Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
Breiðablik
1
2
Þór/KA
0-1 Sandra Mayor '37
Rakel Hönnudóttir '51 1-1
1-2 Sandra Mayor '86
02.07.2017  -  16:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2017
Aðstæður: Flottar aðstæður. Smá vindur en sólríkt og hlýtt og völlurinn í toppstandi.
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 537
Maður leiksins: Sandra Stephany Mayor Gutierrez
Byrjunarlið:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Sonný Lára Þráinsdóttir
2. Svava Rós Guðmundsdóttir ('10)
5. Samantha Jane Lofton
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
21. Hildur Antonsdóttir
22. Rakel Hönnudóttir ('75)
23. Fanndís Friðriksdóttir
25. Ingibjörg Sigurðardóttir
28. Guðrún Arnardóttir

Varamenn:
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
8. Heiðdís Sigurjónsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
19. Esther Rós Arnarsdóttir
21. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('75)
27. Sandra Sif Magnúsdóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir ('10)

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Fjolla Shala
Ólafur Pétursson
Atli Örn Gunnarsson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er rosalegt!

Ég er eiginlega bara orðlaus hérna. Stórfurðulegur leikur. Frekar daufur fyrri hálfleikur en hrikalega spennandi og drullugrófur seinni hálfleikur. Það að ekki eitt gult spjald hafi farið á loft er eitthvað sem ég skil ekki.

Þór/KA með 9 fingur á dollunni þegar við förum inn í EM-frí. Borgarstjórinn kyngimagnaða með bæði mörk Þórs/KA.

Ég (í spennufalli) þakka fyrir mig í bili og minni á viðtöl og skýrslu í kvöld.
90. mín
Inn:Agnes Birta Stefánsdóttir (Þór/KA) Út:Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA)
Donni reynir að drepa leikinn niður og er ekki sáttur þegar Andrea Mist ætlar að hlaupa útaf. Hún áttar sig þó fljótlega og skiptir yfir í labbgírinn.

88. mín
Skógarhlaup hjá Bryndísi Láru. Var með þrjá varnarmenn fyrir framan sig en hljóp samt út í boltann. Kom sér þó ekki í vandræði.
86. mín MARK!
Sandra Mayor (Þór/KA)
JA HÉRNA HÉR!

Borgarstjórinn er að ganga frá þessu! Smellhittir boltann og setur hann í stöngina og inn úr aukaspyrnunni.

Þvílík dramatík!
86. mín
Ingibjörg brýtur á Söndru Mayor rétt utan teigs og Þór/KA fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
84. mín
FANNDÍS!

Hleypur inn á teig Þórs/KA og neglir í stöngina!

Þarna munaði litlu. Fáum við sigurmark í leikinn?
81. mín
Farðu nú að rífa upp spjald drengur!

Sonný kemur út í teiginn og handsamar fyrirgjöf. Þar mætir hún Zanetu sem keyrir hana niður. Einar Ingi dæmir aukaspyrnu en ennþá er ekkert spjald komið í leikinn. Það er ótrúlegt. Mikil harka og grófur leikur oft á tíðum.
79. mín
Hættuleg fyrirgjöf frá Fanndísi en Sólveig rétt missir af henni.
78. mín
Fanndís er komin aftur út til vinstri og Hulda Björg eltir hana. Anna Rakel þar af leiðandi aftur komin á sinn vinstri væng þar sem henni líður best.
75. mín
Inn:Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Breiðablik) Út:Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Annað áfall fyrir Blika. Rakel þarf að fara útaf. Sólveig fer út til hægri og Selma Sól inná miðju.
74. mín
Séns hjá Blikum!

Fanndís finnur Selmu í teignum en Selma snýr frá marki og á svo slaka sendingu til hægri á Berglindi sem nær ekki til boltans.

Berglind brýtur í kjölfarið á Lillý og Þór/KA snýr vörn í sókn.
73. mín
Sjóðandi bullandi spenna!

Ingibjörgu og Söndru Mayor lendir saman. Ingibjörg með tæklingu og þær ekki sáttar við hvora aðra.
72. mín
Það er heldur betur hiti í þessu og Einar Ingi hefur ekki undan því að dæma aukaspyrnur.

Vonum að þetta leysist ekki upp í vitleysu.
69. mín
Hvaða rugl er þetta?

Þarna er Fanndís STÁLHEPPIN!

Hulda Björg hangir í henni og Fanndís bregst illa við og gefur henni olnbogaskot!

Einar Ingi lyftir ekki einu sinni gulu spjaldi. Fanndís hefði líklega átt að fjúka útaf þarna og Hulda hefði mátt fá gult. Ótrúlegt.
68. mín
SONNÝ LÁRA!

Sonný heldur Blikunum inn í þessu.

Sandra María fékk boltann í teignum, lék á Ingibjörgu og lét vaða en Sonný varði vel.
65. mín
Hætta í vítateig Breiðabliks!

Anna Rakel tekur aukaspyrnu utan af velli og setur háan bolta inn á teig. Sandra María vinnur skallann en boltinn endar í höndunum á Sonný.
64. mín
Eftir gott nuddsession á hliðarlínunni er fyrirliðinn mætt aftur inná. Vonandi getur hún klárað leikinn.
63. mín
Fyrirliðinn Rakel Hönnudóttir er utan vallar sem stendur. Búin að vera hörkugóð í leiknum en virðist hafa fengið tak í nárann. Ekki gott fyrir Blika ef hún þarf að fara útaf.
62. mín
Inn:Margrét Árnadóttir (Þór/KA) Út:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Skipting hjá Þór/KA. Margrét kemur inn fyrir Huldu Ósk. Hrein skipting.
60. mín
Flottur sprettur hjá Fanndísi sem vinnur enn eina hornspyrnuna fyrir Blika. Samantha tekur spyrnuna og finnur Andreu Rán á nærstöng. Hún nær ekki að stýra boltanum á markið og hann flýgur aftur fyrir.
59. mín
Já, já..

Sandra María hefnir sín á Hildi Antons og hendir í fullorðins tæklingu.

Blikar fá aukaspyrnu aftarlega á vallarhelmingi Þórs/KA. Fanndís setur boltann inn á teig þar sem Ingibjörg rís hæst og skallar framhjá.
57. mín
Áhugavert að Donni láti vængbakverðina sína skipta um kant og fylgja "sínum" mönnum.

Það er verið að taka heilan helling úr sóknarleik Þórs/KA með því að færa hina örfættu Önnu Rakel yfir til hægri þar sem hún er ekki í eins góðri stöðu til að koma með sínar lúxussendingar.

Hulda Björg er hinsvegar fljótari og sterkari varnarlega og því kannski skiljanlegt að hún eigi að eltast við Fanndísi. Sjáum hverju þetta skilar.
52. mín
SELMA SÓL!

Fínn sprettur hjá Selmu Sól sem er grimm og kemst inná teig Þórs/KA. Skýtur í Biöncu og fær boltann aftur. Er tekin úr jafnvægi og setur boltann svo í varnarmann og aftur fyrir.

Aftur horn en ekkert kemur út úr því.
51. mín MARK!
Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Samantha Jane Lofton
JÖFNUNARMARK FRÁ FYRIRLIÐANUM!

Samantha tekur hornið og setur boltann inná teig þar sem ALLIR leikmenn Þórs/KA eru mættir til að verjast.

Rakel Hönnudóttir vinnur skallann og nær að koma boltanum í netið!

Skrítið mark en Hildur Antons setti pressu á Bryndísi Láru og truflaði hana svo hún náði ekki til boltans.

1-1! Akkúrat það sem þessi leikur þurfti.
50. mín
Andrea Rán lætur reyna á Bryndísi Láru!

Á fínt skot sem Bryndís Lára gerir vel í verja í horn.
47. mín
Góð tækling hjá Ingibjörgu!

Stoppar Söndru Mayor þegar hún var að komast inn á teig.

Þór/KA fær hornspyrnu sem Andrea Mist tekur á nær. Sandra María fleytir boltanum áfram fyrir markið en það nær engin til hans.
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er hafinn. Þjálfararnir gera engar skiptingar en það vekur athygli að Fanndís og Selma Sól hafa skipt um kant og vængbakverðir Þórs/KA elta sína menn. Anna Rakel er komin út til hægri og Hulda Björg til vinstri.
45. mín
Hálfleikur
Fjolla Shala er mætt í sólbað út á völl. Liggur sultuslök og fylgist með varamönnum Blika í reit.

Hún er að jafna sig af krossbandaslitum og hennar hefur verið saknað í deildinni í sumar.
45. mín
Hálfleikur
Áhugaverður fyrri hálfleikur að baki.

Blikar lentu í miklu áfalli strax í upphafi þegar Svava Rós þurfti að fara útaf vegna meiðsla. Hún er búin að vera frábær upp á síðkastið og átti eflaust að vera í risahlutverki í sóknarleik Blika í dag.

Annars hefur leikurinn verið nokkuð jafn. Blikar hafa verið nær því að skora og átt þrjár stórhættulegar hornspyrnur en það eru gestirnir sem leiða. Sandra Mayor þurfti bara eitt færi til að græja það.
45. mín
Hálfleikur
Klaufagangur í varnarlínu Blika. Engin pressa á Guðrúnu sem á slaka sendingu ætlaða Ástu Eir en boltinn fer útaf.

Ódýrt innkast Þórs/KA er það síðasta sem við sjáum í fyrri hálfleik. Einar Ingi flautar til hálfleiks.
45. mín
Fín sókn hjá Blikum.

Fanndís finnur Selmu Sól upp í hægra horni. Selma á fína fyrirgjöf en Bianca vinnur boltann.
38. mín
Markið hefur kveikt í Söndru Mayor sem á ágæta skottilraun strax í kjölfarið. Skotið samt beint á Sonný.
37. mín MARK!
Sandra Mayor (Þór/KA)
Stoðsending: Hulda Ósk Jónsdóttir
MAAAAARK!

Sandra Mayor kann vel við sig á Kópavogsvelli og er búin að koma Þór/KA yfir.

Heiðurinn að markinu á þó Hulda Ósk sem átti stórkostlega stungusendingu á Söndru sem hljóp fyrir aftan Ingibjörgu og komst ein gegn Sonný. Fór framhjá henni og skilaði boltanum snyrtilega í netið.
34. mín
Það er einhver barningur á milli Andreu Ránar og Zanetu sem slær til hennar á meðan Bryndís Lára stillir upp í markspyrnu. Einar Ingi hefur misst af þessu. Hefði þurft að ræða aðeins við mannskapinn.
32. mín
Selma Sól reynir langskot. Kröftugt var það en himinhátt yfir.
30. mín
Zaneta er með blóðnasir eftir samstuð í kjölfar hornspyrnunnar. Er utan vallar um þessar mundir þar sem Ingibjörg Gyða treður bómull í nebbann á henni.
29. mín
VÓÓÓTZ!

Stórhætta eftir fyrirgjöf Fanndísar. Rakel Hönnudóttir hendir sér á eftir boltanum og reynir flugskalla en rétt missir af honum. Anna Rakel mætir svo á síðustu stundu og skallar í horn.

Aftur fá Blikar horn og aftur er það stórhættulegt en gestirnir hreinsa.
27. mín
Núna fær Zaneta boltann í höndina!

Blikar fá aukaspyrnu hægra megin og aftarlega á vallarhelmingi Þórs/KA. Samantha setur boltann í átt að teignum en sendingin ekkert spes og sókn Blika lýkur á því að þær brjóta á Huldu Björg.
26. mín
Fyrsta hornspyrna Þórs/KA!

Sandra Mayor átti fantagóða stungusendingu á Söndru Maríu sem komst ekki inn á teig en sótti horn.

Anna Rakel tekur hornspyrnuna stutt á Andreu Mist. Fær boltann aftur og setur fallegan bogabolta á fjær. Þar er Rakel Hönnudóttir hinsvegar mætt og skallar frá.
24. mín
Blikar vilja hendi víti. Boltinn fer í síðuna á Zanetu og Einar Ingi gerir rétt í að dæma ekki.
23. mín
Aftur stórhætta eftir gæðahornspyrnu Fanndísar. Gestirnir ná að hreinsa eftir harða atlögu Blika í teignum.
22. mín
BERGLIND BJÖRG!

Berglind með fínt skot rétt utan teigs. Boltinn virðist vera á leiðinni framhjá en Bryndís Lára tekur enga sénsa og hendir í vörslu. Boltinn aftur fyrir og önnur hornspyrna.
20. mín
Aftur fær Þór/KA aukaspyrnu á hættulegum stað. Sandra Mayor sótti þetta vel og lét sig detta þegar Guðrún ýtti á bakið á henni rétt utan teigs. Réttur dómur.

Anna Rakel setti boltann inn á teig úr aukaspyrnunni en hann fór framhjá öllum pakkanum og aftur fyrir.
18. mín
INGIBJÖRG!

Stórhættulegt horn hjá Blikum. Fanndís setur boltann á kollinn á Ingibjörgu sem skallar rétt yfir. Þarna munaði litlu.
17. mín
Fanndís með geggjaða sendingu á milli Huldu Bjargar og Biöncu og á Selmu Sól sem kemur á harðaspretti. Hún leggur boltann fyrir sig og reynir skot sem fer af varnarmanni og aftur fyrir.
16. mín
Þór/KA fær aukaspyrnu af 30 metra færi. Andrea Mist kemur Blikum á óvart með spyrnunni en hún stingur boltanum á Söndru Mayor í stað þess að negla á markið. Í kjölfarið skapast hætta í vítateig Breiðabliks en Blikar ná að hreinsa.
12. mín
Berglind Björg reynir hér skot utan af velli. Það er vel yfir. Svolítil bjartsýni í þessu en maður skorar víst ekki nema skjóta.
10. mín
Inn:Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik) Út:Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðablik)
Blóðtaka fyrir Blika!

Svava Rós þarf að fara útaf. Selma Sól leysir hana af og fer út á kantinn. Hef ekki séð hana spila þá stöðu áður en hún kann fótbolta og á eflaust eftir að pluma sig vel.
5. mín
Svava Rós er komin aftur inná. Það sést langar leiðir að henni er illt í fætinum en hún lætur á þetta reyna. Vonandi nær hún að hlaupa þetta af sér.

Annars er það að frétta að Donni er í gráu í dag. Mætti í svörtu síðast og var settur í appelsínugult vesti til að trufla ekki aðstoðardómarann.

Skil svo ekki alveg kollegana Steina og Óla hjá Blikum. Þeir eru í ÚLPUM í blíðunni.
4. mín
Ekki byrjar leikurinn vel fyrir Svövu Rós. Hún þarf aðhlynningu strax á fjórðu mínútu. Ég sá ekki hvað gerðist en mér sýnist hún halda um ökklann.
3. mín
Fyrsta marktækifæri leiksins er Blika!

Fanndís tekur aukaspyrnu utan af velli og inná vítateig Þórs/KA. Þar er fyrirliðinn Rakel Hönnudóttir sterkust í loftinu en skallar rétt yfir.
2. mín
Það er nákvæmlega ekkert sem kemur á óvart í liðsuppstillingum liðanna. Blikar stilla svona upp að vanda:

Sonný Lára
Ásta - Ingibjörg - Guðrún - Samantha
Hildur
Andrea - Rakel
Svava - Berglind - Fanndís

Þór/KA í sinni frægu 3-4-3 uppstillingu;

Bryndís Lára
Lára - Lillý - Bianca
Hulda Björg - Andrea Mist - Zaneta - Anna Rakel
Hulda Ósk - Sandra Mayor - Sandra María
1. mín
Leikur hafinn
It's on!

Gestirnir hefja leik og sækja í átt að Smáranum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár eins og sjá má hér til hliðar.

Þorsteinn Halldórsson þjálfari Breiðabliks heldur sig við sigurformúluna frá síðasta leik og stillir upp sama liði og í 5-0 sigri á FH.

Donni gerir eina breytingu frá 1-1 jafnteflinu gegn Val. Hulda Ósk Jónsdóttir kemur aftur inn í byrjunarliðið fyrir Rut Matthíasdóttur sem fer á bekkinn.
Fyrir leik
Það er bongoblíða í Kópavogi og allt að verða klárt. Hvet alla sem vettlingi geta valdið til að drífa sig á völlinn. Síðasta Pepsi-fjörið fyrir EM-frí.

Gaman að sjá Einar Inga dómara hita upp en hann er að halda bolta á lofti. Mjög góður í því.
Fyrir leik
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir spáði í 11. umferðina á Fótbolta.net og hún reiknar með sigri Breiðabliks:

Breiðablik 2 - 0 Þór/KA
Breiðablik eiga harma að hefna eftir seinustu viðureign þessara liða á Kópavogsvelli. Breiðablik vinnur leikinn 2-0.
Fyrir leik
Liðin tvö eru bestu varnarlið deildarinnar þegar hún er rétt rúmlega hálfnuð. Bæði hafa þau einungis fengið á sig fjögur mörk í 10 fyrstu leikjunum.

Markverðirnir Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir og Sonný Lára Þráinsdóttir hafa báðar átt gott tímabil og eiga stóran þátt í árangrinum og svo er gaman af því að það eru tvítugir varnarmenn í stórum hlutverkum hjá báðum liðum. Þær Lillý Rut Hlynsdóttir hjá Þór/KA og Ingibjörg Sigurðardóttir hjá Blikum. Báðar fæddar árið 1997 og hafa verið frábærar í þungavigtarhlutverkum í sumar.
Fyrir leik
Liðin hafa mæst tvisvar í sumar og Þór/KA hefur haft betur í bæði skiptin.

Þór/KA vann 1-0 sigur þegar liðin mættust í deildinni en Hulda Ósk Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins sem spilaður var í Boganum.

Liðin drógust svo saman í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins og mættust á Kópavogsvelli. Þar fór borgarstjórinn Sandra Stephany Mayor Gutierrez á kostum og hlóð í þrennu í sterkum 3-1 sigri Þórs/KA. Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði mark Breiðabliks í leiknum.
Fyrir leik
Þór/KA er á toppi deildarinnar eins og þær hafa verið í allt sumar. Sitja þar með 28 stig úr 10 leikjum. Eftir kyngimagnaða byrjun á sumrinu hefur verið svolítið hikst á liðinu í síðustu leikjum. Þær töpuðu fyrir Stjörnunni í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins fyrir rúmri viku og gerðu svo 1-1 jafntefli við Val í síðasta deildarleik.

Breiðablik er í 2. sæti með 24 stig eftir 10 leiki. Liðið hefur unnið þrjá leiki í röð í deildinni en síðasti tapleikur þess kom einmitt gegn Þór/KA í Borgunarbikarnum.
Fyrir leik
Gleðilegan súper sunnudag!

Hér verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu á RISALEIK Breiðabliks og Þórs/KA í 11. umferð Pepsi-deildar kvenna.

Tvö efstu lið Íslandsmótsins mætast á Kópavogsvelli kl.16:00 í hrikalega mikilvægum leik. Síðasta leik liðanna fyrir EM-pásuna sem framundan er.
Byrjunarlið:
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
4. Bianca Elissa
8. Lára Einarsdóttir
9. Sandra Mayor
10. Sandra María Jessen (f)
10. Anna Rakel Pétursdóttir
19. Zaneta Wyne
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('62)
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir
9. Karen María Sigurgeirsdóttir
14. Margrét Árnadóttir ('62)
18. Æsa Skúladóttir
19. Agnes Birta Stefánsdóttir ('90)

Liðsstjórn:
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Saga Líf Sigurðardóttir
Natalia Gomez
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Einar Logi Benediktsson
Haraldur Ingólfsson
Hlynur Birgisson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: