsendingu hér.

Daníel tók 40 metra sprett upp völlinn, Damir stoppaði hann með því að takkla boltann út í teiginn þar sem Chophart lagði hann á Garðar sem snuddaði hann í markhornið.

Jafn óvænt og áðan svei mér þá! Ekkert í spilum Stjörnunnar fram að þessu marki.
76. mín
Einar ver einn gegn einum gegn Garðari.

Chophart stakk í gegn en Einar var snöggur niður þarna.

Nú virðast gestirnir ætla ofar á völlinn.
80. mín Gult spjald: Michael Præst (Stjarnan)
Hörkutækling á miðjunni.
80. mín
Guðmundur Steinn á lausan skalla beint í fang Ingvars.
82. mín
Inn:Juan Manuel Torres Tena (Víkingur Ó.) Út:Toni Espinosa (Víkingur Ó.)
Mossi var orðinn þreyttur og Tena fer á vinstri kantinn.

Tena. Muna það krakkar mínir...
84. mín
Zato með skot af 30 metrunum rétt framhjá, en Ingvar var með þennan.
85. mín Rautt spjald: Hörður Árnason (Stjarnan)
Stökk hér í tveggja fóta glórulausa.

Garðar var alltaf klár á þessu.

Nú verða forvitnilegar lokamínútur hér!
87. mín Gult spjald: Kennie Chopart (Stjarnan)
Stoppaði skyndisókn á miðjum vellinum.
87. mín
Inn:Baldvin Sturluson (Stjarnan) Út:Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Baldvin verður þriðji vinstri bakvörður Stjörnunnar hér í dag.

Nú spila þeir 4-4-1
89. mín
Heimamenn gera hér árás í lokin.

Ekki spurning!
90. mín
Ólafur Karl Finsen skýtur hér í hliðarnetið úr aukaspyrnu rétt utan teigs.
92. mín
Það er ennþá þvílíkur hasar hér, allt gæti gerst bar held ég svei mér þá!
94. mín
Guðmundur Steinn skallar horn Atla frá.
Leik lokið!
Hörkuleikur hér og mikið að ræða í allar áttir.

Viðtöl stutt undan.
@gunnarsigur Við þökkum Stjörnunni fyrir góðan leik, skrekkjasleppingur, hún lengi lifi húrra, húrra, húrra @Silfurskeidin
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal
7. Atli Jóhannsson
9. Daníel Laxdal
27. Garðar Jóhannsson

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
14. Hörður Árnason ('59)
17. Ólafur Karl Finsen ('59)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kennie Chopart ('87)
Michael Præst ('80)
Robert Johan Sandnes ('45)

Rauð spjöld:
Hörður Árnason ('85)