Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Keflavík
2
3
KR
Frans Elvarsson '1 1-0
1-1 Baldur Sigurðsson '12
1-2 Baldur Sigurðsson '51
Magnús Þórir Matthíasson '81 2-2
2-3 Aron Bjarki Jósepsson '93
22.09.2011  -  17:00
Nettóvöllurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Frábærar, sól og blíða. Völlurinn blautur.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Baldur Sigurðsson
Byrjunarlið:
Ómar Jóhannsson
Guðjón Árni Antoníusson
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson
20. Magnús Þórir Matthíasson
25. Frans Elvarsson

Varamenn:

Liðsstjórn:
Jóhann Birnir Guðmundsson

Gul spjöld:
Frans Elvarsson ('89)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn! Hér verður bein textalýsing frá leik Keflavíkur og KR í Pepsi-deild karla. Leikurinn er hluti af 13. umferð en honum var frestað á sínum tíma vegna þáttöku KR í Evrópudeildinni.

KR getur með sigri í dag náð þriggja stiga forskoti á toppi Pepsi-deildarinnar fyrir síðustu tvær umferðirnar en Keflavík þarf einnig nauðsynlega á stigum að halda í fallbaráttunni.
Fyrir leik
Byrjunarlið KR er klárt og það má sjá hér til hliðar. Guðjón Baldvinsson kemur aftur inn i liðið eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik gegn ÍBV. Gunnar Örn Jónsson dettur út úr liðinu og fer á bekkinn.
Fyrir leik
Guðmundur Steinarsson kemur aftur inn í Keflavíkur liðið eftir að hafa verið í banni gegn Fram. Magnús Sverrir Þorsteinsson og Magnús Þórir Matthíasson koma einnig inn í liðið en Ísak Örn Þórðarson, Jóhann Birnir Guðmundsson og Grétar Ólafur Hjartarson detta út. Ný sóknarlína hjá Keflavík.....
Fyrir leik
Aðstæður eru til fyrirmyndar í Keflavík í dag og óhætt er að hvetja fólk til að kíkja á völlinn!
Oddur G. Bauer:
Pumasveitin með comeback #Keflavík #Fótbolti #bouttime
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna í sumar fór 1-1 í maí síðastliðnum þar sem KR-ingar jöfnuðu undir lokin með umdeildu marki. KR-ingar slógu Keflvíkinga síðan einnig út úr Valitor-bikarnum og urðu á endanum bikarmeistarar.
Fyrir leik
Liðin eru mætt inn á völinn. Áhorfendur eru ekki mjög margir en búast má við að sumir komi með seinni skipunum vegna leiktímans.
Fyrir leik
Leikurinn er hafinn! Arnór Ingvi Traustason er kominn inn í lið Keflavíkur á síðustu stundu fyrir Brynjar Örn Guðmundsson sem komst ekki í gegnum upphitun. Hinn ungi Arnór Ingvi Traustason fer í hægri bakvörðinn og Guðjón Árni Antoníusson er með Adam Larsson í hjarta varnarinnar.
1. mín MARK!
Frans Elvarsson (Keflavík)
Frans Elvarsson kemur Keflvíkingum yfir eftir einungis 47 sekúndur með sínu fyrsta marki í Pepsi-deildinni. Hilmar Geir Eiðsson átti fyrirgjöf frá hægri og Frans skallaði í netið af stuttu færi! Frans er að leika sinn þriðja leik í byrjunarliði í sumar en hann var í láni hjá Njarðvík fyrri hluta tímabils.
Edda Sif Pálsdóttir:
þaaaaarna Keflavík! #bikarinntileyja #fótbolti
11. mín
KR-ingar hafa sótt í sig veðrið eftir markið. Þeir hafa sótt meira en án þess þó að fá almennileg færi.
12. mín MARK!
Baldur Sigurðsson (KR)
KR-ingar jafna. Baldur Sigurðsson fær nægan tíma til að athafna sig fyrir utan vítateig og hann skorar með þrumuskoti gegn sínum gömlu félögum! Baldur kann vel við sig í Keflavík og hann sagðist í viðtali við Fótbolta.net í dag ætla að skora í dag. Hann er því búinn að standa við stóru orðin.
13. mín
Guðmundur Steinarsson fær fínt skotfæri eftir undirbúning frá Hilmari Geir Eiðssyni en skot hans fer langt framhjá.
14. mín
Keflvíkingar ná að bjarga marki á ótrúlegan hátt! Skúli Jón Friðgeirsson átti langa sendingu inn fyrir á Dofra Snorrason sem lék á Ómar í markinu. Boltinn barst á Guðjón Baldvinsson en varnarmaður Keflvíkinga náði að renna sér fyrir skotið á marklínu. Viktor Bjarki Arnarsson fékk síðan á endanum fínt færi en skot hans fór framhjá markinu.
16. mín
Leikurinn byrjar afar fjörlega í sólinni í Keflavík. Ég get lofað því að við fáum fleiri mörk í þennan leik!
28. mín
Eftir loforðið um fleiri mörk hefur leikurinn róast og lítið sem ekkert gerst!
32. mín
Guðmundur Steinarsson hleður í skot fyrir utan vítateig en Hannes Þór Halldórsson, sem er með derhúfu í markinu, ver af öryggi.
38. mín
KR-ingar vilja vítaspyrnu þegar Baldur fellur eftir viðskipti sín við Guðjón Árna Antoníusson en Erlendur Eiríksson dæmir ekkert.
45. mín
Bjarni Guðjónsson reynir skot úr aukaspyrnu utan af vinstri kanti en boltinn fer yfir.
45. mín
Búið er að flauta til leikhlés. Eftir afar fjöruga byrun hefur verið minna um færi síðari hlutann á fyrri hálfleik en KR-ingar hafa sótt öllu meira.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn!
51. mín MARK!
Baldur Sigurðsson (KR)
Baldur Sigurðsson kemur KR-ingum yfir! Kjartan Henry Finnbogason snýr af sér varnarmann Kefvíkinga og sendir fyrir á Baldur sem skallar í netið af markteig. 2-1 fyrir KR!
54. mín
KR-ingar vilja hendi á Guðjón Árna Antoníusson. Baldur og Kjartan Henry hlaupa báðir að Halldóri Breiðfjörð aðstoðardómara til að kvarta en engin vítaspyrna er dæmd. KR-ingar fá aftur á móti hornspyrnu.
55. mín
Eftir hornspyrnuna á Baldur "klippu" frá vítateigslínu en boltinn fer framhjá.
58. mín
KR-ingar eru mun sterkari í síðari hálfleiknum og Baldur er nálægt því að bæta þriðja marki sínu við. Kjartan Henry Finnbogason kemst framhjá Viktori Smára Hafsteinssyni og sendir boltann út á Baldur en Ómar Jóhannsson ver skot hans í horn.
67. mín
Baldur er síógnandi og hann á núna hörkuskalla frá vítateigslínu en boltinn fer yfir!
68. mín
Inn:Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík) Út:Andri Steinn Birgisson (Keflavík)
75. mín
Inn:Magnús Otti Benediktsson (KR) Út:Egill Jónsson (KR)
76. mín
Inn:Ómar Karl Sigurðsson (Keflavík) Út:Arnór Ingvi Traustason (Keflavík)
Ómar Karl kemur inn á fyrir Arnór Ingva sem er meiddur.
77. mín
Magnús Þórir Matthíasson kemst í færi en er of lengi að athafna sig og varnarmenn KR ná að bjarga.
81. mín MARK!
Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík)
Keflvíkingar jafna. Guðmundur Steinarsson hafði betur í baráttu við Skúla Jón Friðgeirsson og átti fasta fyrirgjöf. Hannes Þór Halldórsson náði ekki að halda boltanum og Magnús Þórir Matthíasson nýtti sér það með því að skora í autt markið.
82. mín
Inn:Aron Bjarki Jósepsson (KR) Út:Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
Skúli Jón biður um skiptingu vegna meiðsla og Aron Bjarki leysir hann af hólmi.
Hafliði Breiðfjörð
89. mín Gult spjald: Frans Elvarsson (Keflavík)
Hafliði Breiðfjörð
93. mín MARK!
Aron Bjarki Jósepsson (KR)
Aron Bjarki Jósepsson er að tryggja KR-ingum sigur! Aron skorar eftir hornspyrnu tíu mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður.
95. mín
Leik lokið með 3-2 sigri KR-inga sem hafa nú þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar. Nánar verður fjallað um leikinn hér á Fótbolta.net síðar í kvöld.
Byrjunarlið:
Viktor Bjarki Arnarsson
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
5. Egill Jónsson ('75)
7. Skúli Jón Friðgeirsson ('82)
8. Baldur Sigurðsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
23. Atli Sigurjónsson

Varamenn:
6. Gunnar Þór Gunnarsson
18. Aron Bjarki Jósepsson ('82)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: