Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fram
2
3
Keflavík
0-1 Einar Orri Einarsson '24
0-2 Bojan Stefán Ljubicic '55 , víti
Viktor Bjarki Arnarsson '61 1-2
1-3 Hörður Sveinsson '84
Haukur Baldvinsson '87 2-3
26.08.2013  -  19:15
Laugardalsvöllur
Pepsi-deild
Aðstæður: Blautur völlur og logn
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Maður leiksins: Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
Daði Guðmundsson ('73)
11. Almarr Ormarsson
13. Viktor Bjarki Arnarsson
16. Aron Bjarnason ('69)

Varamenn:
1. Denis Cardaklija (m)
9. Haukur Baldvinsson ('69)
14. Halldór Arnarsson
23. Benedikt Októ Bjarnason

Liðsstjórn:
Halldór Hermann Jónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góða kvöldið!

Hér verður bein textalýsing frá leik Fram og Keflavíkur í 17. umferð Pepsi-deildar karla.

Fram er fyrir leikinn með 18 stig í 7. sæti en Keflavík er með 14 stig í 10. sætinu, stigi frá falli.

Framarar töpuðu 3-2 gegn Stjörnunni síðastliðinn sunnudag eftir að hafa orðið bikarmeistari helgina á undan.

Keflvíkingar gerðu jafntefli við ÍBV á fimmtudag eftir að hafa þar áður unnið Val.
Fyrir leik
Bjarni Jóhannsson, þjálfari KA, spáði í leikina í 17. umferð og hann býst ekki við mörkum í kvöld.

Fram 0 - 0 Keflavík
Keflvíkingarnir eru að bíta frá sér núna. Þetta var mikil vika hjá Fram og þeir eru með tryggt Evrópusæti á meðan Keflvíkingar eru að berjast fyrir lífi sínu. Það eru batamerki á leik Keflavíkur liðsins og ég held að þeir nái stigi þarna.
Fyrir leik
Keflvíkingar sátu fastir í Eyjum í tvo sólarhringa eftir leikinn gegn ÍBV þar sem Herjólfur gat ekki siglt vegna ölduhæðar. Spennandi verður að sjá hvort að það hafi þjappað hópnum enn betur saman fyrir leikinn í kvöld.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár.

Orri Gunnarsson er ekki með Fram vegna meiðsla og Daði Guðmundsson tekur stöðu hans. Almarr Ormarsson kemur einnig aftur inn í byrjunarliðið fyrir Hauk Baldvinsson.

Arnór Ingvi Traustason er í leikbanni hjá Keflavík og Frans Elvarsson tekur stöðu hans í byrjunarliðinu.
Fyrir leik
Keflvíkingar spila í gulum varabúningum sínum í kvöld á meðan Framarar eru í sínum bláu búningum.
Fyrir leik
Leikurinn fer fram á sama tíma og stórleikur Manchester United og Chelsea. Spennandi verður að sjá hvort það hafi mikil áhrif á áhorendatölur.
1. mín
Fasteignasalinn Guðmundur Ársæll Guðmundsson hefur flautað til leiks.
4. mín
Hörður Sveinsson með fínan skalla sem Ögmundur ver í horn.
9. mín
Fyrsta tilraun Framara. Almarr með skot yfir úr vítateignum.
12. mín
Endre Ove Brenne er með sárabindi á höfðinu eftir höfuðhögg sem hann fékk gegn ÍBV á fimmtudag. Sauma þurfti fimm spor í ennið á honum.
14. mín
Kristinn Ingi nær að fara framhjá Ómari markverði og í kjölfarið reynir hann fyrirgjöf eða skot úr þröngu færi en hittir boltann skelfilega.
17. mín
Jafnræði með liðunum hingað til. Við bíðum ennþá eftir fyrsta dauðafærinu.....já og markinu.
24. mín MARK!
Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Stoðsending: Jóhann Birnir Guðmundsson
Einar Orri kemst óvænt einn gegn Ögmundi og skorar. Einhverjir Framarar vilja rangstöðu en varnarlínan leit ekki vel út þarna.

Þriðja mark Einars Orra í yfir 100 leikjum með Keflavík.
30. mín
Kristinn Ingi með fyrirgjöf sem Hólmbert rétt missir af fyrir opnu marki.
31. mín
Kristinn Ingi skorar en búið var að flagga rangstöðu.
34. mín
Stuðningsmenn Keflavíkur láta vel í sér heyra með trommuslætti og öskrum. Minna fyrir stuðningsmönnum Fram.
Tómas Meyer:
Fátt um fína drætti hér í Laugardalnum enda engin að gera það ! #fótbolti #bestasætið
45. mín
Frekar tíðindalitlum fyrri hálfleik lokið. Keflvíkingar leiða með marki frá Einari Orra. Það vantar meiri brodd í sóknarleik beggja liða. Vonandi koma þau sprækari til leiks í síðari hálfleik.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn. Óbreytt liðsskipan.
49. mín
Þarna munaði litlu! Bojan Stefán Ljubicic með laglega takta á vinstri kantinum og fyrirgjöf á Hörð Sveinsson sem skallar í stöngina.
54. mín
Keflvíkingar fá vítaspyrnu! Eftir laglegt spil upp hægri kantinn brýtur Jordan Halsman klaufalega á Ray Anthony Jónssyni, landsliðsmanni Filippseyja, sem var að komast í fína stöðu.

Ray er að spila á hægri kantinum hjá Keflavík í dag líkt og í síðasta leik.
55. mín Mark úr víti!
Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík)
Stoðsending: Ray Anthony Jónsson
Gríðarlega örugg spyrna. Keflvíkingar leiða 2-0.
56. mín
Keflvíkingar hafa byrjað síðari hálfleikinn af krafti og uppskáru mark. Núna verður róðurinn þungur fyrir Framara sem hafa ekki verið sannfærandi í dag.
61. mín MARK!
Viktor Bjarki Arnarsson (Fram)
Stoðsending: Hólmbert Aron Friðjónsson
Þvílíkt mark! Mark umferðarinnar er klárt. Hólmbert sendir hælsendingu á Viktor Bjarka Arnarsson sem skorar með þrumuskoti af 25 metra færi. Alvöru negla!
63. mín
Miklu meira líf í síðari hálfleiknujm en þeim fyrra. Hörkuleikur í gangi.
64. mín
Skelfileg útfærsla á aukaspyrnu frá Fram. Halsman ætlaði að renna boltanum rétt áfram og Hólmbert ætlaði að þruma á markið í kjölfarið. Halsman sparkaði of fast í boltann og varnarmenn Keflvíkinga voru á undan Hólmberti. Illa gert.
69. mín
Inn:Haukur Baldvinsson (Fram) Út:Aron Bjarnason (Fram)
71. mín
Inn:Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík) Út:Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík)
71. mín
Inn:Andri Fannar Freysson (Keflavík) Út:Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík)
Tvöföld breyting hjá Keflvíkingum.
73. mín
Inn:Daði Guðmundsson (Fram) Út:Halldór Hermann Jónsson (Fram)
Ríkharður Daðason fer í þriggja manna vörn. Daði fer úr hægri bakverðinum og Halldór Hermann kemur á miðjuna. Löwing, Haugland og Halsman eru þrír saman í vörninni.
76. mín
Hörður Sveinsson í dauðafæri eftir fínan sprett. Hörður fór framhjá Ögmundi utarlega í vítateignum en skaut síðan í hliðarnetið fyrir opnu marki. Færið var þröngt en Hörður var talsvert frá því að skora.
80. mín
Hörkusókn hjá Fram sem endar á því að Haukur Baldvinsson er einn fyrir opnu marki en Einar Orri Einarsson bjargar á síðustu stundu.
81. mín
Framarar sækja áfram. Hólmbert með skalla sem Ómar ver vel í horn.
84. mín MARK!
Hörður Sveinsson (Keflavík)
Stoðsending: Andri Fannar Freysson
Keflvíkingar eru að landa þessu! Andri Fannar fær sendingu yfir vörn Fram og hann gefur boltann fyrir frá vítateigslínu hægra megin á Hörð sem skorar.

Hörður hefur verið mjög ógnandi í dag og þarna datt markið. Mark í þriðja leiknum í röð hjá Herði.
85. mín
Inn:Jon André Röyrane (Fram) Út:Kristinn Ingi Halldórsson (Fram)
87. mín MARK!
Haukur Baldvinsson (Fram)
Stoðsending: Almarr Ormarsson
Boltinn dettur á fjærstöng þar sem varamaðurinn Haukur Baldvinsson skorar auðveldlega.

Það er ennþá von fyrir Framara.
90. mín
Inn:Ray Anthony Jónsson (Keflavík) Út:Grétar Atli Grétarsson (Keflavík)
90. mín
Almarr með hörkuskot sem Ómar ver út í teiginn. Framarar reyna að jafna.
90. mín
Framarar vilja víti þegar Sam Hewson fellur eftir fyrirgjöf. Ríkharður Daðason er afar ósáttur á hliðarlínunni en ekkert er dæmt.
Leik lokið!
Keflvíkingar vinna gríðarlega þýðingarmikinn sigur í botnbaráttunni. Keflavík hefur nú landað sjö stigum í síðustu þremur leikjum og liðið er með 17 stig í níunda sæti, fjórum stigum frá fallsvsæðinu og einungis stigi á eftir Fram.

Nánar verður fjallað um leikinn innan tíðar.
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Ómar Jóhannsson
Jóhann Birnir Guðmundsson ('71)
6. Einar Orri Einarsson
10. Hörður Sveinsson
11. Bojan Stefán Ljubicic ('71)
20. Magnús Þórir Matthíasson
25. Frans Elvarsson

Varamenn:
12. Bergsteinn Magnússon (m)
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('71)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: