Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍBV
1
1
Keflavík
0-1 Hörður Sveinsson '64
Jón Ingason '90 1-1
22.08.2013  -  18:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deildin
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Byrjunarlið:
6. Gunnar Þorsteinsson ('69)
11. Víðir Þorvarðarson ('81)
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
5. Jón Ingason ('81)
17. Bjarni Gunnarsson ('76)

Liðsstjórn:
Guðjón Orri Sigurjónsson

Gul spjöld:
Arnór Eyvar Ólafsson ('28)
Eiður Aron Sigurbjörnsson ('9)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan dag lesendur Fótbolti.net. Hér mun fara fram bein textalýsing frá leik ÍBV og Keflavíkur. Þessi leikur er í 10.umferð en þurfti að fresta þessum leik vegna þess að ÍBV átti leik í Evrópudeildinni.

Fyrir leik
Gengi ÍBV i síðustu leikjum hefur verið brösulegt, en þeir hafa aðeins hirt 1 stig í síðustu 5 leikjum í deildinni.

Keflavík hefur hins vegar unnið sig úr fallsæti og sitja núna í 10.sæti deildarinnar. Með sigri í dag koma þeir sér í 16 stig og eru þá komnir 4 stigum frá Víking Ólafsvík sem situr í 11.sætinu
Fyrir leik
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leikinn hér í dag og honum til aðstoðar verða Halldór Breiðfjörð Jóhannsson og Bryngeir Valdimarsson
Fyrir leik
ÍBV gera eina breytingu á liði sínu. Gunnar Þorsteins kemur inn fyrir Arnar Braga Bergsson. Einnig er Aziz Kemba á bekkinn hjá ÍBV en hann kom til Eyja í gær frá Úganda
Fyrir leik
Keflavík gera einnig eina breytingu á liði sínu. Ray Anthony Jónsson kemur inn í liðið fyrir Magnús Sverri Þorsteinsson.
Fyrir leik
Aðstæður í Eyjum í dag eru ekki góðar, mikill vidur og völlurinn er ekkert í spes standi. Það er vindur á annað markið eða í áttina að dalnum.
Fyrir leik
Leikmenn liðanna eru farinn inn í búningsklefa. Fer að styttast í leik. Grunar að það verði leiðinlegur fótboltaleikur í dag miðað við rokið í Eyjum.
Fyrir leik
Liðin að labba inná. Örstutt í leik.
1. mín
Leikurinn er hafinn!. Keflavík byrja með boltann og sækja í átt að Herjólfsdal.
2. mín
Gunnar Þorsteins á skalla aftur fyrir sig þar fékk Hörður Sveinsson boltann og átti gott skot sem mér sýndist James verja en markspyrna dæmd
9. mín Gult spjald: Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
Stoppaði sókn Keflavíkur við horn vítateigshornið. Jóhann Birnir ætlaði að skrúfa boltanum inn í teiginn en boltinn fór lengst yfir og inn í dal.
14. mín
David James sparkaði út og þar ætlaði Einar Orri að taka boltann viðstöðulaust en boltinn fór langt framhjá markinu.
15. mín
David James er búinn að taka nokkrar markspyrnu frá markinu í á fyrsta korterinu. Boltinn er mikið á vallarhelmingi ÍBV enda rokið mikið og mjög erfitt að sparka boltanum fram.
18. mín
Endre Ove Brenne flaug á auglýsingaskilti þegar Matt Garner ýtti aðeins við honum á hliðarlínunni.
19. mín
Keflavík fá aukaspyrnu og Arnór Ingvi með skot úr aukaspyrnunni sem fer framhjá markinu.
24. mín
Jóhann Birnir átti hörkuskot rétt fyrir utan teig sem David James var í erfiðleiku með en sóknin fór út í sandinn eftir það.
28. mín Gult spjald: Arnór Eyvar Ólafsson (ÍBV)
Keflavík var að taka aukaspyrnu og Arnór Eyvar fór fyrir boltann, klaufalegt spjald hjá manninum.
36. mín
Það er EKKERT að gerast í þessum leik, ekta rokleikur og liðin ná engan veginn að spila sinn leik, David James er í erfiðleikum með að sparka út. Ómar hefur hinsvegar ekki mikið þurft að sparka út.
39. mín Gult spjald: Ray Anthony Jónsson (Keflavík)
Fyrir brot á Gunnari Þorsteins, Gunnar fær aðhlynningu frá Hjalta doktor og þjálfara KFS
45. mín
Venjulegur leiktími í fyrri hálfleik er liðinn. Vilhjálmru bætir líklega ekki nema svona 1 mín við.
45. mín
Kominn hálfleikur í Eyjum. Fyrri hálfleikur var frekar dapur. Ekkert að frétta af leiknum, menn í vandræðum með að spila boltanum á milli sín og David James á mjög erfitt meða sparka boltanum út því hann á það til að fjúka í innkast eða nánast til baka á hann.
45. mín
Leikmenn liðanna eru mættir aftur á völlinn. Vonumst eftir mörkum í seinni hálfleik, þetta var mjög dapur leikur í fyrri hálfleiknum.
46. mín
Leikurinn er hafinn að nýju og eru sömu lið sem byrja seinni hálfleikinn og sem byrjuðu þann fyrri.
52. mín
Víðir og Endre Ove Brenne skalla saman. Víðir þarf að fá tape um hasinn þar sem það blæður úr honum og Brenne liggur eftir og fær aðhlynningu. Leikmaður Keflavíkur að gera sig kláran, lítur út fyrir að Brenne klári ekki þennan leik.
55. mín
Brenne fer útaf á börum, þetta lítur ekki vel út.
56. mín
Inn:Grétar Atli Grétarsson (Keflavík) Út:Endre Ove Brenne (Keflavík)
58. mín
Víðir er mættur inná aftur, allur teipaður og þurfti að skipta um búning og stuttbuxur, hefur greinilega blætt talsvert úr honum.
60. mín
Sjúkrabíllinn er mættur á völlinn til þess að ná í Brenne, óskum þess að það sé allt í lagi hjá honum.
64. mín MARK!
Hörður Sveinsson (Keflavík)
Stoðsending: Ray Anthony Jónsson
Hljóp inn í teiginn og átti sendingu fyrir og þar var Hörður Sveinsson mættur á fjarstöngina og setti boltann í netið. Flott sókn hjá Keflavík, staðan er orðin 0-1 og verður gaman að sjá hvort það komi meira líf í leikinn fyrst Keflvíkingar eru komnir yfir.
66. mín
Einar Orri og Brynjar Gauti liggja báðir eftir á vellinum, annað skiptið á stuttum tíma sem menn eru að skalla saman hérna.
67. mín
Báðir staðnir upp og ÍBV fær aukapspyrnu, Aaron Spear skýtur og boltinn framhjá markinu.
69. mín
Inn:Arnar Bragi Bergsson (ÍBV) Út:Gunnar Þorsteinsson (ÍBV)
71. mín
Aaron Spear átti hornspyrnu og boltinn var skallaður út, þar átti Arnar Bragi frábært skot sem Ómar varði vel í stöngina.
72. mín
Inn:Daníel Gylfason (Keflavík) Út:Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík)
74. mín
Inn:Frans Elvarsson (Keflavík) Út:Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík)
76. mín
Inn:Bjarni Gunnarsson (ÍBV) Út:Ian Jeffs (ÍBV)
81. mín
Inn:Jón Ingason (ÍBV) Út:Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
82. mín
Það er ekkert að gerast hérna, eina sem gerist er að ÍBV reyna langskot til að láta reyna á Ómar í markinu en ekkert markvert gerist.
87. mín
Lítur út fyrir að Keflavík ætli að sigla þremur stigum heim, allavega ekkert markvert að gerast.
90. mín
Uppbótartíminn er ég veit ekki hvað margar mínútur
90. mín
Hundleiðinlegur leikur í hundleiðinlegu veðri
90. mín MARK!
Jón Ingason (ÍBV)
Skoraði á glæsilegan hátt, boltinn kom fyrir markið og Jón tekur hann í fyrsta með hægri (verri fætinum), boltinn fer framhjá Ómari í markinu.

Fyrsta mark hans fyrir meistaraflokk ÍBV!
90. mín
Aaron Spear með fasta aukaspyrnu úr þröngu færi, boltinn endar í slánni og af varnarmanni keflvíkinga!

Jón Ingason tekur hornspyrnuna fyrir eyjamenn og nær að koma boltanum fyrir markið en þar er enginn!
90. mín
Keflvíkingar fá hér hornspyrnu, 5 míntútur búnar af uppbótartímanum!
90. mín
Eyjamenn hreinsa
Leik lokið!
Leik lokið hér í eyjum, leiðinlegur leikur þannig séð. En við fengum þó 2 mörk.

Verður að teljast sanngjarnt þetta jafntefli, en bæði lið áttu í erfiðleikum með að halda boltanum þar sem veðrið var ömurlegt.

Ég þakka fyrir mig, adios.
- J.Norðfjörð
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Ómar Jóhannsson
Jóhann Birnir Guðmundsson ('74)
6. Einar Orri Einarsson
10. Hörður Sveinsson
11. Bojan Stefán Ljubicic ('72)
20. Magnús Þórir Matthíasson

Varamenn:
12. Bergsteinn Magnússon (m)
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson
25. Frans Elvarsson ('74)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ray Anthony Jónsson ('39)

Rauð spjöld: