Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
KR
3
1
Valur
Gary Martin '20 1-0
Baldur Sigurðsson '65 2-0
2-1 Patrick Pederson '80
Emil Atlason '86 3-1
29.08.2013  -  18:00
KR-völlur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Grár himinn og vindur, völlurinn fínn
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Áhorfendur: 1626
Byrjunarlið:
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
8. Baldur Sigurðsson
8. Jónas Guðni Sævarsson
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson ('75)
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson ('63)
30. Jonas Grönner

Varamenn:
6. Gunnar Þór Gunnarsson ('75)
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
9. Kjartan Henry Finnbogason ('85)
11. Emil Atlason ('63)
18. Aron Bjarki Jósepsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Brynjar Björn Gunnarsson ('81)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu frá stórslag KR og Vals í frestuðum leik úr 10. umferð Pepsi-deildar karla.

KR-ingar sitja á toppi deildarinnar eftir frækilegan 3-1 sigur á FH á þessum velli á dögunum. Auk þess eiga þeir tvo leiki inni og margir vilja meina að titillinn sé tryggður.

Valsarar, aftur á móti, eru í 5. sæti og eru líklegast búnir að missa af Evrópusæti. Þeir eru fjórum stigum frá Blikum sem eru í sætinu fyrir ofan þá en Blikar eiga leik inni eftir leik sinn gegn Stjörnunni sem fer fram á sama tíma.
Fyrir leik
Hannes er kominn aftur í mark KR-inga þrátt fyrir að Rúnar Alex hafi verið besti leikmaður síðustu umferðar eins og búist var við. Bjarni Guðjónsson er á bekknum en hann meiddist í FH-leiknum. Emil Atlason er einnig tekinn út úr byrjunarliðinu en í þeirra stað koma Atli Sigurjónsson og Brynjar Björn Gunnarsson.
Fyrir leik
Einnig eru gerðar þrjár breytingar á liði Vals en þeir gerðu sjötta jafnteflið sitt á heimavelli gegn Þórsurum á sunnudaginn. Lucas Ohlander, Daniel Craig Racchi og Iain Williamson detta út fyrir Hauk Pál Sigurðsson, Indriða Áka Þorláksson og Andra Fannar Stefánsson.
Fyrir leik
KR-ingar hafa ekki unnið Valsara á KR-velli síðan árið 2005. Baldur Sigurðsson sagði í viðtali við Fótbolta.net í dag að KR-ingar væru staðráðnir í að brjóta þann vegg í kvöld.
Fyrir leik
KR-ingar koma nú út á völlinn að hefja upphitun.

Ásgeir Þór og Fjalar, markverðir Valsara eru þeir einu þaðan sem eru byrjaðir að hita.
Fyrir leik
Þá mæta Valsarar út á völl að hita upp. Andri Sigurðsson, strákur úr 2.flokki, er í hóp í fyrsta skipti í kvöld. Hann fær áttuna frá Rúnari Má Sigurjónssyni.
Fyrir leik
Goðsögnin Bjarni Felixson er mættur í blaðamannastúkuna, hann lýsir leiknum í KR-útvarpinu á eftir.
Fyrir leik
Garðar Örn Hinriksson er í stuði, hann veifaði upp í blaðamannastúkuna á meðan upphitun hans stóð. Hann á það til að vera áberandi í leikjum sem þessum.

Sjáum til hversu mikil áhrif hans verða á úrslit leiksins í kvöld.
Fyrir leik
Bæði liðin eru í reit núna. Valsarar eru fimm gegn fimm en KR-ingar eru hins vegar með tvö fjögurra manna lið og tvo sem eru alltaf með sóknarliðinu. Það gera ekki allir hlutina eins.
Fyrir leik
Það er að týnast í stúkuna núna. Búist er við góðri mætingu í kvöld eins og venjan er þegar þessi lið mætast.
Fyrir leik
Siggi Helga er að sjálfsögðu mættur með KR-húfu á höfði.
Fyrir leik
Þá halda liðin til búningsherbergja. Rúmlega 10 mínútur í leik.
Guðni Þ. Guðjónsson:
Eg hata vali af astriðu. Vikan onyt ef þessi leikur tapast #KR
Fyrir leik
Það verður að segjast að það er voðalega tómlegt Valsmegin í stúkunni.
Fyrir leik
Þá halda liðin út á völlinn leidd af Garðari Erni Hinrikssyni, dómara í dag. Heyr mína bæn hljómar hátt og snjallt.
1. mín
Þá hefja KR-ingar leik.
5. mín
Þetta fer nokkuð rólega af stað. KR-ingar halda boltanum aðeins til að byrja með. Valsarar hafa reynt að sækja hratt á þá. Þannig mun leikurinn líklega spilast að stærstu leyti.
5. mín
Valsarar ógna eftir langt innkast frá vinstri, uppskera hornspyrnu.
6. mín
Það byrjaði að rigna strax og leikurinn var flautaður á.
10. mín
Atli Sigurjónsson á skot rétt framhjá úr góðu færi með hægri fæti. KR-ingar höfðu legið á Valsmönnum í 2-3 mínútur sem endaði með sendingu Gary Martin inn á Atla en skotið rétt framhjá.
12. mín
Indriði Áki Þorláksson í góðu færi eftir vel útfærða skyndisókn Valsmanna. KR-ingar höfðu átt fast leikatriði á hættulegum stað. Valsmenn bægðu hættunni frá og fóru upp í sókn. Kristinn Freyr gaf fyrir eftir sendingu frá Patrick Pedersen. Indriði skaut viðstöðulaust yfir úr ágætis færi.
15. mín
Enn sækja Valsmenn að KR-ingum. Haukur Heiðar var út úr stöðu, Bjarni Ólafur Eiríksson fékk sendingu inn fyrir vinstra megin. Fast skot hans frá vítateigslínu er kýlt frá af Hannesi.
17. mín
Maggi Lú kom töluvert seint í Gary Martin, KR-ingar í stúkunni ósáttir við að hann hafi sloppið við spjald.
20. mín MARK!
Gary Martin (KR)
Stoðsending: Óskar Örn Hauksson
KR-ingar fóru í skyndisókn, Baldur hljóp á vörn Valsara, gaf út til Atla hægra megin, Nesta komst inní en boltinn barst til Óskars Arnar inní teignum. Hann fór framhjá Magga Lú og gaf á Gary Martin sem afgreddi vel af 6 metra færi.
25. mín
Guðmundur Reynir með stórhættulega sendingu fyrir en enginn KR-ingur nær að pota tá í boltann. Valsarar koma boltanum í horn.
26. mín
Grétar Sigfinnur með skalla af nærstönginni eftir hornspyrnu Atla Sigurjónssonar. Fjalar grípur boltann á línunni, allavega dæmdi aðstoðardómarinn svo. KR-ingar töldu sig hafa skorað annað markið þarna.
27. mín
Rigningin virðist vera töluvert misjöfn. Það er úrhelli sem stendur.
33. mín
Atli Sigurjónsson í góðu færi eftir vel útfærða sókn KR. Skot hans með hægri fæti aftur, langt framhjá.
36. mín
Haukur Páll með þrumuskot af um 35 metra færi. Beint á Hannes sem nær að halda boltanum.
43. mín
Baldur Sigurðsson í sannkölluðu dauðafæri! Það hafði ekkert verið að gerast undanfarnar mínútur. Skyndilega er vörn Vals komin öll úr skorðum, Gary Martin á þversendingu innfyrir á Baldur sem er einn gegn Fjalari en skot hans framhjá markinu.
45. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Fyrsta spjald leiksins. Gríðarlegur fögnuður KR megin en þeir hafa viljað sjá 2-3 spjöld fyrr í kvöld.
45. mín
Hálfleikur - KR-ingar verðskuldað yfir í hálfleik. Spurning hvort að færanýting þeirra nú í fyrri hálfleik komi til með að bitna á þeim í þeim síðari.
46. mín
Þá hefja Valsarar leik í síðari hálfleik.
47. mín
Gary Martin með fyrstu skottilraun síðari hálfleiks. Vinstri fótar skot hans frá vítateigsboga er framhjá.
50. mín
Kristinn Freyr með skot yfir úr ágætis færi.
54. mín
Það er töluvert rólegt yfir þessu sem stendur.
56. mín Gult spjald: Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
57. mín
Óskar Örn með gott skot eftir góða sókn KR. Fjalar kýlir boltann út í teiginn þar sem Nesta er fyrstur á vettvang og hreinsar aftur fyrir.
63. mín
Inn:Emil Atlason (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
65. mín MARK!
Baldur Sigurðsson (KR)
Stoðsending: Óskar Örn Hauksson
Óskar Örn með stórkostlega sendingu inn á teiginn, inn fyrir á Baldur sem losaði sig frá varnarmönnum Vals. Hann afgreiddi boltann svo með vinstri fæti í hægra hornið framhjá Fjalari í markinu.
67. mín
1626 áhorfendur lögðu leið sína í Vesturbæinn í kvöld.
71. mín
Inn:Matthías Guðmundsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Sigurður Egill setti ekki mikið mark á leik kvöldsins á vinstri kantinum.
75. mín
Inn:Gunnar Þór Gunnarsson (KR) Út:Guðmundur Reynir Gunnarsson (KR)
Mummi fer meiddur af velli.
78. mín
Inn:Lucas Ohlander (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Kristinn fór í groddaralega tæklingu á gulu spjaldi stuttu áður.
80. mín MARK!
Patrick Pederson (Valur)
Stoðsending: Haukur Páll Sigurðsson
Valsarar minnka muninn strax eftir skiptinguna, innkast Jónasar Næs frá hægri, boltinn féll fyrir Pedersen sem lagði boltann í hægra hornið.
81. mín Gult spjald: Brynjar Björn Gunnarsson (KR)
84. mín
Valsarar halda áfram að ógna. Pedersen skýtur en Hannes ver. Grétar Sigfinnur er fyrstur á frákastið og hreinsar.
85. mín
Inn:Kjartan Henry Finnbogason (KR) Út:Gary Martin (KR)
Það er ávallt vel fagnað í KR-helmingi stúkunnar þegar Kjartan Henry kemur inná.
86. mín MARK!
Emil Atlason (KR)
Stoðsending: Óskar Örn Hauksson
Emil átti góðan sprett upp hægri kantinn þar sem hann fór framhjá tveimur, gaf á Kjartan sem kom honum strax á Óskar Örn vinstra megin. Óskar skaut að marki Vals en Fjalar varði út í teiginn. Þar var arkitektinn Emil mættur á frákastið og lagði boltann í opið markið.
88. mín
Enn ógnar Pedersen, hann skaut skoppandi bolta yfir markið.
90. mín
Þremur mínútum bætt við. KR-ingar eru að sigla þessu í hús.
93. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Fáránlegt, Haukur fær gult fyrir að sparka boltanum frá Hannesi í útsparki. Ég veit ekki hverju Haukur var að reyna að ná fram þarna.
Leik lokið!
Sanngjarn 3-1 sigur KR-inga. Valsarar pressuðu aðeins á þá eftir markið sitt en Emil Atlason gerði út um þetta á 86. mínútu.
Byrjunarlið:
Haukur Páll Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson ('71)
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Andri Fannar Stefánsson

Varamenn:
Ásgeir Þór Magnússon (m)
14. Haukur Ásberg Hilmarsson

Liðsstjórn:
Matthías Guðmundsson

Gul spjöld:
Haukur Páll Sigurðsson ('93)
Bjarni Ólafur Eiríksson ('56)
Kristinn Freyr Sigurðsson ('45)

Rauð spjöld: