Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
HK/Víkingur
0
1
͍BV
0-1 Shaneka Jodian Gordon '60
09.08.2013  -  18:00
Víkingsvöllur
Pepsi-kvenna
Dómari: Bryngeir Valdimarsson
Byrjunarlið:
12. Nicole McClure (m)
Valgerður Tryggvadóttir
Milena Pesic ('79)
6. Tinna Óðinsdóttir (f)
6. Karen Sturludóttir
9. Lára Hafliðadóttir (F)
10. Hugrún María Friðriksdóttir ('72)
16. Elma Lára Auðunsdóttir
19. Þórhanna Inga Ómarsdóttir
20. Berglind Bjarnadóttir
28. Rachel Marie Wood

Varamenn:
2. Þórunn Helgadóttir ('72)
4. Anna Margrét Benediktsdóttir
4. Erla Steina Sverrisdóttir
6. Natalía Reynisdóttir ('79)
10. Rakel Lind Ragnarsdóttir
11. Bergþóra Gná Hannesdóttir
13. Ingibjörg Björnsdóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Kvöldið. Hér verður fylgst grannt með því sem gerist í leik HK/Víkings og ÍBV. Leikur sem átti að fara fram í gær en var frestað því ófært var úr Vestmannaeyjum.

ÍBV er í fjórða sæti en HK/Víkingur í fallsæti með fjögur stig, þrjú stig eru upp í Aftureldingu sem tapaði í gær.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Liðin eru byrjuð að hita upp og kominn tími til þess að fara yfir byrjunarliðin.
Fyrir leik
Nokkrar breytingar eru á heimaliðinu í dag. Bergþóra Gná Hannesdóttir, Arna Ómarsdóttir og Björg Magnea Ólafs detta út.
Fyrir leik
Arna Ómarsdóttir hefur verið mikilvægur hlekkur liðsins í sumar og því mikil blóðtaka að missa hana en hún er farin í nám til Bandaríkjanna.
Fyrir leik
Þórhanna Inga Ómarsdóttir, Hugrún María Friðriksdóttir og Berglind Bjarnadóttir koma inn í stað þeirra, en það er fagnaðarefni fyrir félagið að Berglind sé mætt aftur.
Fyrir leik
Ein breyting er á Eyjaliðinu í dag, en Bryndís Jóhannesdóttir kemur inn fyrir Rosie Sutton frá tapinu gegn Stjörnunni í Eyjum.
Fyrir leik
HK/Víkingur er í fallsæti með 4 stig, en aðeins Þróttur er neðar á töflunni með 3 stig. ÍBV er í fjórða sæti með 19 stig.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn og þá fer að styttast í þetta, má búast við hörkuleik!
1. mín
Leikurinn er hafinn!
3. mín
Heimaliðið byrjar betur og vildi fá vítaspyrnu, vilja meina að varnarmaður ÍBV hafi handleikið knöttinn innan teigs, ekkert dæmt!
5. mín
Hlíf Hauksdóttir í góðu færi. Shaneka Gordon sendi frá vinstri vængnum inn í teig, en varnarmaður komst inn í skotið frá Hlíf.
6. mín
ELMA!! Elma fékk þarna ágætis færi til að koma heimaliðinu yfir. Fékk boltann inni í teig, lék á varnarmann og náði skoti, en Eyjastelpur komust fyrir boltann.
8. mín
DAUÐAFÆRI!! Karen Sturludóttir með fyrirgjöf frá hægri beint á kollinn á Elmu sem skallar, en Bryndís Lára ver meistaralega.
21. mín
Lítið að gerast þessa stundina. HK/Víkingur virkar mun meira sannfærandi en ÍBV þessa stundina en allt getur þó breyst.
28. mín
KAREN!! Dauðafæri enn og aftur, Karen fær boltann í teignum og lætur vaða en Bryndís ver glæsilega.
29. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ SHANEKU!! Hlíf Hauks stakk boltanum inn á Shaneku sem var komin ein á móti Nicole, en skot hennar fór rétt framhjá, hún átti að nýta þetta!
45. mín
RACHEL MARIE!! Frábær hornspyrna sem Rachel skallaði á markið, en Bryndís varði enn og aftur vel.
45. mín
Hálfleikur: 0-0, markalaust, en óhætt er að segja að HK/Víkingur hafi verið betra liðið í fyrri hálfleik. ÍBV átti eitt dauðafæri en Shaneka fór þá illa að ráði sínu.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn!
46. mín
DAUÐAFÆRI STRAX Í BYRJUN!! Shaneka komin ein á móti Nicole, en markvörðurinn knái sér við henni áður en Hlíf Hauksdóttir að mér sýndist skaut boltanum yfir markið.
49. mín
VÁÁ ÞESSI VAR NÁLÆGT ÞVÍ AÐ ENDA INNI!! Bryndís Jóhannesdóttir átti fyrsta skot, fékk boltann aftur og lagði hann á Shaneku. Hún skaut á markið og Nicole nálægt því að missa hann inn!
51. mín
SKOT Í SLÁ!! Shaneka með þrumuskot í slá, þessi stelpa er eitthvað annað, þvílíkur leikmaður!
53. mín
Karen með skot rétt yfir markið hinum megin á vellinum, þetta er alvöru leikur þó svo ekkert mark hafi verið skorað!
60. mín MARK!
Shaneka Jodian Gordon (͍BV)
SHANEKAAAA!!! Það hlaut að koma, vel gert hjá henni. Fékk boltann inni í teig, lék á varnarmanni HK/Víkings og lagði boltann í hornið.
62. mín
BERGLIND!! Berglind Bjarnadóttir með laglegt skot af löngu færi, en boltinn sleikir stöngina. Heimaliðið grátlega nálægt því að jafna!
63. mín
Shaneka hinum megin á vellinum, hefði hæglega getað bætt við öðru marki, en brást bogalistin.
68. mín
Inn:Þórhildur Ólafsdóttir (͍BV) Út:Hlíf Hauksdóttir (͍BV)
68. mín
Jón Óli, þjálfari ÍBV með nokkur brögð í erminni. Gerir skiptingu og það afar hæga, kallar á þrjá leikmenn og er með einhverskonar leikhlé.
70. mín
Fínt skot þarna frá Rachel Marie, rétt framhjá úr aukaspyrnu!
72. mín
Inn:Þórunn Helgadóttir (HK/Víkingur) Út:Hugrún María Friðriksdóttir (HK/Víkingur)
76. mín
Það er svakalegur kraftur í Rachel Marie, þvílíkur leikmaður sem Björn Kristinn, þjálfari HK/Víkings er með í höndum sér.
76. mín
Shaneka gerir frábærlega vel. Keyrir upp allan vinstri kantinn, keyrir inn í teig áður en hún leggur boltann á Bryndísi sem lætur þó Nicole verja frá sér í horn.
77. mín
Það þarf fleiri svona áhorfendur, tveir menn frá Jamaíka bara í því að hrósa með hrópum inn á völlinn, þeir eru líka með tvo skítkalda Egils Gull.
78. mín
Inn:Bryndís Hrönn Kristinsdóttir (͍BV) Út:Nadia Lawrence (͍BV)
79. mín
Inn:Natalía Reynisdóttir (HK/Víkingur) Út:Milena Pesic (HK/Víkingur)
90. mín
Leikurinn er að klárast. ÍBV fékk aukaspyrnu en boltinn fór rétt yfir markið.
Leik lokið!
Leik lokið. Eins markssigur Eyjastúlkna staðreynd. Þær jafna þar með Breiðablik að stigum og eru nú í 3.-4.sæti deildarinnar. HK/Víkingur er enn í fallsæti.
Arnar Daði Arnarsson
Byrjunarlið:
1. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir
3. Sara Rós Einarsdóttir
4. Sabrína Lind Adolfsdóttir
6. Hlíf Hauksdóttir ('68)
6. Sandra Erlingsdóttir
7. Elísa Viðarsdóttir
9. Bryndís Jóhannesdóttir
13. Nadia Lawrence ('78)
17. Shaneka Jodian Gordon
24. Vesna Smiljkovic

Varamenn:
12. Karitas Þórarinsdóttir (m)
10. Rosie Sutton
15. Bjartey Helgadóttir
16. Maria Davis
18. Tanja Rut Jónsdóttir
20. Þórhildur Ólafsdóttir ('68)
23. Bryndís Hrönn Kristinsdóttir ('78)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: