Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Ísland
3
0
Tyrkland
Jón Daði Böðvarsson '18 1-0
Ömer Toprak '59
Gylfi Þór Sigurðsson '76 2-0
Kolbeinn Sigþórsson '77 3-0
09.09.2014  -  18:45
Laugardalsvöllur
Undankeppni EM
Aðstæður: Völlurinn flottur. 10 gráðu hiti, skýjað og logn.
Dómari: Ivan Bebek (Króatía)
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
6. Ragnar Sigurðsson
8. Birkir Bjarnason ('70)
9. Kolbeinn Sigþórsson
10. Gylfi Þór Sigurðsson ('89)
14. Kári Árnason
17. Aron Einar Gunnarsson
20. Emil Hallfreðsson
22. Jón Daði Böðvarsson ('90)
23. Ari Freyr Skúlason
25. Theodór Elmar Bjarnason

Varamenn:
1. Gunnleifur Gunnleifsson (m)
13. Ingvar Jónsson (m)
2. Sölvi Geir Ottesen
2. Birkir Már Sævarsson
2. Haukur Heiðar Hauksson
3. Hallgrímur Jónasson
7. Jóhann Berg Guðmundsson
7. Þórarinn Ingi Valdimarsson
16. Ólafur Ingi Skúlason ('89)
21. Viðar Örn Kjartansson ('90)
25. Helgi Valur Daníelsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Gylfi Þór Sigurðsson ('50)
Ari Freyr Skúlason ('37)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Halló Reykjavík! Nú er að hefjast ný undankeppni hjá strákunum okkar. Ísland - Tyrkland hefst 18:45 á Laugardalsvelli og munum við að sjálfsögðu fylgjast með gangi mála í beinni textalýsingu.
Fyrir leik
Síðast þegar þessi tvö lið voru saman í undankeppni EM endaði leikurinn á Laugardalsvelli 0-0. Það var fyrir EM 1996. Tyrkland vann 5-0 sigur þegar þessi lið áttust við ytra.
Fyrir leik
Fatih Terim, þjálfari Tyrklands, stillir sínu liði upp í 3-4-3 leikkerfi í dag. "Íslenska liðið er mjög líkamlega sterkt og það eru margir leikmenn sem við verðum að loka á. Ég ber mikla virðingu fyrir þessu liði og Lars Lagerback landsliðsþjálfara." sagði Terim á fréttamannafundi í gær.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Jón Daði Böðvarsson kemur beint inn í byrjunarlið Íslands eftir góða frammistöðu með U21 landsliðinu á dögunum. Þetta er fyrsti keppnisleikur Jóns Daða, en fjórði A-landsleikurinn í heildina.

Fyrir leik
Uppstilling Íslands:
Hannes
Elmar - Ragnar - Kári - Ari Freyr
Birkir - Aron Einar - Gylfi - Emil
Jón Daði - Kolbeinn
Fyrir leik
Theodór Elmar fær tækifærið í hægri bakverðinum meðan Birkir Már Sævarsson þarf að sætta sig við bekkjarsetu. Spennandi að sjá hvernig Elmar stendur sig en hann spilaði þessa stöðu með fínum árangri í vináttuleik gegn Wales.
Fyrir leik
Sagan segir að Jóhann Berg Guðmundsson hafi átt að byrja í framlínunni í kvöld en hann er meiddur á nára og spilar því ekki.

Fyrir leik
Jæja við skulum henda okkur í spá fyrir leikinn. Tökum línuna í fréttamannastúkunni.

Hörður Snævar Jónsson, 433.is:
2-2 jafntefli.

Alexander Freyr Einarsson, Fótbolti.net:
Hendum í 1-1.

Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis:
1-0 fyrir Ísland.

Tómas Þór Þórðarson, 365:
2-1 sigur Íslands.
Fyrir leik
Verið er að spila Gylfa Ægisson með "Stolt siglir fleyið mitt". Þakið ætlaði einmitt að rifna af stúkunni í Laugardalshöllinni þegar þetta lag var spilað fyrir körfuboltalandsleikinn á dögunum.
Fyrir leik
Verið að spila þjóðsöngvana og léleg mæting í Sýnarstúkuna. Vonandi bara íslenska hefðin og stúkan fyllist eftir smá. Gerð var afskaplega misheppnuð tilraun til að mynda mósaík-mynd í stúkunni en erfitt er að greina hvað þar á að standa.
Fyrir leik
Meðal þeirra leikmanna í Tyrklandi sem við þurfum að hafa góðar gætur á er Arda Turan sem leikur í treyju númer 10. Vinstri kantmaður Atletico Madrid sem allir áhugamenn um spænska boltann þekkja vel.
1. mín
Leikurinn er hafinn - Ísland sækir í átt að Laugardalsvelli. Minnum ykkur á að vera með á Twitter með kassamerkinu #fotboltinet
3. mín
Tyrkir með fyrstu marktilraun leiksins. Gökhan Gönul með skot á lofti en yfir markið.
6. mín
ÍSLAND SÆKIR STÍFT!! Tvær stórhættulegar sóknir í röð frá Íslandi og Jón Daði Böðvarsson í lykilhlutverki í báðum. Birkir Bjarnason reyndi svo skot á lofti en hitti ekki á markið.
9. mín
Tyrkirnir virka brothættir varnarlega hér í byrjun! Vonandi nær íslenska liðið að nýta sér það. Aron Einar Gunnarsson reyndi stungusendingu á Kolbein en Tyrki komst á milli. Mjög lífleg byrjun.

12. mín
Flott sókn Íslands. Góð samvinna Emils og Birkis og svo sending á Kolbein sem var í frekar þröngu færi en átti fínt skot sem varnarmaður Tyrkja kastaði sér fyrir.
14. mín
SKALLI Í SLÁ!!! Ari Freyr Skálason með frábæra fyrirgjöf upp á tíu, Jón Daði Böðvarsson sveif manna hæst og skallaði í slá og yfir! Þarna munaði litlu.
18. mín MARK!
Jón Daði Böðvarsson (Ísland)
MAAAARK!!!! ÓTRÚLEGA VERÐSKULDAÐ! Gylfi Þór Sigurðsson með hornspyrnu, markvörður Tyrkja Onur Kivrak algjörlega í röööglinu, slær boltann til Jóns Daða sem skallar knöttinn í netið. Þvílík byrjun Íslands og þvílík byrjun Jóns Daða!
21. mín
Tyrkir í fínu færi en skotið lélegt. Maður er enn að ná sér eftir þetta mark. Ánægjuefni að hafa náð að nýta okkur yfirburðina hér í byrjun og skilað þessu marki. Gleymum því ekki að Jón Daði Böðvarsson er að spila sinn fyrsta mótsleik fyrir A-landsliðið.

24. mín
Tékkar voru að komast yfir gegn Hollandi með stórglæsilegu marki. Sá leikur hófst á sama tíma og leikurinn hér í Laugardalnum.
28. mín
ÚFFF!!! Slæm hreinsun frá Birki Bjarnasyni sem endar með því að Selcuk Inan á skot naumlega yfir. Þetta var hörkufæri.

32. mín
ÞVÍLÍKT FÆRI!!! Emil Hallfreðsson með sendingu frá vinstri og Kolbeinn með skot úr hörkufæri, virtist stefna í gegnum klof Onur Kivrak en hann náði naumlega að verja!
33. mín
Rosalega flott frammistaða hjá íslenska liðinu í upphafi þessa leiks.
37. mín Gult spjald: Ari Freyr Skúlason (Ísland)
Neeeeiiii! Þarna átti króatíski dómarinn bara að taka "svaninn" og sleppa Ara með aðvörun. Ekki hlutlaust mat.
38. mín
SKALLI Í HLIÐARNETIÐ! Sending fyrir markið og Birkir Bjarnason skallaði í hliðarnetið.
41. mín
STÓRHÆTTA! Birkir Bjarnason með stórhættulegt skot rétt framhjá. Tyrkirnir geta þakkað fyrir að forysta íslenska liðsins sé ekki meiri.
43. mín
Tyrkirnir aðeins að minna á sig! Ógna núna marki Íslands. Fyrst skot af löngu færi sem Hannes Þór gerði vel í að verja i horn og svo gerðu þeir tilkall til vítaspyrn. Vildu hendi innan teigs. Ekkert dæmt.
44. mín Gult spjald: Gökhan Gönul (Tyrkland)
HÁLFLEIKUR - Sýnið ný lit ykkar á Twitter. Bestu menn fyrri hálfleiks 1-3? Sendu þína tillögu með kassamerkinu #fotboltinet



45. mín
Magnús Már Einarsson sér um einkunnagjöfina í kvöld. Hann er ekki staðsettur á sama stað á vellinum og ég en ef hann er að lesa þetta þá bendi ég honum á að Gylfi er með 9,8 eftir fyrri hálfleik.
45. mín
Palli vallarþulur (kallaður Röddin) biðst afsökunar á því að hafa kallað Heimi Hallgrímsson aðstoðarþjálfara í kynningu á liðunum fyrir leik. Heimir náttúrulega aðalþjálfari ásamt Lars Lagerback. Palli er toppmaður og honum er fyrirgefið.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
48. mín
Ef við förum yfir niðurstöðurnar á besta leikmanni fyrri hálfleiksins þá vann Gylfi þar með yfirburðum. Jón Daði tekur annað sætið og bakverðirnir Ari Freyr og Elmar koma þar á eftir. Liðið verið frábært. Fjölmiðlamenn sammála þó um að vilja sjá meira frá Birki Bjarnasyni.
50. mín Gult spjald: Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
Gylfi fær áminningu fyrir mótmæli. "Heimskulegt" að fá spjald fyrir þetta.
54. mín
AAAAARGH!!!! Þarna hefðum við getað bætt við marki. Emil Hallfreðsson aðeins of seinn að gefa boltinn út á Jón Daða í teignum, varnarmaður náði að koma við knöttinn en Jón Daði náði skoti rétt framhjá.
55. mín Gult spjald: Ömer Toprak (Tyrkland)
Stöðvaði hraða sókn Íslands, Jón Daði ekki langt frá því að sleppa í gegn. Einhverjir kölluðu RAUTT í stúkunni en gult rétt niðurstaða.
56. mín
SÖGULEG STUND! Dómaraspreyið notað í fyrsta sinn í opinberum leik á Íslandi. Til að merkja aukaspyrnu sem Ísland fékk.
59. mín Rautt spjald: Ömer Toprak (Tyrkland)
ANNAÐ GULT! Ásetningshendi! Hárrétt hjá dómaranum sem ætlaði samt að sleppa þessu en fékk ábendingu frá einhverjum aðstoðarmanna sínum, ég segi sprotadómaranum!
60. mín
NEEEEEIIII!!!! Hinn mjög svo óöruggi markvörður Tyrklands náði heldur betur að verja frábærlega þarna frá Kolbeini Sigþórssyni sem skallaði að marki.

65. mín
Inn:Mustafa Pektemek (Tyrkland) Út:Olcan Adin (Tyrkland)
68. mín
Hlé á leiknum eftir höfuðhögg. Áðan féll Kolbeinn í teignum og kallað var eftir vítaspyrnu. Dómarinn króatíski tók "svaninn".
70. mín
Inn:Rúrik Gíslason (Ísland) Út:Birkir Bjarnason (Ísland)
71. mín
ÚFFFF!!! Tyrkir fengu dauðafæri! Skyndilega var Burak Yilmas mættur í teiginn og átti skot en hitti sem betur fer ekki á rammann.
72. mín
Ísland í stórhættulegri sókn! Fjórir gegn þremur en en okkar menn aðeins of áttavilltir þarna og þetta rann út í sandinn án þess að skot kom á markið.
73. mín
Emil með góða móttöku og lét bara vaða langt fyrir utan teig. Framhjá fór boltinn.
76. mín MARK!
Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
Stoðsending: Rúrik Gíslason
MAAAAARK!!!!!! JÁÁÁÁ!!! Gylfi með skot fyrir utan teig sem markvörður Tyrkja ver inn. Markvörðurinn rann þegar hann ætlaði svo að reyna að koma í veg fyrir þetta en Kolbeinn var mættur til að fylgja boltanum inn að lokum ef þetta hefði ekki heppnast.
77. mín MARK!
Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
Stoðsending: Ari Freyr Skúlason
JÁÁAÁ! Löng sending frá Ara Frey sem finnur Kolbein og hann kemur sér í góða stöðu og skorar í fjærhornið. Þessi maður skorar alltaf þegar hann spilar landsleik!
81. mín
Þessi staða er svo verðskulduð. Íslenska liðið hefur verið miklu betra liðið á vellinum frá upphafi til enda.

84. mín
Stemningin á vellinum er öll búin að aukast! Þið sem heima sitjið en höfðuð tök á að mæta á völlinn: Skamm!
88. mín
Það er erfitt að lýsa frammistöðu Íslands í þessum leik. Tyrkir sáu ekki til sólar. Frábær frammistaða!
89. mín
Inn:Ólafur Ingi Skúlason (Ísland) Út:Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
Það er heiðursskipting bara! Maður leiksins! Einkunnagjöfin kemur inn á Fótbolta.net skömmu eftir leik.
90. mín
Inn:Viðar Örn Kjartansson (Ísland) Út:Jón Daði Böðvarsson (Ísland)
Selfísk skipting.
Leik lokið!
ÞVÍLÍK BYRJUN Á ÞESSARI UNDANKEPPNI! Íslenska liðið skein ansi skært í þessum leik. Er ekki hægt að setja þennan leik bara í flokk með bestu sigrum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta? Frammistaðan mögnuð!

Byrjunarlið:
1. Onur Kivrak (m)
5. Emre Belözoglu
7. Gökhan Gönul
8. Selcuk Inan
10. Arda Turan
15. Mehmet Topal
17. Burak Yilmaz (c)
18. Caner Erkin
20. Olcan Adin ('65)
21. Ömer Toprak
22. Ersan Gulum

Varamenn:
1. Volkan Babacan (m)
3. Hakan Balta
4. Tarik Camdal
9. Mevlut Erdinc
10. Hakan Calhanoglu
11. Olcay Sahan
12. Mert Gunok
13. Ismail Köybasi
14. Ahmet Ilhan Özek
16. Ozan Tufan
19. Mustafa Pektemek ('65)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ömer Toprak ('55)
Gökhan Gönul ('44)

Rauð spjöld:
Ömer Toprak ('59)