Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Þór/KA
0
6
Potsdam
Arna Sif Ásgrímsdóttir '11 , sjálfsmark 0-1
0-2 Nagasato Yuki '13
0-3 Nagasato Yuki '50
0-4 Nagasato Yuki '57
0-5 Peter Babetti '74
0-6 Anonma Genoveva '76
28.09.2011  -  16:15
Þórsvöllur
Meistaradeild Evrópu
Aðstæður: Logn, skúrir og 9°
Dómari: Katalin Kulcsár, Ungverjalandi
Byrjunarlið:
25. Helena Jónsdóttir (m)
Bojana Besic
2. Gígja Valgerður Harðardóttir ('73)
4. Karen Nóadóttir ('83)
10. Sandra María Jessen (f)
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir (f) ('63)
23. Mateja Zver

Varamenn:
8. Lára Einarsdóttir ('83)
8. Andrea Mist Pálsdóttir
24. Arna Benný Harðardóttir
25. Heiða Ragney Viðarsdóttir

Liðsstjórn:
Ágústa Kristinsdóttir

Gul spjöld:
Rakel Hönnudóttir ('36)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Velkomnir í beina textalýsingu kæru lesendur, það er sannkallaður stórleikur í boði í dag í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna hér á Þórsvellinum. Það verður nú eitthvað sérstakt að heyra meistaradeildarstefið fræga hér á eftir.
Fyrir leik
Mótherjar Þórs/KA hér í dag eru ekki beint litlir í heimi kvennaknattspyrnu vægast sagt. Turbine Potsdam hefur spilað til úrslita í þessari keppni síðustu tvö ár og hafa landað þessum eftirsótta titli tvisvar, 2005 og 2010 ásamt því að vera ríkjandi meistara í Þýskalandi síðustu 3 árin. Vægast sagt verðugt verkefni fyrir höndum hjá leikmönnum Þórs/KA.
Fyrir leik
Það er verið að bjóða upp á handklæði hér til að þurrka sæti enda var úrhelli hér rétt áðan en rétt dropar eins og er. Það væri nú óskandi að fá betra veður fyrir áhorfendur en þeir geta allavega ekki farið fram á endurgreiðslu enda frítt á leikinn.
Fyrir leik
Nokkuð skrautlegir áhorfendur mættir hér á svæðið með liði Potsdam, hver vissi að það væri hægt að búa til víkingahjálm úr flís? Ef þið eruð að spá í að gera það þá get ég þó sagt ykkur frá því að það er ekkert sérstaklega töff. Annar er mættur með stærsta hrossabrest sem ég hef séð, fagmenn hér á ferð!
Fyrir leik
Gríðarleg vonbrigði, stef Meistardeildar Evrópu var ekki spilað fyrir leik.
1. mín
Katalin Kulcsár hefur flautað til leiks
3. mín
Þór/KA með fyrsta skot leiksins og það var Mateja Zver þar á ferð, komst í ágætis færi af hægri vongnum en skot hennar var ekki nægilega gott og vel framhjá.
7. mín
Dauðafæri! Anonma komst alein í gegn en virkaði mjög svo rangstæð en línuvörðurinn var ekki á því að flagga, það skipti litlu máli því Helena Jónsdóttir varði glæsilega og hélt boltanum.
9. mín
Aftur er það Anonma sem á skot á markið, í þetta sinn fyrir utan teig en aftur er Helenda Jónsdóttir tilbúin og ver vel.
10. mín
Fínasta mæting hér í dag, í raun merkilega góð miðað við veðrið sem var í boði rétt fyrir leik.
11. mín SJÁLFSMARK!
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA)
Úffff... Potsdam eru komnar yfir og það eftir sjálfsmark hjá Örnu Sif sem spilar í miðverðinum hér í dag. Jennifer Zietz átti góða fyrirgjöf og Arna Sif ætlaði að hreinsa frá en hitti boltann ekki betur en það að hann endaði í markinu, kjaftshögg fyrir leikmenn Þórs/KA sem hafa byrjað leikinn vel.
13. mín MARK!
Nagasato Yuki (Potsdam)
Yuki Nagasato er búin að koma Potsdam í 2-0. Jennifer Zietz átti flotta stungusendingu inn fyrir vörn Þórs/KA og Nagasato kláraði færið vel.
18. mín
Þór/KA eru í bullandi vandræðum núna gegn gríðarlega tæknilega góðum og vinnusömum leikmönnum Potsdam sem stjórna algjörlega leiknum eins og er.
22. mín
Anonma kemst í gott færi eftir vægast sagt flott spil Potsdam í gegnum vörn Þórs/KA en skot hennar er vel framhjá. Völlurinn er að reynast leikmönnum nokkuð erfiður hér í dag enda vel blautur eftir úrhelli dagsins.
26. mín
Manya Makoski á sendingu inn fyrir vörn Potsdam af vinstri vængnum en Ann Katrin Berger markvörður Potsdam nær boltanum rétt á undan Söndru Maríu Jessen.
27. mín Gult spjald: Cramer Jennifer (Potsdam)
Cramer fær gult spjald fyrir brot rétt við miðju
30. mín
Sandra María Jessen kemst í got færi eftir stungusendingu frá Mateju Zver en skot hennar fer rétt framhjá vinklinum
35. mín
Sandra María Jessen er að standa sig virkilega vel hér á hægri vængnum í þessum leik, 16 ára stelpa sem mætti á fyrstu æfingu með meistaraflokki fyrir 6-7 mánuðum og er í dag að standa sig vel gegn einu besta félagsliði heims.
36. mín Gult spjald: Rakel Hönnudóttir (Þór/KA)
Rakel fær gult spjald fyrir nokkuð hressilegt brot á miðjum velli, nokkuð ljóst að stelpurnar í Þór/KA ætla að láta finna fyrir sér í dag.
37. mín
Viola Odebrecht kemst í gott skotfæri í vítateig Þórs/KA eftir flott spil en Helena Jónsdóttir ver frá henni.
41. mín
Viola Odebrecht á skalla í hliðarnetið eftir sendingu fyrir frá Yuki Nagasato.
43. mín
Viola Odebrecht á skot rétt framhjá marki Þórs/KA, ekki alveg viss hvort að þetta hafi samt verið sending en þetta var allavega nálægt því að laumast í fjærhornið.
45. mín
Hálfleikur. Potsdam eru 2-0 yfir í hálfleik og það nokkuð verðskuldað, það verður ekki tekið af leikmönnum Þórs/KA að þær hafa spilað vel hér í dag fyrir utan smá kafla í fyrri hálfleik en hann reyndist þeim dýr.
45. mín
Seinni hálfleikur hafinn
47. mín
Mateja Sver á fyrsta skot seinni hálfleiks af löngu færi og vel framhjá marki Potsdam
50. mín MARK!
Nagasato Yuki (Potsdam)
Þetta var ekki alveg það sem þessi leikur þurfti á að halda strax í upphafi seinni hálfleiks. Yuki Nagasato skorar sitt annað mark hér í dag eftir sendingu fyrir frá Anonma.
57. mín MARK!
Nagasato Yuki (Potsdam)
Yuki Nagasato er búin að fullkomna þrennu sína hér í dag eftir stoðsendingu frá Patricia Hanebeck. Núna er þetta aðeins spurning um að spila upp á stoltið fyrir leikmenn Þórs/KA
59. mín
Yuki Nagasato er næstum búin að skora aftur en Helenda Jónsdóttir varði virkilega vel, Yuki er vægast sagt skemmtilegur leikmaður enda hvorki meira né minna en núverandi heimsmeistari með Japan.
62. mín
Sandra María Jessen lendir í samstuði við Ann Katrin Berger sem liggur meidd eftir, hún virðist ekki geta haldið áfram.
63. mín
Inn:Kerschowski Sabel (Potsdam) Út:Cramer Jennifer (Potsdam)
63. mín
Inn:Ágústa Kristinsdóttir (Þór/KA) Út:Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA)
63. mín
Inn:Maher Alyssa (Potsdam) Út:Berger Ann Katrin (Potsdam)
66. mín Gult spjald: Odebrecht Viola (Potsdam)
71. mín
Marisha Schumacher á skot framhjá marki Potsdam af löngu færi
72. mín
Anja Mittag á skot rétt yfir úr dauðafæri rétt fyrir utan markteig.
73. mín
Inn:Marie Perez Fernandez( (Þór/KA) Út:Gígja Valgerður Harðardóttir (Þór/KA)
74. mín MARK!
Peter Babetti (Potsdam)
Babetti Peter kláraði færið vel rétt við hornið á markteignum eftir sendingu fyrir frá Anna Antonia Gönarsson
74. mín Gult spjald: Kerschowski Sabel (Potsdam)
76. mín MARK!
Anonma Genoveva (Potsdam)
Anonma skorar eftir stungusendingu frá Ursula Bianca Schmidt
77. mín
Inn:De Ridder Chantal (Potsdam) Út:Hanebeck Patricia (Potsdam)
78. mín
Því miður fyrir leikmenn Þórs/KA þá virðast mörkin hér í dag alltaf koma í tvennum.
79. mín
Bojana Besic á skot úr aukaspyrnu, grunar þó að þetta hafi átt að vera sending.
83. mín
Inn:Lára Einarsdóttir (Þór/KA) Út:Karen Nóadóttir (Þór/KA)
85. mín
Potsdam í dauðafæri til þess að bæta við forskot sitt eftir Helena Jónsdóttir gerði mistök í markinu, ótrúlegt en satt þá hefur hún staðið sig vel hér í dag þótt að staðan sé 0-6
90. mín
Leik lokið.
Byrjunarlið:
4. Peter Babetti
6. Anonma Genoveva
10. Hanebeck Patricia ('77)
11. Cramer Jennifer ('63)
14. Zietz Jennifer
16. Odebrecht Viola
17. Nagasato Yuki
19. Gönarsson ANtonia Anna
20. Schmidt Bianca Ursula
31. Mittag Anja
32. Berger Ann Katrin ('63)

Varamenn:
2. Demann Kristin
7. Kerschowski Sabel ('63)
8. Wiegand Sandra
9. De Ridder Chantal ('77)
15. Wesely Nka
22. Draws Stefanie
25. Maher Alyssa ('63)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kerschowski Sabel ('74)
Odebrecht Viola ('66)
Cramer Jennifer ('27)

Rauð spjöld: