Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
FH
0
0
Austria Vín
Markus Suttner '63
07.08.2013  -  16:00
Kaplakriki
Meistaradeildin - Forkeppni
Dómari: Nikolai Yordanov (Búlgaría)
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Ólafur Páll Snorrason ('76)
4. Sam Tillen
8. Emil Pálsson ('68)
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Atli Guðnason
13. Kristján Gauti Emilsson
16. Jón Ragnar Jónsson
21. Guðmann Þórisson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson

Varamenn:
3. Guðjón Árni Antoníusson
7. Ingimundur Níels Óskarsson ('76)
17. Atli Viðar Björnsson ('68)
21. Böðvar Böðvarsson
25. Hólmar Örn Rúnarsson

Liðsstjórn:
Daði Lárusson

Gul spjöld:
Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('63)
Ólafur Páll Snorrason ('30)
Björn Daníel Sverrisson ('23)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan og margblessaðan! Hér verður bein textalýsing frá seinni leik FH og Austria Vín í forkeppni Meistaradeildarinnar. Það verður án nokkurs vafa mikið um dýrðir á Kaplakrikavelli í dag en leikurinn fer fram klukkan 16. Leiktíminn er vegna óskar sjónvarpsrétthafans. Já sjónvarpið ræður öllu í dag.

Vængmaðurinn Daniel Royer skoraði eina markið í fyrri leiknum en gestirnir frá Austurríki leiða því 1-0. Liðið hefur verið að fá mörg mörk á sig í síðustu deildarleikjum og möguleikinn er svo sannarlega til staðar fyrir FH.

Ljóst er að ef FH vinnur þessa viðureign er liðið öruggt með að þátttöku í riðlakeppni Evrópudeildarinnar að minnsta kosti og heldur sér í möguleikann á að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Mafían, stuðningsmannasveit FH hefur hitað upp fyrir leikinn í allan dag en á enska barnum í Hafnarfirði var grillaður og mjöður drukkinn fyrir leikinn. Þrátt fyrir óvenjulegan leiktíma fáum við vonandi stemningu í stúkunni.

Sigurliðsins í einvíginu bíður að lágmarki 540 milljónir króna eins og greint var frá í Fréttablaðinu á dögunum.

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH:
Ég held að það séu ágætis möguleikar fyrir okkur. Auðvitað vitum við að við þurfum að spila virkilega góðan leik til að komast áfram. Þetta er virkilega sterkt lið og þeir spiluðu vel á móti okkur úti. Við spiluðum sterkan varnarleik þar og náðum að mínu mati fínum úrslitum. Vinnusemin og það sem menn lögðu í leikinn var til fyrirmyndar en við eigum að geta bætt okkur fótboltalega séð. Við þurfum að gera það til að eiga möguleika."

Það er ekki leiðinlegt að mega vera hlutdrægur í textalýsingunni í dag. Allir íslenskir fótboltaáhugamenn eru FH-ingar í dag. Áfram FH!
Fyrir leik
Byrjunarlið FH:
Róbert
Jón Ragnar - Freyr - Guðmann - Tillen
Björn Daníel - Brynjar - Emil
Ólafur Páll - Kristján - Atli
Fyrir leik
Það er dágóður hópur austurrískra blaðamanna sem eru mættir hingað í Kaplakrikann. Aðstoðarþjálfarar beggja liða hafa raðað upp keilum og það styttist í að menn mæti út í upphitun. Það er ágætis fótboltaveður þó það blási aðeins.
Fyrir leik
Þá er komið að spámanni dagsins en því miður er hann ekki bjartsýnn.

Tómas Þór Þórðarson, Morgunblaðinu:
Ég segi 0-2 fyrir gestina.
Fyrir leik
Ari Erlingsson, starfsmaður UEFA á leiknum, kemur með skemmtilegan fróðleiksmola. Nenad Bjelica, þjálfari Austria Vín, kom hingað til lands og spilaði með Kärnten gegn Grindavík í Evrópukeppninni á sínum tíma.
Kristján Atli Ragnarsson:
Það er hvasst í Firðinum. Ég er á leiðinni á völlinn. #fotbolti
Fyrir leik
Heimir Guðjónsson gerir eina breytingu á liðinu sem tapaði fyrri leiknum. Jón Ragnar Jónsson er heill heilsu og kemur inn í liðið aftur eftir meiðsli. Brynjar Ásgeir færist úr hægri bakverðinum fram á miðjuna. Kristján Gauti tekur stöðu Atla Viðars Björnssonar í framlínunni en Atli sest á varamannabekkinn.
Fyrir leik
Hilmar Þór á Sport.is ekki sáttur við að vera settur í fjölmiðlaaðstöðu úti. "Þetta læt ég ekki bjóða mér. Ekki á þessum aldri," segir Hilmar.
Fyrir leik
Það styttist í leikinn og stemningin að aukast. Skrúðgangan frá enska barnum er mætt. Erfitt að gera sér grein fyrir áhorfendafjöldanum héðan úr fréttamannastúkunni.
Fyrir leik
Það er löööööng röð fyrir utan miðasöluskúrinn núna rétt fyrir leik. Byrjað er að spila Meistaradeildarlagið í kerfinu. Þetta er að bresta á.
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völlinn. Friðrik Dór kynnir liðin listilega til leiks.
1. mín
Leikurinn er hafinn - Gestirnir byrjuðu með boltann en þeir sækja í átt að Reykjavík.
Hlynur Valsson:
Þjálfarinn með auglýsingar á jakkafötunum!
6. mín
Hættuleg sókn hjá gestunum! Sending fyrir markið og þeir nálægt því að ná skalla. Það er vel mætt í Krikann í dag!
8. mín
FH-ingar eru grimmir og ákveðnir hér í upphafi leiks. Fengu hornspyrnu áðan sem ekkert kom út úr.
12. mín
Emil Pálsson kom sér í hörkufæri en brot hafði verið dæmt á hann í aðdragandanum.
15. mín
Misheppnuð hreinsun hjá FH og Floran Mader átti skot naumlega yfir.
16. mín
Ákveðið óöryggi í varnarlínu Austria enda hefur liðið verið að leka inn of mörgum mörkum í deildarkeppninni heima. Bæði lið að fá hálffæri.
23. mín Gult spjald: Björn Daníel Sverrisson (FH)
Rosalega harkalegt að spjalda fyrir þetta. Björn Daníel var í kapphlaupi við leikmann Austria og rakst óvart í hann.
30. mín Gult spjald: Ólafur Páll Snorrason (FH)
Samræmið í spjaldagjöf dómarans er ekkert. Hann spjaldar bara stundum og stundum ekki.
Tómas Þór Þórðarson:
Meira grínið þessi Berbs á flautunni. Fokk.
33. mín Gult spjald: James Holland (Austria Vín)
Jæja þarna kom spjald á gestina. Aukaspyrna á þokkalegum stað fyrir FH.
36. mín
Frábær sókn FH! Boltinn gekk hratt og vel milli manna áður en Ólafur Páll átti fyrirgjöf frá hægri. Atli Guðnason á fjærstönginni í hörkufæri en skallaði yfir. Varnarmaður truflaði hann en færið líklega það besta hingað til.
39. mín
Frábær löng sending sem Björn Daníel átti á Atla Guðnason en móttakan sveik hann! Þarna hefði getað orðið stórhætta.
42. mín
Meiddur leikmaður Austria liggur á vellinum og þarf aðhlynningu. Það er því ljóst að það verður einhver viðbótartími í fyrri hálfleiknum.
45. mín
Hálfleikur - FH hefur átt nokkrar vel álitlegar sóknir og hættulegar fyrirgjafir en það vantar herslumuninn. Vonandi kemur þetta í seinni hálfleik. Minnum á að Austria leiðir einvígið 1-0.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn - FH með óbreytt lið.
50. mín
Áhorfendur: 2.677
51. mín
Seinni hálfleikurinn fer rólega af stað.
53. mín
Brynjar Ásgeir kemur sér inn í teiginn, var í þröngu færi en vinnur horn.
54. mín
Guðmann skallar yfir úr horninu. Fór töluvert yfir.
57. mín Gult spjald: Markus Suttner (Austria Vín)
61. mín
Mikil hætta upp við mark Austria! Boltinn var þarna í loftinu við markteiginn og endaði á Kristjáni Gauta sem var í hörkufæri en náði ekki skalla á markið. Kristján Gauti hefur átt í miklum erfiðleikum með að finna leiðina að markinu í sumar.
62. mín
Inn:Rubin Okotie (Austria Vín) Út:Philipp Hosiner (Austria Vín)
63. mín Gult spjald: Brynjar Ásgeir Guðmundsson (FH)
63. mín Rautt spjald: Markus Suttner (Austria Vín)
Suttner fékk tvö gul spjöld með stuttu millibili og þar með rautt! FH-ingar einum fleiri. Vonandi gefur þetta heimamönnum byr undir báða vængi.
65. mín
Joey Drummer, stuðningsmaður Keflavíkur, er FH-ingur í dag og lætur vel heyra í sér í stúkunni. Vel gert!
67. mín
Inn:Emir Dilaver (Austria Vín) Út:James Holland (Austria Vín)
68. mín
AUSTRIA FÆR BESTA FÆRI LEIKSINS! Rogulj í dauðafæri en skallaði framhjá! Þarna voru FH-ingar heppnir.
68. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Emil Pálsson (FH)
69. mín
Atli Guðnason hefur ekki sést í seinni hálfleik. Hann þarf að stíga upp. Mader með skot af löngu færi en Róbert öryggið uppmálað.
71. mín
Björn Daníel braut af sér á gulu spjaldi en slapp við annað gula.
74. mín
Gestirnir taka sér góðan tíma í allar aðgerðir enda 1-0 yfir í einvíginu. FH ekki náð að skapa sér færi síðan rauða spjaldið fór á loft.
75. mín
Atli Viðar vinnur horn... KOMA SVO
75. mín
Björn Daníel á skalla á markið en hann laflaus og auðveldur viðureignar fyrir Lindner.
76. mín
Inn:Ingimundur Níels Óskarsson (FH) Út:Ólafur Páll Snorrason (FH)
78. mín
Atli Guðna fékk fínt pláss fyrir utan teig en skot hans hitti ekki á rammann. Þvílík spenna í gangi hér. Eitt mark frá FH og leikurinn fer í framlengingu.
83. mín
Þvílíkt vænleg skyndisókn hjá FH. Ingimundur Níels var einn og óvaldaður en sendingin frá Atla Guðnasyni of föst.
Grétar Rafn Steinsson:
Rosalega er erfitt ad horfa a tennan leik! FH!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
#ChampionsLeague to Iceland
84. mín
Tomas Jun með skot en Róbert varði örugglega.
88. mín
Gestirnir hafa náð að éta upp ansi margar mínútur núna án þess að FH hafi komist lönd né strönd. Óþolandi.
90. mín
Guðmann er kominn í senterinn. FH hefur engu að tapa núna og nánast allir komnir fram.
90. mín
Þrjár mínútur í uppbótartíma.
93. mín
Síðasta mínúta uppbótartíma stendur yfir og leikmaður liggur meiddur á vellinum. Það verður því einhverju meiru bætt við.
95. mín
Leikurinn loks hafinn að nýju.
Leik lokið!
Sorglegt að FH hafi ekki nýtt sér þennan séns sem liðið fékk. Austria Vín fer áfram.
Byrjunarlið:
13. Heinz Lindner (m)
4. Kaja Rogulj
11. Tomas Jun
14. Manuel Ortlechner
16. Philipp Hosiner ('62)
17. Florian Mader
19. Marko Stankovic
25. James Holland ('67)
28. Daniel Royer
29. Markus Suttner
30. Fabian Koch

Varamenn:
5. Lukas Rotpuller
9. Rubin Okotie ('62)
10. Alexander Grünwald
20. Alexander Gorgon
24. Roman Kienast
26. Ivan Kardum
27. Emir Dilaver ('67)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Markus Suttner ('57)
James Holland ('33)

Rauð spjöld:
Markus Suttner ('63)