Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Stjarnan
2
1
KR
Halldór Orri Björnsson '87 1-0
1-1 Gary Martin '90
Aron Bjarki Jósepsson '103
Garðar Jóhannsson '112 2-1
01.08.2013  -  20:00
Samsung-völlurinn
Borgunarbikarinn
Aðstæður: Eins og best verður á kosið
Dómari: Erlendur Eiríksson
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal
7. Atli Jóhannsson
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
27. Garðar Jóhannsson

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m) ('90)
3. Aron Rúnarsson Heiðdal
17. Ólafur Karl Finsen ('81)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Veigar Páll Gunnarsson ('42)
Atli Jóhannsson ('75)
Daníel Laxdal ('77)
Kennie Chopart ('120)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ótrúlegur fótboltaleikur á enda. Bikarmeistararnir eru úr leik. Þvílíkur fögnuður hér í Garðabænum. Til hamingju Stjarnan. Liðið mætir Breiðabliki eða Fram í úrslitum. Hinn undanúrslitaleikurinn er á sunnudag.
121. mín
SÆLL!!! KR á aukaspyrnu. Hannes Þór Halldórsson kemur inn í teiginn. Boltinn á Þorstein Má Ragnarsson sem blakaði knettinum rétt yfir!!!
120. mín Gult spjald: Kennie Chopart (Stjarnan)
120. mín
Haukur Heiðar með skot beint í fangið á Arnari Darra.
119. mín
Tíminn að fljúga frá KR-ingum. Hættuleg sókn hjá þeim en Haukur Heiðar með fyrirgjöf sem Arnar Darri náði að klófesta.
115. mín
HÖRKUFÆRI! Gary Martin í hörkufæri. Skaut rétt framhjá. Fimm mínútur til stefnu góðir lesendur.
Sturlaugur Haraldsson:
Grétar nenniru að skíta meira á þig! Aldrei að dekka mann og menn fara ítrekað framhjá honum!
112. mín MARK!
Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
Stoðsending: Atli Jóhannsson
GARÐAR SEM HEFUR VARLA GETAÐ HREYFT SIG! Þvílíkt og annað eins. Hann skallar boltann inn eftir sendingu frá hægri. Atli Jóhannsson með aukaspyrnu frá hægri og lagði þetta mark upp!!
111. mín
Spennan er orðin það mikil að allir í stúkunni standa og skyggja á útsýnið úr fréttamannastúkunni.
109. mín
Óskar Örn líflegur í framlengingunni. Vinnur horn... "KR-ingar, það er lag. Þeir eru þjáðir. Við skulum nýta okkur þetta," segir Páll Sævar í KR-útvarpinu.
Hjörtur Hjartarson um sláarskotið áðan:
Treysti mínum manni, Leikni Ágústs til að vera með þetta rétt! #AldreiInni ef LÁ segir það.
106. mín
Seinni hálfleikur framlengingar hafinn - Þreytan heldur betur farin að segja til sín.
105. mín
Ingvar Jónsson er fluttur burt í sjúkrabíl. Vel vankaður ennþá eftir samstuðið áðan. Við sendum batakveðjur til Ingvars.
105. mín
Inn:Haukur Heiðar Hauksson (KR) Út:Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Síðasta skipting leiksins.
105. mín
Fyrri hálfleik framlengingar lokið
105. mín
Garðar Jóhannsson virðist alveg búinn á því. Er ekki í standi til að klára leikinn og þá er Martin Rauschenberg farinn að haltra. Stjörnumenn eru búnir með skiptingarnar svo þeir verða að klára leikinn! Ekki flóknara en það.
104. mín
SNILLDARMARKVARSLA! Halldór Orri með aukaspyrnu en Hannes Þór Halldórsson varði frábærlega út við stöng. Vel gert hjá landsliðsmarkverðinum okkar.
103. mín Rautt spjald: Aron Bjarki Jósepsson (KR)
Aron fær sitt annað gula spjald og þar með rautt. Hárrétt. Braut af sér rétt utan við teiginn. Hörkuskotfæri.
102. mín
Fjölmiðlamenn búnir að fá sér annan umgang af kaffi enda klukkan orðin margt og allir í bullandi yfirvinnu. Stefán Árni Pálsson, fréttamaður Vísis, er sársvangur og bað um pizzu en hefur ekki orðið að ósk sinni.
101. mín
VAR ÞESSI BOLTI INNI??? Mummi með svakalega neglu í slánna og niður. Þvílíkt þrumuskot. Held að hann hafi þó ekki farið inn...
100. mín
Hörkuskot frá Chopart sem Hannes varði naumlega. Spennan í hámarki.
98. mín
Boltinn í slánna frá Gary Martin... en hann var flaggaður rangstæður.
Alexander Einarsson:
Það ríkir bölvun á Arnari Darra gegn KR. Fékk á sig klaufamark í úrslitunum í fyrra og fær á sig mark eftir svona 13 sekúndur inná núna. Í bæði skiptin var það líka Gary Martin sem skoraði gegn Arnari Darra. Held að þeir félagar þurfi að skella sér í máltíð á Fabrikkunni.
94. mín
Ólafur Karl Finsen með fína skottilraun naumlega framhjá.
91. mín
Framlenging hafin - Stjörnumenn byrja hana. "There is only one Gary Martin" syngja stuðningsmenn KR.
Anton Freyr Jónsson:
Gary Martin að troða stórum sokk ofan í Rúnar Kristins!
90. mín
98 mín - Venjulegum leiktíma lokið - Þvílík veisla.
90. mín
Hvað er að frétta! Þvílík varsla hjá Hannesi. Varði með stóru tánni í horn. Ólafur Karl Finsen í dauðafæri. Ótrúlegur fótboltaleikur.
90. mín
97 mín - Rétt áður en markið kom þá fékk Stjarnan dauðafæri. Atli Jóhannsson var einn gegn Hannesi en alltof lengi að athafna sig. Atli hefði getað gert út um þetta. Svakalegt,
90. mín MARK!
Gary Martin (KR)
Stoðsending: Kjartan Henry Finnbogason
95 mín - Fimm mínútur komnar fram yfir venjulegan leiktíma. ÉG TRÚI ÞESSU EKKIIII!!! Gary Martin hefur jafnað metin!! Þvílíkt og annað eins. Löng sending fram og varnarlína Stjörnunnar leit alls ekki vel út. Gary Martin skallaði boltann yfir Arnar. Frábærlega klárað.
90. mín
Inn:Arnar Darri Pétursson (Stjarnan) Út:Ingvar Jónsson (Stjarnan)
93 mín - Nei Ingvar getur ekki haldið leik áfram. Arnar Darri Pétursson kemur í markið í staðinn. Arnar spilaði alla bikarleiki Stjörnunnar í fyrra.
90. mín
93 mín - Ingvar Jónsson staðinn upp. Þetta mun fara allavega sex mínútur fram yfir venjulegan leiktíma vegna þessara tafa. Það er alveg ljóst. Fáum við alvöru dramatík í þennan leik??
Kolbeinn Tumi Daðason um mark Stjörnunnar:
Þarna leit jafnaldri minn Grétar Sigfinnur skelfilega út. Náði ekki einu sinni að brjóta á HOB þegar hann var að sleppa framhjá honum.
90. mín
Inn:Gary Martin (KR) Út:Jónas Guðni Sævarsson (KR)
91 mín
90. mín
Uppbótartíminn að minnsta kosti fjórar mínútur. Þetta verður eitthvað meira en það því Ingvar liggur eftir.
90. mín
Jónas Guðni með skot yfir markið. Ingvar Jónsson markvörður liggur meiddur á vellinum eftir samstuð við Grétar Sigfinn Sigurðarson.
Skúli Jón Friðgeirsson, fyrrum leikmaður KR:
guð minn almáttugur hvað þetta var lélegt
Guðni Þ. Guðjónsson, stuðningsmaður KR:
Drullaðu þer heim norska drasl
88. mín
Silfurskeiðin fagnar af innlifun. Hoppar og syngur. Þessi staða er einfaldlega sanngjörn.
87. mín MARK!
Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
FRÁBÆRLEGA GERT HALLDÓR!!! Grönner í veseni og missti boltann frá sér. Halldór hirti knöttinn en átti eftir að gera helling. Tók frábæran sprett, skildi varnarmenn KR eftir og kláraði snyrtilega í hornið!
Alexander Einarsson:
Held að Gary Martin sé BRJÁLAÐUR núna yfir því að Þorsteinn Már komi inn á fyrir Emil frekar en hann sjálfur. Elskar ekki bekkjarsetuna.
86. mín
Óskar Örn fór framhjá Jóhanni Laxdal við vítateigshornið og skaut á markið, reyndi skot í fjærhornið en framhjá fór knötturinn.
84. mín
Stjörnumenn sækja mun meira en gestirnir og maður er farinn að skynja stress KR-megin í stúkunni.
83. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Út:Emil Atlason (KR)
Hjörtur Hjartarson, fréttakall:
Verður það talin ósanngjörn úrslit ef KR læðir inn einu marki og vinnur 1-0? #FótboltiAlltafSanngjarn
81. mín
Inn:Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) Út:Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
77. mín Gult spjald: Daníel Laxdal (Stjarnan)
Fyrirliði Stjörnunnar er kominn í svörtu bókina hjá málarameistaranum.
76. mín
Hörkusókn hjá KR. Kjartan Henry með arfaslakt skot úr svakalegu færi. Boltinn barst á Emil Atlason og skot hans var engu skárra. Menn eiga að gera betur en þetta.
75. mín Gult spjald: Atli Jóhannsson (Stjarnan)
Fyrir brot á Óskari Erni.
75. mín
...mikil barátta innan teigs og þvaga. Höddi Magg byrjaði að æpa í lýsingaklefanum hér við hlið mér. Klefinn er hljóðeinangraður en ræður ekki við óp Hödda.
74. mín
Chopart með skot sem fer af varnarmanni og afturfyrir. Stjarnan á hornspyrnu...
71. mín
Eftir líflega byrjun á seinni hálfleiknum eru menn aftur dottnir í varkárni. Mikið í húfi og lítið um áhættur.
Andri Heiðar, Stjörnumaður:
Sma lol ad tessir wankerar gera grin ad trommum en berja svo i allt sem teir finna #turbowankers
67. mín
Inn:Baldvin Sturluson (Stjarnan) Út:Michael Præst (Stjarnan)
Þetta veikir Stjörnuliðið. Præst þarf að yfirgefa völlinn vegna meiðsla.
63. mín
"Mark frá Stjörnunni liggur í loftinu" segir KR-útvarpið. KR-útvarpið er eins og Mogginn. Lýgur aldrei.
61. mín
ÞVÍLÍK ÞVAGA VIÐ MARK KR! Sá nú ekki alveg hvað gerðist þarna, mikill darraðadans og skot fór í varnarmann í markteignum. Einhverjir Stjörnumenn vildu fá dæmda hendi. Stjörnumenn verið nær því að skora í þessum leik. Því getur enginn mótmælt.
60. mín Gult spjald: Aron Bjarki Jósepsson (KR)
Fer í bókina fyrir brot.
59. mín
Halldór Orri með góða sendingu upp hægri vænginn þar sem Atli Jóhannsson ákvað að reyna skot en boltinn sigldi framhjá fjærstönginni.
56. mín
Kjartan Henry reynir að vippa yfir Ingvar Jónsson en þessi tilraun fjarri lagi.
Ruud van Nistelrooy, markahrókur:
Good night everyone!! Take care.
52. mín
KR MEÐ SKOT RÉTT FRAMHJÁ! Óskar Örn með aukaspyrnu af löngu færi en skot hans naumlega framhjá. Fjörleg byrjun á seinni hálfleik.
51. mín
HÖRKUFÆRI! Veigar Páll í hörkufæri eftir glæsilegan undirbúning frá Halldóri Orra Björnssyni en Veigar hitti boltann afleitlega. Þarna átti hann að gera betur. Miklu betur.
50. mín
Tölfræðin hingað til - Af úrslit.net
Stjarnan - KR
7 Marktilraunir 3
3 Skot á mark 1
5 Hornspyrnur 1
1 Gul spjöld 1
48. mín
BJARGAÐ Á LÍNU! KR BJARGAR Á LÍNU! Stjörnumenn með tvær hornspyrnur í röð. Halldór Orri Björnsson með þær. Præst átti skalla á markið í seinna skiptið en Jónas Guðni Sævarsson bjargaði á marklínu.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn - Ég er búinn að fá mér stúfullan bolla af kaffi og er tilbúinn fyrir átökin framundan. Vonandi fáum við meira fjör en í fyrri hálfleik.
45. mín
Hálfleikur - Ég hef á tilfinningunni að maður verði í yfirvinnu í kvöld. Miðað við þennan fyrri hálfleik þá er lykt af framlengingu.
44. mín
Tek undir orð Tómasar félaga míns. Ekki mikið í gangi inná vellinum. Miðjubarátta allsráðandi. Mesta stemningin er í stúkunni.
Tómas Þór Þórðarson, Morgunblaðinu:
"Þetta verður besti leikur sumarsins," sagði @stebboinn og jinxaði þetta bara ekki neitt. Þvílík ömurð þessi fyrri hálfleikur.
42. mín Gult spjald: Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Veigar Páll kominn í bókina. Braut á Bjarna. Ekki ósvipað brot og Bjarni fékk gult fyrir áðan.
Bjarki Kristjánsson:
Ótrúleg stemning á Stjörnuvelli í kvöld. Bikarinn er alltaf að verða skemmtilegri og skemmtilegri með árunum. #fotbolti
39. mín Gult spjald: Bjarni Guðjónsson (KR)
Hárrétt hjá Erlendi. Bjarni braut af sér, var með lappirnar á undan. Mótmælir en það þýðir ekkert.
Rögnvaldur Már:
KR-ingar eiga þrju lög. Öll fjalla um liðin sem þeir hata. #class #fotbolti #studningur #valur #fram
33. mín
Ekki mörg opin færi hingað til en KR-ingar hafa náð að færa sig framar á völlinn. Það er allt í járnum. 50-50 leikur, algjörlega, þessa stundina.
Arnar Már Björgvinsson:
Heyrt úr stúkunni.. random stelpa "jói lax lætur mig vilja fara úr buxunum" Eftir smá umhugsun þá kemur það mér ekkert á óvart #kynþokki
29. mín
"Þetta er þolinmæðisvinna eins og einhver sagði," segir Páll Sævar. Verður ekki í síðasta sinn sem ég kvóta Palla í þessari textalýsingu.
23. mín
Erlendur Eiríksson lengi að flauta í flautuna sína og meistari Páll Sævar, sem situr við hlið mér og lýsir fyrir KR-útvarpið, er alls ekki sáttur.
21. mín
Sigurður Helgason, fyrrum framkvæmdastjóri KR, er á vellinum. Grannur og spengilegur. Francois Ebenezer Dingong Dingong, nýjasti leikmaður KR, er með honum en þeir eru sambýlingar. Dingong Dingong er léttur, ljúfur og kátur.
16. mín
Garðbæingar talsvert meira með knöttinn hér í upphafi leiks og sækja talsvert meira. Vörn KR þó skipulögð. KR-ingar þéttir eftir að hafa tapað deildarleiknum á þessum velli 3-1 fyrir ekki löngu síðan.
11. mín
VÁ!!! Fyrirgjöf frá hægri sem fór naumlega framhjá Garðari Jóhannssyni og Veigari Páli Gunnarssyni. Þeir félagar náðu ekki til knattarins. Stórhætta.
9. mín
Miðað við upphafskafla leiksins virðist Grönner góður spyrnumaður. Með góðar langar spyrnur fram völlinn.
Alexander Einarsson:
Michael Præst með skot alla leið í Kaplakrikann. Ekki hans sterkasta hlið.
7. mín
KR á hornspyrnu... Bjarni Guðjónsson með spyrnuna en Stjörnumenn ná að bægja hættunni frá.
6. mín
Dómari í kvöld er Erlendur Eiríksson málarameistari. Klárlega einn besti dómari landsins en af einhverjum ástæðum er hann ekki í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum KR. Með flöggin eru Jóhann Gunnar Guðmundsson, kjötiðnaðarmeistari frá Hvolsvelli, og maðurinn með gullnafnið, Leiknir Ágústsson.
3. mín
Sending frá vinstri á Kennie Chopart leikmann Stjörnunnar sem átti máttlítið skot. Það er alveg ljóst að það verður sungið í 90 mínútur í stúkunni í kvöld... jafnvel 120 mínútur? Hver veit.
1. mín
Leikur hafinn - KR-ingar sækja í átt að Reykjavík í fyrri hálfleiknum.
Sóli Hólm, Þróttari:
Hef öruggar heimildir fyrir því að KR vinni þennan leik.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn. Það er ótrúlegt andrúmsloft hér í Garðabænum. Komast KR-ingar í bikarúrslit fjórða árið í röð? Ég endurtek: Fjórða árið í röð? Það kemur í ljós í kvöld.
Fyrir leik
Fékk tvo heiðursmenn til að spá fyrir um leikinn.

Alexander Freyr Einarsson, 433:
Þetta fer 2-1... fyrir... KR.

Páll Sævar Guðjónsson, KR-útvarpinu
KR tekur þetta 3-0.
Fyrir leik
Það eru ansi margir sem hafa náð að smygla með sér bjórbauk inn í stúkuna. Það er ekkert að því. Fólk er mætt hingað til að skemmta sér og hér er stuð.
Fyrir leik
Grííðarleg stemning í Garðabænum og stuðningssveitir beggja liða láta í sér heyra. Miðjan er mætt og það er þétt setið.
Fyrir leik
Jonas Grönner, tvítugur norskur miðvörður, spilar sinn fyrsta leik fyrir KR en hann er í byrjunarliðinu í kvöld. Grönner kom á lánssamningi frá Brann og leikur með bikarmeisturunum út tímabilið.
Fyrir leik
Ein breyting á Stjörnuliðinu frá jafnteflinu gegn Víkingi Ólafsvík. Halldór Orri Björnsson snýr úr banni og tekur stöðu Gunnars Arnar Jónssonar sem ekki er í leikmannahópnum í kvöld.
Fyrir leik
Stjarnan og KR mættust í bikarúrslitum í fyrra. Garðar Jóhannsson kom Stjörnunni yfir en Gary Martin jafnaði metin. Baldur Sigurðssson, Smalinn sjálfur, skoraði sigurmarkið fyrir KR.
Fyrir leik
Heil og sæl, framundan er undanúrslitaleikur Borgunarbikarsins milli Stjörnunnar og KR. Það er mikil stemning fyrir leiknum og Garðbæingar hafa stækkað áhorfendasvæði sitt fyrir þennan leik. Sigurliðið mun mæta Fram eða Breiðabliki í úrslitum en sá undanúrslitaleikur verður háður á sunnudag.
Byrjunarlið:
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
8. Baldur Sigurðsson
8. Jónas Guðni Sævarsson ('90)
9. Kjartan Henry Finnbogason ('105)
11. Emil Atlason ('83)
18. Aron Bjarki Jósepsson
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
30. Jonas Grönner

Varamenn:
3. Haukur Heiðar Hauksson ('105)
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('83)
23. Atli Sigurjónsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Bjarni Guðjónsson ('39)
Aron Bjarki Jósepsson ('60)

Rauð spjöld:
Aron Bjarki Jósepsson ('103)