Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
KR
4
1
Fylkir
Gary Martin '6 1-0
1-1 Viðar Örn Kjartansson '25
Brynjar Björn Gunnarsson '48 2-1
Óskar Örn Hauksson '64 3-1
Gary Martin '74 4-1
16.09.2013  -  17:15
KR-völlur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Kalt og hvasst.
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 1004
Byrjunarlið:
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
8. Baldur Sigurðsson
8. Jónas Guðni Sævarsson
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson ('46)
30. Jonas Grönner

Varamenn:
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('86)
9. Kjartan Henry Finnbogason ('78)
11. Emil Atlason ('46)
18. Aron Bjarki Jósepsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið sælir lesendur góðir og velkomnir í beina textalýsingu frá leik KR og Fylkis. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað sökum veðurs.
Fyrir leik
Fyrir leik eru KR-ingar á toppi deildarinnar og í kjörstöðu. Þeir hafa þriggja stiga forskot á FH og Stjörnuna auk þess að eiga tvo leiki inni á bæði lið. Fylkismenn sitja í sjöunda sæti með tuttugu stig og eiga enn tölfræðilegan möguleika á falli þó ólíklegt verði að teljast að svo fari.
Fyrir leik
Dómari dagsins er Þóroddur Hjaltalín og honum innan handar munu vera Smári Stefánsson og Sverrir Gunnar Pálmason. Eftirlitsmaður KSÍ er Jón Sigurjónsson.
Fyrir leik
Breytingar á byrjunarliðum liðanna eru alls tvær, ein hjá hvoru liði. Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR er frá keppni vegna meiðsla en Brynjar Björn Gunnarsson tekur stöðu hans. Fyrirliði KR í dag er því Baldur Sigurðsson. Hjá Fylki kemur Guy Roger Eschmann inn í liðið fyrir Kjartan Ágúst Breiðdal.
Fyrir leik
Frá árinu 2003 hafa liðin mæst 21 sinni í deild og bikar. Hafa KR-ingar unnið tólf viðureignir, fjórir leikir hafa endað með jafntefli og fimm hafa endað með sigri Fylkis. KR hefur skorað 43 mörk í þesum leikjum en Fylkismenn 27.

Leikur liðanna í Lautinni fyrr í sumar endaði með 2-3 sigri KR þar sem Gary Martin skoraði öll þeirra mörk. Kjartan Ágúst Breiðdal og Viðar Örn Kjartansson skoruðu mörk Fylkis. Tölfræðin hefur þó ekkert að segja í leiknum í dag.
Gary Martin framherji KR
1st of 5 games in 13 days #wow
Fyrir leik
Líkt og alkunnt er þá átti leikurinn að fara fram í gær en var frestað vegna þess hve mikið veðurvíti Ísland er. Veðrið í dag er ekki gott en þó betra. Það er skítkalt og blæs duglega, ég ætla að giska á að þetta sé einhverskonar norð, norðaustan ógeð. Ennþá svo áttavilltur í Reykjavík.
Fyrir leik
Einhverjir eru að tínast í stúkuna en ég efast um að það verði mannmargt. Leikurinn er skelfilega tímasettur fyrir vinnandi fólk og svo er kalt líkt og áður var nefnt. Þeir sem eru mættir eru flestir kappklæddir.
Fyrir leik
Til að tala aðeins meir um kuldann þá var að mæta hér maður íklæddur lopapeysu, Kraftgalla, með tvær húfur og ekki má gleyma teppunum tveimur sem hann tók með sér.
Fyrir leik
Liðin eru að koma sér fyrir á vellinum. Athygli vekur að Hannes Þór Halldórsson og dómarar leiksins eru í alveg nákvæmlega eins litum treyjum.
Fyrir leik
Það er að rætast út mætingunni. Laglegt. Nú má Ellý klára að syngja og leikurinn hefjast.
1. mín
Leikurinn hafinn.
KR byrjar með boltann.
1. mín
Fyrsta tilraun leiksins. Hana á Finnur Ólafsson úr aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi KR. Nýtti sér vindinn og skotið rétt yfir þverslánna.
6. mín MARK!
Gary Martin (KR)
Stoðsending: Atli Sigurjónsson
Þetta var rosalega laglegt mark! Brynjar Björn sendi boltann fram á Gary sem sneri við og lagði boltann út til hægri á Hauk Heiðar sem var í overlappinu. Haukur fann fyrir inn í teig félaga sinn frá Akureyri, Atla Sigurjónsson, sem lagði boltann út aftur á Gary. Gary taldi upp að tveimur og lagði boltann beint í samúel með vinstri. Stórglæsilegt mark.
11. mín
Grönner klikkar á hreinsun. Hættulegt en Grétar reddar honum. Finnur tekur hornspyrnuna og snýr boltann rétt yfir markið úr henni.
13. mín
Guy Roger með snilldar sprett frá eigin vallarhelmingi. Vann boltann og fékk að hlaupa óáreittur að vítateig KR. Þar mætti honum Grétar og komst fyrir skot hans.
14. mín
Brynjar Björn með hörkuskot sem Bjarni ver út í teig en svo hreinsað í innkast. Baldur með undirbúninginn. Leikmaður Fylkir liggur eftir að hafa tæklað fyrir skot Brynjars. Emil Berger. Haltrar út af.
16. mín
Emil kominn aftur á fulla ferð aftur.
23. mín
Jónas Guðni með mjög góðan sprett. Leikur á tvo, leggur hann út til vinstri á Óskar Örn sem skýtur framhjá markinu úr sæmilegri stöðu.
25. mín MARK!
Viðar Örn Kjartansson (Fylkir)
Þvílík varnarmistök hjá Jonas Grönner. Misreiknaði boltann þegar hann ætlaði að hreinsa og fékk Viðar Örn í bakið. Viðar vann boltann af honum, lék á Guðmund Reyni sem hafði skilað sér til baka og skoraði örugglega framhjá Hannesi. Skelfileg mistök.

Við skulum samt ekki taka það frá Viðari að hann gerði mjög vel í þessu marki. Mikið fylgdi þessu vel eftir.
Birgir H. Stefánsson - íþróttablaðamaður
Var þetta Viðar Örn eða Benteke? #hnoð #fotbolti
30. mín
Það er bara að bæta í vindinn hér. Hrós til allra þeirra (sem eru margir) sem mættu á völlinn þrátt fyrir að leikurinn sé í sjónvarpinu.
31. mín
Viðar Örn með gott skot frá vítateigshorninu. Snýr boltann rétt framhjá.
32. mín
Hornfáninn hægra megin við Hannes Þór er við það að leggjast í jörðina vegna vinds.
38. mín
Óskar Örn fiskar aukaspyrnu úti hægra megin. Hættulegur staður. Átti aldrei að vera aukaspyrna. Dýfði sér duglega.
43. mín
KR-ingar hættulegir. Haukur Heiðar með stórhættulega aukaspyrnu sem þeir missa af hver á fætur öðrum. Endar hjá Óskari Erni og skot hans í varnarmann. Þar fær Baldur knöttinn en missir af honum.
44. mín
Gary Martin með lúmskt skot.
45. mín
Fyrir þá sem hafa áhuga á veðri þá er 4°C hiti hér á vellinum.
45. mín
Hálfleikur
45. mín
Þetta veður er ekkert að hjálpa gæðum leiksins. Flestir krossar og hreinsanir verða vindinum að bráð. Varnarmönnum KR gengið illa í fyrri hálfleik. Spurning hvernig Fylkismönnum vegnar eftir hálfleik.
46. mín
Inn:Emil Atlason (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
Seinni hálfleikurinn hafinn
Emil fær að hamra með vindinn í bakinn sennilega. Búinn að vera í banastuði að undanförnu. Hornfáninn sem núna er hægra megin við Bjarna Þórð er í 45° halla.
48. mín MARK!
Brynjar Björn Gunnarsson (KR)
Brynjar Björn hirðir boltann á miðjunni, lítur upp og setur boltann yfir Bjarna. Þetta var nánast frá eigin vallarhelmingi takk fyrir. Rétt inn á vallarhelmingi Fylkis.
49. mín
Sé eftir að hafa ekki sett það í lýsinguna. Sagði undi lok fyrri að einhver KR-ingur myndi smella honum af stjarnfræðilega löngu færi. Giskaði á Brynjar Björn. Brynjar Ingi á 433 getur vottað þetta.
53. mín
Emil Berger með gott skot rétt framhjá úr ágætri stöðu. Fast en hitti ekki markið.
57. mín
Þetta er ekkert fótboltaveður hérna. Þetta rok er bara rugl.
58. mín
Óskar Örn fær sendingu innfyrir frá Ásgeiri Erni mótherja sínum en Ásgeir ætlaði að hreinsa frá marki.
60. mín
Guy Roger Eschmann að fá hendi dæmda á sig í fjórða sinn í leiknum. Ætti kannski að snúa sér að annari íþrótt?
61. mín
Gary Martin með skot úr vítaboganum eftir sendingu Baldurs. Fyrirliðinn á síðan tilraun skömmu síðar.
64. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Stoðsending: Guðmundur Reynir Gunnarsson
Mörk KR-inga eru hvert öðru fallegra. Guðmundur með sendingu inn fyrir vörnina, beindi henni til Gary Martin sem var rangstæður og hoppaði yfir boltann. Óskar fékk boltann og vippaði honum fáránlega fallega yfir Bjarna Þórð. Svo lengi á leiðinni inn og svo flott.

Spurning hvort Martin hafi haft áhrif á leikinn og því átt að flagga hann rangann. Fróðari menn um regluna en ég verða að dæma um það.
68. mín
Inn:Kjartan Ágúst Breiðdal (Fylkir) Út:Guy Roger Eschmann (Fylkir)
Sennilega þá ekki dæmd hendi oftar í dag. Stuðullinn lækkar allavega duglega.
70. mín
Óskar Örn með sendingu sem hefði verið mjög góð í logni inn fyrir á Guðmund Reyni. Boltinn fauk rétt út af.
71. mín
Emil Berger og Pablo Punyed reyna að taka aukaspyrnu en það er erfitt að stoppa á vellinum. Vill alltaf vera á ferð út af vindinum. Berger tekur svo spyrnuna og setur boltann undir vegginn og framhjá. Mjög lúmskt og sniðugt í ljósi aðstæðna.
74. mín
Jónas Guðni með skot yfir út vítaboganum. Sendingin frá Martin. Vindurinn hjálpaði ekki.
74. mín MARK!
Gary Martin (KR)
Stoðsending: Emil Atlason
Verð að viðurkenna að sá ekki nógu vel hvað gerðist. Það kom sending inn fyrir frá Jónasi Guðna sem Fylkismenn unnu en misskildu sjálfa sig eitthvað (eins og Hildur Líf orðaði það svo eftirminnilega um árið) og Emil og Gary unnu boltann af þeim. Gary lék á Bjarna og einn varnarmann og lagði boltann í markið auðveldlega.
76. mín
"Titillinn er okkar í ár" syngja stuðningsmenn KR eftir hvert mark.
78. mín
Inn:Kjartan Henry Finnbogason (KR) Út:Brynjar Björn Gunnarsson (KR)
80. mín
Inn:Elís Rafn Björnsson (Fylkir) Út:Emil Berger (Fylkir)
Áhorfendatölur. 1004 og mættu í kuldann og ógeðið hér í dag. Það er fagmennska.
82. mín
Skalli framhjá frá Baldri eftir hornspyrnu frá Óskari Erni.
85. mín
Varamönnunum Elís Rafni og Kjartani Henry lendir saman sem endar með að Elís hryndir þeim síðarnefnda sem fellur með tilþrifum. Þóroddur Hjaltalín brosir bara að þessu.
86. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Út:Gary Martin (KR)
Engin þrenna fyrir Gary aftur á móti Fylki.
88. mín
Ásgeir Örn með fyrirgjöf ætlaða Viðari Erni en hann náði ekki til boltans. Hættuleg sending, vantaði bara sentimetra við Viðar.
89. mín
Inn:Davíð Einarsson (Fylkir) Út:Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir)
Fyrirgjöf Ásgeirs hans seinasta verk í þessum leik.
90. mín
Venjulegum leiktíma lokið. Uppbótartími þrjár mínútur.
90. mín
Úrslit út leikjum dagsins þýða að KR nægir sigur gegn Blikum á fimmtudag til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Eins og staðan er núna allavega.
Leik lokið!
Góður sigur KR sem nýttu vindinn betur.
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
Kristján Hauksson
4. Finnur Ólafsson
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
16. Tómas Joð Þorsteinsson
25. Agnar Bragi Magnússon
49. Ásgeir Örn Arnþórsson ('89)

Varamenn:
11. Kjartan Ágúst Breiðdal ('68)
22. Davíð Einarsson ('89)
24. Elís Rafn Björnsson ('80)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: