Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Stjarnan
1
2
Fylkir
0-1 Andrés Már Jóhannesson '8
Daníel Laxdal '45 1-1
1-2 Finnur Ólafsson '68 , víti
07.08.2013  -  19:15
Samsung-völlurinn
Pepsi-deildin
Dómari: Örvar Sær Gíslason
Byrjunarlið:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
4. Jóhann Laxdal
7. Atli Jóhannsson
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
27. Garðar Jóhannsson

Varamenn:
17. Ólafur Karl Finsen ('71)
21. Snorri Páll Blöndal

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Robert Johan Sandnes ('72)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Garðabærinn heilsar á þessum ágæta miðvikudegi. Verslunarmannahelgin að baki og allir í góðum gír. Framundan er leikur Stjörnunnar og Fylkis í Pepsi-deildinni.

Stjarnan er í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar og enn í baráttunni um þann stóra, sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Titill sem Stjarnan hefur aldrei unnið.

Fylkismenn byrjuðu tímabilið herfilega en eftir nokkrar hræringar í félagaskiptaglugganum hafa þeir náð tveimur sigrum í röð og eru nú þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

Þetta er í þriðja sinn sem þessi tvö lið mætast á tímabilinu. Í fyrri leiknum í Árbænum vann Stjarnan 1-0 útisigur þar sem Kennie Chopart skoraði sigurmarkið. Þá léku liðin æsispennandi leik í bikarnum þar sem Garðbæingar unnu í framlengingu.

Andri Heiðar, stuðningsmaður Stjörnunnar, á vefnum Silfurskeid.in:
Ég fæ enn martraðir við að rifja upp aðdragandann að bikarúrslitinum í fyrra. Þá töpuðum við tveimur leikjum í röð á heimavelli gegn liðum í botnbaráttunni, Grindavík og Keflavík. Við erum hinsvegar bæði í betri stöðu í deildinni núna og með betri leikmannahóp í ár og þess vegna er krafan að menn hafi lært af reynslunni og haldi sjó í deildinni þrátt fyrir tilhugsunina um bikarúrslitaleikinn sem lúrir þarna hinu megin við hornið.

Örvar Sær Gíslason lögreglumaður dæmir leikinn í kvöld en honum til aðstoðar eru Gunnar Sverrir og Sverrir Gunnar.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Liðin að hita upp hérna í Garðabænum, smá rigning og gola, en ekkert alvarlegt.
Fyrir leik
Baldvin Sturluson kemur inn fyrir Michael Præst frá síðasta leik er Stjarnan vann KR í undanúrslitum bikarsins.
Fyrir leik
Guy Roger Eschmann er ekki í leikmannahópnum hjá Fylki. Átti frábæra byrjun gegn Fram, en hlýtur að eiga við meiðsli að stríða fyrst hann er ekki í hóp.
Fyrir leik
Tíu mínútur í leik! Allt að verða til reiðu hér.
1. mín
Leikurinn er kominn af stað!
7. mín
Stjörnumenn búnir að vera töluvert betri fyrstu mínúturnar, en Fylkismenn aðeins að gefa í!
8. mín MARK!
Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
ANDRÉS MÁR AÐ SKORA FRÁBÆRT MARK!!! Mjög svo fallegt mark, enginn bjóst við þessu. Hann lét vaða utan af kanti og það sveif í fjærhornið!
10. mín
Robert Johan Sandnes með þrumuskot!! Fékk þarna tíma til að athafna sig og negldi boltanum rétt yfir markið.
20. mín
Stjörnumenn ekki að gera mikið þessa stundina. Fylkismenn virka hressir og allt annað líf komið í þá síðustu vikur!
22. mín
DAUÐAFÆRI!! Finnur Ólafsson fær boltann inni í teig, nær skoti, en Arnar Darri ver meistaralega í horn!
23. mín
ODDUR INGI MEÐ ÞRUMUSKOT Í SLÁ!! Hann lagði allt í þetta skot og heimamenn sleppa þarna naumlega, þvílíkt skot!
24. mín
Fylkismenn að stýra þessum leik í augnablikinu og fá hér hornspyrnu.
26. mín
DAUÐAFÆRI!! Garðar Jóhannsson skallar boltann rétt framhjá eftir frábæra sendingu inn fyrir, hvernig fór hann að þessu?
32. mín
Viðar Örn kominn í ákjósanlega stöðu, en sýndist Rauschenberg komast fyrir boltann þarna!
44. mín
VIÐAR ÖRN MEÐ STANGARSKOT!! Jóhann Laxdal skallaði aftur fyrir sig og Viðar Örn var mættur á sprettinum, keyrði inn í teig og lagði boltann í hornið, en boltinn fór þó í stöng og út!
45. mín
Að Fylkir sé ekki tveimur eða jafnvel þremur mörkum yfir er í raun ótrúlegt. Stjörnumenn afar heppnir í dag, já eða Fylkismenn óheppnir.
45. mín MARK!
Daníel Laxdal (Stjarnan)
Stoðsending: Kennie Chopart
GLÆSILEGA VEL GERT!! Gegn gangi leiksins skorar Daníel Laxdal fyrir utan teig eftir skyndisókn Stjörnumanna. Kennie Chopart lagði hann fyrir Daníel sem lagði hann snyrtilega í markið!
45. mín
Hálfleikur: 1-1
Fylkismenn áttu fyrri hálfleikinn, en gott jöfnunarmark heimamanna undir lok fyrri hálfleiks. Sá síðari verður fjörugur það er morgunljóst!
46. mín
Leikurinn er kominn af stað aftur!
54. mín
VIÐAR ÖRN Í DAUÐAFÆRI!! Arnar Darri varði meistaralega og í horn, en þarna átti Viðar að skora!
62. mín
HALLDÓR ORRI Í DAUÐAFÆRI!! Hann fékk boltann innfyrir, kominn einn á móti Bjarna, en honum brást bogalistin!
68. mín Mark úr víti!
Finnur Ólafsson (Fylkir)
Stoðsending: Viðar Örn Kjartansson
MARK!!! Finnur Ólafs að skora úr vítaspyrnu! Viðar Örn var felldur innan teigs og Finnur kláraði þetta vel.
69. mín
Inn:Emil Berger (Fylkir) Út:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
71. mín
Inn:Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) Út:Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
72. mín Gult spjald: Robert Johan Sandnes (Stjarnan)
75. mín
Robert Johan Sandnes með fínt skot þarna, en Bjarni Þórður varði!
78. mín
Inn:Kjartan Ágúst Breiðdal (Fylkir) Út:Finnur Ólafsson (Fylkir)
78. mín
Inn:Tryggvi Sveinn Bjarnason (Stjarnan) Út:Baldvin Sturluson (Stjarnan)
87. mín
Það er mikið fjör í leiknum núna! Stjörnumenn reyna allt sem þeir geta til þess að jafna!
88. mín
Garðar með afleita aukaspyrnu sem fer vel yfir markið!
88. mín
Inn:Darri Steinn Konráðsson (Stjarnan) Út:Kennie Chopart (Stjarnan)
89. mín
ODDUR!! Fékk góða sendingu fyrir utan teig og lagði boltann rétt yfir markið, hefði getað klárað leikinn þarna!
90. mín
Inn:Elís Rafn Björnsson (Fylkir) Út:Davíð Einarsson (Fylkir)
Leik lokið!
1-2 útisigur Fylkis! Verðskuldað og liðið komið í áttunda sæti deildarinnar með sigrinum! Þetta var hinsvegar afar vont fyrir Stjörnuna sem er í bullandi titilbaráttu!
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
Oddur Ingi Guðmundsson
Kristján Hauksson
4. Finnur Ólafsson ('78)
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
16. Tómas Joð Þorsteinsson
22. Davíð Einarsson ('90)
25. Agnar Bragi Magnússon
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Varamenn:
11. Kjartan Ágúst Breiðdal ('78)
24. Elís Rafn Björnsson ('90)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: