Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Leiknir R.
3
0
Þróttur R.
Hilmar Árni Halldórsson '59 1-0
Ólafur Hrannar Kristjánsson '62 2-0
Óttar Bjarni Guðmundsson '65 3-0
16.08.2013  -  19:15
Leiknisvöllur
1. deildin
Dómari: Erlendur Eiríksson
Byrjunarlið:
Vigfús Arnar Jósepsson ('82)
Óttar Bjarni Guðmundsson
Eyjólfur Tómasson
10. Ólafur Hrannar Kristjánsson ('70)
11. Brynjar Hlöðversson
15. Kristján Páll Jónsson (f) ('77)
21. Hilmar Árni Halldórsson
23. Gestur Ingi Harðarson
88. Sindri Björnsson

Varamenn:
3. Ósvald Jarl Traustason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Karl Oliyide ('91)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heil og sæl. Hér á Leiknisvelli mætast heimamenn og Þróttur í Reykjavíkurslag í 1. deild karla.

Um er að ræða leik í sextándu umferð deildarinnar.

Leiknir er í fimmta sæti, tveimur stigum frá toppsætinu í þessari ótrúlega jöfnu deild. Þróttur er í tíunda sæti, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

Spámaður dagsins á Fótbolta.net, Tómas Þór Þórðarson á Morgunblaðinu, spáir því að leikurinn endi með jafntefli 1-1.
Fyrir leik
Breyting á áður útgefnu byrjunarliði Leiknis. Ósvald Jarl Traustason, lánsmaður frá Breiðabliki, átti að byrja leikinn en hann er veikur og Gestur Ingi Harðarson tekur hans stöðu.
Fyrir leik
Fannar Þór Arnarsson, miðjumaður, leikur ekki meira með Leikni á tímabilinu en hann er farinn út í nám til Bandaríkjanna.
Fyrir leik
Þróttur teflir fram óbreyttu byrjunarliði frá síðasta leik. Þá vann liðið 3-0 sigur gegn Völsungi. Þjálfari Þróttar, Zoran Miljkovic, stýrði Leikni seinni hluta sumars 2011 með góðum árangri. Liðið var þá í harðri fallbaráttu en bjargaði sér.
1. mín
Leikurinn er hafinn - Að vanda gengu liðin inn á völlinn undir laginu "In the ghetto" með Elvis.
7. mín
Leiknismenn meira með boltann hér í upphafi. Ég er staddur rétt við mark Þróttar. Trausti Sigurbjörnsson markvörður Þróttar hefur talað stanslaust síðan flautað var til leiks. Stýrir sínum mönnum af röggsemi.
13. mín
Þróttarar hafa lifnað við, eru að fá góðan stuðning frá Kötturunum í stúkunni. Denis Sytnik átti góðan sprett og sendingu á Odd Björnsson sem vann horn en ekkert kom úr hornspyrnunni.
16. mín
Fyrir aftan annað markið kemur reykjastrókur, tyrknesk stemning. Um er að ræða reyk frá grillinu en Leiknismenn bjóða upp á grillaða borgara eins og fleiri lið. Tómas Ingi Tómasson valdi þetta bestu grillborgara í íslenska boltanum.
17. mín
Leiknismenn brjálaðir yfir að fá ekki aukaspyrnu rétt fyrir utan teig andstæðingana. Þróttarar brunuðu upp og fengu aukaspyrnu strax í kjölfarið við litla hrifningu heimamanna.
18. mín
Hilmar Árni Halldórsson hefur verið langmesta ógn Leiknis sóknarlega í sumar. Hann með fyrsta skotið á markið í leiknum en laust og auðvelt fyrir Trausta.
19. mín
Inn:Davíð Stefánsson (Þróttur R.) Út:Hlynur Hauksson (Þróttur R.)
Skipting vegna meiðsla.
25. mín
Leiknismenn meira með boltann en Þróttarar eru skipulagðir og gefa fá færi á sér.
30. mín
Pétur Örn Svansson með ágætis skottilraun fyrir Leikni en Trausti vel á verði í markinu.
35. mín
HÖRKUSKOT! Eftir misheppnaða hreinsun átti Sveinbjörn Jónasson hörkuskot á mark Leiknis. Vel varið hjá Eyjólfi Tómassyni.
40. mín
Fín sókn Leiknis, Pétur Svansson með fyrirgjöf, boltinn skallaður fyrir fætur Hilmars Árna sem lagði hann á Vigfús Arnar en skotið yfir markið.
45. mín
Hálfleikur - Fremur tíðindalítið. Hemamenn meira með boltann en ekki fengið mörg opin færi. Allar skottilraunir fyrir utan teig
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
49. mín
Vigfús Arnar með skot á markið sem gripið er af Trausta. Það vantar miklu meiri kraft í þessi skot.
52. mín
DAUÐAFÆRI! Kristján Páll einn gegn Trausta sem varði frábærlega. Klárlega hættulegasta færi leiksins til þessa. Þarna átti Kristján að gera betur!
53. mín
Gunnar Jarl dómari og Leiknismaður er mættur með hund á völlinn. Lætur vel fara fyrir sér í brekkunni.
55. mín
Sóknir Leiknis virðast vera að þyngjast. Eru með tök á leiknum þessa stundina.
59. mín MARK!
Hilmar Árni Halldórsson (Leiknir R.)
ÞVÍLÍK AFGREIÐSLA!!! Hilmar Árni Halldórsson hirti boltann af varnarmanni og óð inn í teiginn, Trausti markvörður kom á móti honum en Himmi kom boltanum yfir hann á magnaðan hátt. Glæsilega gert hjá Hilmari.
62. mín MARK!
Ólafur Hrannar Kristjánsson (Leiknir R.)
Stoðsending: Vigfús Arnar Jósepsson
Fyrirliðinn skorar! Ólafur Hrannar Kristjánsson með hörkuskalla eftir hornspyrnu. Þarna var dekkningin frá Þrótturum illilega að klikka.
65. mín MARK!
Óttar Bjarni Guðmundsson (Leiknir R.)
Stoðsending: Vigfús Arnar Jósepsson
ÞRJÚ MÖRK Á SEX MÍNÚTUM! Vigfús Arnar með hornspyrnu aftur og leggur upp annað mark. Miðvörðurinn Óttar Bjarni Guðmundsson var á nærstönginni og skóflaði knettinum inn.
67. mín
Leiknismenn eru á eldi þessa stundina! Rétt fyrir þriðja markið varði Trausti naumlega skalla frá Brynjari Hlöðverssyni.
69. mín
Óttar Bjarni fagnaði markinu sínu áðan með því að hlaupa upp að Gunnari Einarssyni og faðma hann. Gunnar er meðal áhorfenda í kvöld en hann spilaði við hlið Óttars í vörn Leiknis og þjálfaði liðið undir lok síðasta tímabils.
70. mín
Inn:Karl Oliyide (Leiknir R.) Út:Ólafur Hrannar Kristjánsson (Leiknir R.)
72. mín
Frábært skot frá Sindra Björnssyni sem sleikti samskeytin en hitti ekki rammann. Leiknir með öll völd, vægast sagt.
75. mín
Varnarleikur Þróttar var nú nokkuð þéttur í fyrri hálfleik en hefur verið vandræðalegur í seinni hálfleiknum.
77. mín
Inn:Sævar Freyr Alexandersson (Leiknir R.) Út:Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.)
82. mín
Inn:Stefán Birgir Jóhannesson (Leiknir R.) Út:Vigfús Arnar Jósepsson (Leiknir R.)
85. mín
Hilmar Árni með fína skottilraun en Trausti ver. Hefur haft nóg að gera í þessum leik. Verið öllu rólegra hjá kollega hans hinumegin.
91. mín Gult spjald: Karl Oliyide (Leiknir R.)
93. mín
LEIK LOKIÐ - Mikill gæðamunur á þessum tveimur liðum í dag.
Byrjunarlið:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
Hallur Hallsson
2. Ingiberg Ólafur Jónsson
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
5. Aron Ýmir Pétursson
9. Andri Björn Sigurðsson
10. Ingólfur Sigurðsson
11. Denis Sytnik
14. Hlynur Hauksson ('19)
21. Sveinbjörn Jónasson
27. Oddur Björnsson

Varamenn:
1. Ögmundur Ólafsson (m)
5. Haukur Hinriksson
9. Arnþór Ari Atlason
20. Viktor Unnar Illugason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: