Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
KR
3
2
Fylkir
Bjarni Guðjónsson '28 1-0
1-1 Styrmir Erlendsson '35
Baldur Sigurðsson '49 2-1
Bjarni Guðjónsson '52 , sjálfsmark 2-2
Dofri Snorrason '64 3-2
Finnur Ólafsson '81
25.09.2011  -  16:00
KR-völlur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Fínar. Blautur völlur og ágætis veður.
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Maður leiksins: Dofri Snorrason
Byrjunarlið:
Viktor Bjarki Arnarsson
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
5. Egill Jónsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Baldur Sigurðsson
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
23. Atli Sigurjónsson

Varamenn:
18. Aron Bjarki Jósepsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn! Hér verður bein textalýsing frá leik KR og Fylkis í næstsíðustu umferð Pepsi-deildar karla. KR-ingar geta orðið Íslandsmeistarar með sigri í dag en til að það gerist þurfa Eyjamenn einnig að gera jafntefli eða tapa gegn FH.
Fyrir leik
Kjartan Henry Finnbogason og Gunnar Þór Gunnarsson taka út leikbann í liði KR í dag og hjá Fylki er Davíð Þór Ásbjörnsson í leikbanni.
Fyrir leik
Björn Jónsson kemur inn í liðið hjá KR fyrir Kjartan Henry. Hjá Fylki er Fjalar Þorgeirsson mættur aftur í markið og Styrmir Erlendsson og Valur Fannar Gíslason koma einnig inn í liðið. Davíð Þór Ásbjörnsson er ekki með vegna leikbanns og þá eru Tómas Joð Þorsteinsson og Gylfi Einarsson ekki með.
Fyrir leik
Búast má við afar góðri mætingu á leikinn í dag enda vonast Vesturbæingar til að verða Íslandsmeistarar í fyrsta sinn síðan árið 2003. Fjölmargir áhorfendur eru nú þegar mættir á völlinn og ljóst er að stúkan verður troðfull.
Skúli Jón Friðgeirsson leikmaður KR:
XXV #Bikarinnheim #Allirávöllinn
Davíð Snorri Jónasson:
Ef Óli þórðar mætir með fimm manna vörn þá tippaði hann á leikinn #stuðull12áfylki #fotbolti
Fyrir leik
Stúkan er orðin troðfull og stemningin í Vesturbænum er mögnuð enda gæti Íslandsmeistaratitilinnl verið á leiðinni.
Fyrir leik
,,Heyr mína bæn" ómar nú í Frostaskjólinu og liðin eru mætt inn á völlinn.
Fyrir leik
Leikurinn er hafinn. Völlurinn er blautur og vonandi fáum við hraðan og skemmtilegan leik.
10. mín
Leikurinn byrjar nokkuð rólega. Fylkismenn eru síst slakari aðilinn og ljóst er að þeir ætla ekki að gefa neitt í dag.
17. mín
Egill Jónsson á hörkuskot fyrir utan teig en Fjalar Þorgeirsson ver í horn.
21. mín
KR-ingar eru sterkari þessa stundina. Bjarni Guðjónsson á þrumuskot úr aukaspyrnu en Fjalar ver nokkuð auðveldlega.
23. mín Gult spjald: Magnús Þórir Matthíasson (Fylkir)
Baldur Bett fær fyrsta gula spjald leiksins. Hann sparkaði boltanum í burtu eftir að búið var að dæma.
27. mín
KR-ingar fá vítaspyrnu! Baldur Sigurðsson fellur við eftir að aukaspyrna kom inn á teiginn og Gunnar Jarl dæmir vítaspyrnu en það virðist vera ódýr dómur. Baldur var í baráttu við Val Fannar Gíslason þegar hann féll við.
28. mín MARK!
Bjarni Guðjónsson (KR)
Bjarni skorar af miklu öryggi úr vítaspyrnunni, 1-0 fyrir KR! Eyjamenn eru hins vegar yfir gegn FH og því ná Vesturbæingar ekki að trygga sér titilinn í dag eins og staðan er núna.
Kristján Sigurðsson
er gunnar jarl byrjadur ad drekka aftur??? skita ársins hja domara #fotbolti
Hörður Snævar Jónsson
33. mín
KR-ingar vilja fá aðra vítaspyrnu þegar Valur Fannar Gíslason fær boltann í hendina. Gunnar Jarl dæmir hins vegar ekkert.
Sigurður Elvar Þórólfsson
Hafði Jarlinn rétt fyrir sér? Mér fannst þetta frekar meinlaust klafs..#fotbolti
35. mín MARK!
Styrmir Erlendsson (Fylkir)
Fylkismenn jafna úr sinni fyrstu sókn í langan tíma! Eftir aukaspyrnu af hægri kantinum skallar Valur Fannar Gíslason boltann áfram á fjærstöng þar sem kantmaðurinn ungi Styrmir Erlendsson skallar í netið af stuttu færi.
36. mín Gult spjald: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir)
Ásgeir Börkur fer í bókina fyrir að tækla Baldur.
41. mín
KR-ingar fá skyndisókn sem endar á því að Guðmundur Reynir Gunnarsson fer upp vinstri kantinn og sendir fyrir á Guðjón Baldvinsson en skot hans fer framhjá.
44. mín Gult spjald: Heiðar Geir Júlíusson (Fylkir)
Þórir Hannesson er þriðji leikmaður Fylkis til að fá gula spjaldið. Þórir á hörkutæklingu á Viktor Bjarka Arnarsson og einhverjir KR-ingar vilja rauða spjaldið. Gunnar Jarl lyftir hins vegar upp því gula.
45. mín
Fjalar Þorgeirsson ver glæsilega frá Guðjóni Baldvinssyni. Bjarni Guðjónsson átti flotta fyrirgjöf á fjærstöng þar sem Guðjón skallaði að marki en Fjalar varði mjög vel.
45. mín Gult spjald: Styrmir Erlendsson (Fylkir)
Fylkismenn eru afar baráttuglaðir í dag. Styrmir Erlendsson fær núna gula spjaldið fyrir að tækla Dofra Snorrason illa.
45. mín
Búið er að flauta til leikhlés. KR-ingar hafa verið sterkari og komust verðskuldað yfir en Fylkismenn náðu að jafna. Eins og staðan er núna fer enginn bikar á loft í Vesturbænum í dag en KR-ingar hafa 45 mínútur til að reyna að breyta því í síðari hálfleiknum.
Einar Lövdahl:
Af tæklingum Fylkismanna að dæma er augljóst hver þjálfari liðsins er. #fotbolti #ÁframKR
46. mín
Inn:Rúrik Andri Þorfinnsson (Fylkir) Út:Kjartan Ágúst Breiðdal (Fylkir)
Síðari hálfleikuinn er hafinn. Rúrik Andri Þorfinnsson kemur inn á fyrir Kjartan Ágúst Breiðdal en við þá breytingu fer Ásgeir Örn niður í hægri bakvörðinn og Trausti Björn yfir í vinstri bakvörð. Rúrik kemur aftur á móti inn á hægri kantinn.
49. mín MARK!
Baldur Sigurðsson (KR)
Baldur Sigurðsson kemur KR-ingum yfir og eins og staðan er núna fer bikarinn á lofti hér í Vesturbæ í dag. Dofri Snorrason fékk langa sendingu upp hægri kantinn og sendi fyrir á Baldur sem skoraði með skoti á lofti við gríðarlegan fögnuð heimamanna!
52. mín SJÁLFSMARK!
Bjarni Guðjónsson (KR)
Fylkismenn jafna aftur! Baldur Bett á langskot sem stefnir framhjá markinu. Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR-inga fær boltann hins vegar í sér og þaðan fer hann framhjá Hannesi í markinu!
62. mín
Hjörtur Hermannsson á góðan sprett og hörkuskot fyrir utan teig. Hannes Þór Halldórsson ver út í teiginn og boltinn berst á Albert Brynjar Ingason en hann rennur í skotinu og færið rennur út í sandinn!
63. mín Gult spjald: Finnur Ólafsson (Fylkir)
Valur Fannar er fimmti leikmaður Fylkis sem fær gula spjaldið í dag.
64. mín MARK!
Dofri Snorrason (KR)
KR-ingar eru aftur komnir með titilinn í sínar hendur, hægri bakvörðurinn Dofri Snorrason nær að skora! Guðjón Baldvinsson komst inn á teiginn og eftir mikla baráttu náði hann að senda á Dofra sem skoraði með viðstöðulausu skoti!
65. mín
Inn:Magnús Otti Benediktsson (KR) Út:Björn Jónsson (KR)
67. mín
Inn:Elís Rafn Björnsson (Fylkir) Út:Magnús Þórir Matthíasson (Fylkir)
72. mín
Rúrik Andri á skalla eftir hornspyrnu en Dofri bjargar á marklínu!
81. mín Rautt spjald: Finnur Ólafsson (Fylkir)
Valur Fannar fær sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að brjóta á Guðjóni Baldvinssyni rétt fyrir utan vítateigsbogann. Valur Fannar veit upp á sig skömmina og skokkar strax inn í klefa, áður en rauða spjaldið fer á loft.
82. mín
Inn:Andri Már Hermannsson (Fylkir) Út:Styrmir Erlendsson (Fylkir)
83. mín
Guðjón Baldvinsson á skot úr aukaspyrnunni en boltinn fer rétt framhjá.
90. mín
KR-ingar eru Íslandsmeistarar 2011! Leiknum er lokið með 3-2 sigri Vesturbæinga sem fagna vel og innilega! Nánari umfjöllun um leikinn kemur á Fótbolta.net síðar í kvöld!
Byrjunarlið:
3. Hinrik Atli Smárason
4. Finnur Ólafsson
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
11. Kjartan Ágúst Breiðdal ('46)
18. Styrmir Erlendsson ('82)
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Varamenn:
2. Ásgeir Eyþórsson
24. Elís Rafn Björnsson ('67)

Liðsstjórn:
Bjarni Þórður Halldórsson

Gul spjöld:
Finnur Ólafsson ('63)
Styrmir Erlendsson ('45)
Heiðar Geir Júlíusson ('44)
Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('36)
Magnús Þórir Matthíasson ('23)

Rauð spjöld:
Finnur Ólafsson ('81)