Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Lengjudeild karla
Leiknir R.
LL 1
2
Njarðvík
Lengjudeild karla
Afturelding
LL 1
1
Grótta
Lengjudeild karla
Keflavík
LL 1
2
ÍR
Lengjudeild karla
Þróttur R.
LL 1
1
Þór
Stjarnan
1
1
Rossiyanka
Katrín Ásbjörnsdóttir '21 , víti 1-0
1-1 Liudmila Shadrina '47
05.10.2017  -  19:15
Samsung völlurinn
Meistaradeild kvenna - 32 liða úrslit
Aðstæður: Mjög góðar, logn og smá kuldi
Dómari: Barbara Poxhofer
Áhorfendur: 287
Maður leiksins: Lára Kristín Pedersen (Stjarnan)
Byrjunarlið:
12. Gemma Fay (m)
Harpa Þorsteinsdóttir
3. Cate Ana Victoria
4. Kim Dolstra
5. Lorina White
6. Lára Kristín Pedersen
9. Kristrún Kristjánsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Guðmunda Brynja Óladóttir ('75)
17. Agla María Albertsdóttir
30. Katrín Ásbjörnsdóttir

Varamenn:
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
14. Donna Key Henry ('75)
15. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
19. Birna Jóhannsdóttir
24. Bryndís Björnsdóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Þór Guðbjörnsson (Þ)
Þóra Björg Helgadóttir
Andrés Ellert Ólafsson
Eva Linda Annette Persson
Einar Páll Tamimi
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Svekkjandi jafntefli fyrir Stjörnuna í leik sem þær voru með boltann í kringum 70 % 5 slæmar mínútur í upphafi síðari hálfleiks orsaka það að þær fara með stöðuna 1-1 til Rússlands.

Skýrsla og viðtöl væntanleg
95. mín
Síðasti séns, Stjarnan fær aukaspyrnu á sem að Agla María tekur frá hægri kantinum.
95. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu á miðjunni sem að Anna María setur inn á teiginn Katrín Ásbjörns erþ ar í baráttunni og er dæmt brotleg við litla ánægju stuðningsmanna.
95. mín Gult spjald: Alena Guseva (Rossiyanka)
Fyrir almenn leiðindi.
94. mín
Þetta virðist vera að renna út hérna
92. mín
STÖNGINNNNN!!! Svo nálagt , Stjarnan tekur hornið stutt Agla setur hann á fjær og þar kemur Lorina og á skot í varnarmann og stöngin Stjarnan fær annað horn en það grípur Anastasiya auðveldlega.
92. mín
Stjarnan fær horn
90. mín
Þær eru liggjandi útum allan völl og ýtandi í leikmenn af pirring trekk í trekk Rússarnir.
90. mín
OHHH! Ana Cate vinnur boltann þegar hann hrekkur fyrir utan teig og á gott skot en Anastasia ver frábærlega.

Uppbótartíminn er 5 mínútur
89. mín
Inn:Alena Guseva (Rossiyanka) Út:Valeriia Bizenkova (Rossiyanka)
Magnað atvik hér kemur skiptinginn.
88. mín Gult spjald: Valeriia Bizenkova (Rossiyanka)
Hun a að fara útaf í skiptingu en þjálfarinn virðist hætta við þá spjaldar dómarinn hana bara.
88. mín
Stjarnan í hörku sókn Harpa með skot í varnarmann og svo Agla.
85. mín
Fimm mínútur eftir fáum við eitt mark í þennan leik eða skilja liðinn jöfn!
84. mín
Það eru 287 áhorfendur í kvöld á þessum leik hefði viljað sjá fleiri en mikil virðing á þá áhorfendur sem að mættu í kvöld!
83. mín
Harpa er við það að sleppa í gegn þegar þær liggja tvær eftir Lára og einn Rússi, þær ná að hreinsa áður en Kristrún kemur með flottan bolta fyrir beint á kollinn á Hörpu sem að nær ekki krafti í skallan og boltinn fer beint á markvörðinn.
82. mín
Donna Key með boltann á teigslínunni heldur varnarmanni frá sér og tekur skot en það fer yfir markið.
81. mín
Katrín tekur hornið það fer yfir allan pakkan Harpa nær honum á hinum kantinum setur boltann í varnarmann og Stjarnan fær annað horn þung pressa frá Stjörnunni þessa stundina.
80. mín
Harpa Þorsteins reynir skot sem að hún þarf að teygja sig í boltinn virðist fara framhjá markinu en þá dæmir dómarinn horn óskiljanlegt ákvörðun en við tökum það!
80. mín
Það eru 10 mínútur eftir Stjarnan þarf annað mark tilað vera í þæginlegri stöðu fyrir síðari leikinn. Það er ekki gott að fara með 1-1 stöðuna þangað.
79. mín
Heyrðu Heyrðu!! Liudmila er alltof sein í Katrínu þarna og Katrín liggur eftir fyrir utan teig og Liudmila á spjaldi en dómarinn dæmir ekkert!
78. mín
Rússarnir sækja upp hægri kantinn og ná fyrirgjöfinni Gemma grípur vel inn í og uppsker lófaklapp frá stúkunni.
76. mín
DONNA KEY!! Katrín Ásbjörns vinnur boltann framarlega á vellinum boltinn fellur fyrir Öglu sem að keyrir á vörnina tekur smá tíma í fyrirgjöfina en á endanum kemur hún Donna mætir en setur boltann yfir markið!
75. mín
Inn:Donna Key Henry (Stjarnan) Út:Guðmunda Brynja Óladóttir (Stjarnan)
Gumma búinn að eiga fínan leik og komið sér í góðar stöður Donna kemur inn í hennar stöðu.
70. mín
Rússarnir fá aukaspyrnu upp við teiginn á hægri kantinum, hún er öflug á hægri kantinum hún Darya en hún liggur hérna eftir mögulega lent illa eftir að hafa verið toguð niður.

Aukaspyrnan er ágæt en boltinn endar fyrir utan teig þar sem Rússarnir ná skotinu en það er beint á Gemmu Fay í markinu.
68. mín
Stjarnan er meira með boltann en þær virðast ekki ná að skapa færi í opnum leik, spurning hvort að Ólafur fari að gera breytingar á liði sínu.
64. mín
Heyrðu það eru nokkrir Rússar í stúkunni ég fagna því og þeir kalla Rossiyanka Rossiyanka það er alvöru ef þeir ferðuðust alla leið frá Rússlandi fyrir þennan leik.
62. mín
Ég veit ekki hvað skal segja, hornspyrnur og aukaspyrnur Stjörnurnar í dag eru bara alls ekki ásættanlegar hvort sem þetta er af æfingarsvæðinu eða ákveðið af leikmönnum. Þær reyna aftur að setja boltann 1-2 áður en Harpa skýtur og aftur rennur það út í sandinn.
60. mín Gult spjald: Liudmila Shadrina (Rossiyanka)
Togar Katrínu hér niður, heyrðist hún vilja treyjuna eftir leik.
58. mín
Rússarnir skora aftur en það er dæmt af vegna rangstöðu, ég bara hreinlega er ekki viss með þetta. Stjarnan þarf að fara mæta almennilega til síðari hálfleiks.
55. mín
Flott sókn Lára Kristín snýr fallega á miðjunni setur hann fram á við á Hörpu sem setur hann í fyrsta á Katrín hún er fljót að færa boltann á vinstri kantinn til Öglu sem að keyrir á vörnina og fær hornspyrnu.
54. mín
Rossiyanka fær horn og stuðningsmenn í stúkunni kasta í annað víkingarklapp, boltinn endar hjá hinni 15 ára já ég sagði 15 ára Tatiana Petrova en skot hennar er máttlaust og Gemma grípur hann.
53. mín
Stjarnan fær horn sem að Katrín Ásbjörns tekur setur boltann eftir jörðinni út í teiginn á Hörpu en skotið hennar er ekki nægilega gott og boltinn fór í leiðangur.
50. mín
Stjarnan þarf að mæta aftur af sama krafti og í þeim fyrri! Lára svarar kallinu með geggjaðan bolta innfyrir á Öglu sem að missir af honum en nær að halda honum í leik og setur boltann inn á teig en enginn er mætt þar!
49. mín
Rossiyanaka eru að pressa vel á Stjörnuna fyrstu 5 mínútur síðari hálfleiks, rússneski vodkinn verið tekinn á þær í hálfleik og þær koma tvíefldar til leiks.
48. mín Gult spjald: Yana Litvinenko (Rossiyanka)
Yana fær fyrsta spjald leiksins fyrir brot.
47. mín MARK!
Liudmila Shadrina (Rossiyanka)
VÁÁ Victoriia Mustafina með aukaspyrnu af 35 metrum og boltinn í slánna þvílíkt skot, boltinn endar fyrir framan mark stjörnunar og þær ná að komast fyrir fyrsta skotið en Liudmila þefar uppi boltann og setur hann í þaknetið. Þetta mark gæti orðið dýrt!
46. mín
Rússarnir fá aukaspyrnu út á hægri kantinum,spyrnan er ekki góð og Katrín kemur honum í burtu. Rússarnir koma strax aftur í sókn og reyna fyrirgjöf en Anna María hreinsar því í burtu, Rússarnir mæta af hörku til leiks í síðari hálfleik.
45. mín
Katrín Ásbjörns er enn á vellinum og ætlar að láta reyna á ökklann, hún er vel hölt en eins og ég sagði áðan hún er hörkutól.
45. mín
Síðari hálfleikur er kominn af stað og það eru Rossiyanka sem að byrja með boltann í sónum frábæru bleiku búningum
45. mín
Hálfleikur
Stjarnan eru búnar að ráða lögum og lofum hérna í fyrri hálfleik gætu verið búnar að skora annað. Rússarnir virðast vera með gott lið en vantar smá upp á gæðinn.
Ég vil sjá Stjörnuna mæta brjálaða til leiks í seinni hálfleik og setja annað mark

Ég vil fá fleiri köll, víkingarklapp (Það deyr aldrei) og söngva!
Skora á Silfurskeiðina og unga iðkendur í það verkefni.


45. mín
Tvær mínútur í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
43. mín
Víkingarklappið er tekið í stúkunni KANN AÐ META ÞAÐ!

Katrín Ásbjörns virðist hinsvegar liggja sárþjáð á vellinum sýnist það vera ökklinn hún getur varla stigi í fótinn mér sýnist hún þurfa að fara útaf miða við þetta en Katrín er grjóthörð!
43. mín
Agla María að minna á sig fær boltann úti vinstra meginn keyrir inn á völlinn og tekur "Bend it like Beckham" skot boltinn virðist vera fara hátt yfir en fellur svo rétt yfir markið.
43. mín
Rússarnir fá horn spyrnan er góð og Liudmila Shadrina er fyrst á boltann en hún hreinlega hittir hann ekki almennilega og boltinn fer í innkast.
41. mín
Daria Yakoleva hægri kantmaður Rossiyanka virðist vera eldfljót tekur öflugan sprett upp hægri kantinn og reynir sendinguna fyrr en eins og fyrri daginn þá eru Kim Dolstra og Anna María með allt á hreinu þarna aftast.
40. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu á hættulegum stað, Katrín og Guðmunda standa við boltann Katrín rennur honum á Gummu sem að stoppar hann fyrir Hörpu en varnarmaður kemst fyrir skotið frá Hörpu þetta var tækifæri en illa farið með það.
38. mín
Anna María gerir vel setur boltann á Lorinu sem að vippar honum á Guðmundu Brynja sem á góða fyrirgjöf en markmaður Rossiyanka slær hann frá virðist vera öflug í markinu hún Anastasiya.
36. mín
Lorina White eða eldflaugin eins og hún verður kölluð eftir þennan sprett hleypur hérna fraamhjá og á milli 3-4 varnarmanna Rossiyanka áður en þær ná að bjarga, Stjarnan heldur sókninni áfram það myndast mikið kraðak inn í teig og rússarnir hreinsa í horn í nauðvörn.
34. mín
Stjarnan fær fyrstu hornspyrnu sína Agla María tekur hana og þetta er flott spyrna en það nær enginn að setja höfuðið í boltann.
33. mín
Ef að stuðningsmenn Stjörnunar í stúkunni eru að lesa þetta þá vil ég fá að heyra meira í ykkur, öskrum, klöppum og styðjum stelpurnar koma svo!
31. mín
Þessi formúla er að virka vel, Lára Kristín með boltann á miðjunni langur bolti spot on með vinstri á vinstri kantinn þaðan kemur fyrirgjöf frá Hörpu og Katrín ógnar en Anastasiya gerir vel í markinu og grípur boltann.
30. mín
Rússarnir bruna fram í hraða sókn Ana Cate reynir að stoppa hana áður en Anna María kemur á móti og étur sóknarmanninn. Rússarnir enda svo á því að brjóta á Kim Dolstra. FLottur varnarleikur hjá Stjörnunni.
27. mín
Inn:Olesya Shcherbak (Rossiyanka) Út:Tatiana Stepanova (Rossiyanka)
Fyrsta skipting gestanna Tatiana fer af velli en hun er hálfvönkuð eftir að hafa fengið boltann í sig áðan frá Gemmu
26. mín
RANGSTÆÐA!! ohhhh Stjarnan skoraði en það vær dæmt af vegna rangstöðu, en og aftur er Stjarnan að keyra bakvið bakverði rússanna og setja hann fyrir Katrín nær góðu skoti sem að Anastasiya ver stórkostlega í markinu, Guðmunda Brynja fylgir eftir og skorar en er dæmt rangstöð!
25. mín
Geggjuð sókn en á ný hjá Stjörnunni Harpa setur boltann út til hægri á Gummu sem að skýtur framhjá.
23. mín
Virkilega góðar fyrstu tuttugu mínúturnar hjá Stjörnunni og verðskulduð forysta, skemmir ekki heldur fyrir að fjölmiðlafulltrúinn kom með glóðvolgan hamborgara í fjölmiðlastúkuna um leið og Stjarnan skoraði!
21. mín Mark úr víti!
Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Setur markmanninn í vitlaust horn og setur hann auðveldlega í netið! 1-0 Stjarnan KOMA SVO!
21. mín
VÍTIIIIIIIII Stjarnan fær víti. Harpa Þorsteins með flottan bolta á guðmundu Brynju sem að notar allan hraða sinn potar boltanum framhjá markmanninum sem að brýtur á henni!
18. mín
Af þessum fyrstu sirkað tuttugu mínútum að dæma er þetta rússneska lið með ágæta leikmenn inn á milli þær sitja aftarlega og vilja vinna boltann,breika svo hratt á vörnina .
14. mín
Geggjuð sókn hjá Stjörnunni Lára Kristín Pedersen gerir það sem hún gerir best með langan bolta innfyrir vörnina með vinstri á Kristrúnu sem að gefur boltann fyrir þar er Katrín Ásbjörns hver önnur mætt til að skalla hann en nær ekki að setja boltann út í hornið og markmaðurinn ver!
Meira svona!
13. mín
VÁÁÁÁ! Gemma Fay er stálheppinn þarna hún fær sendingu til baka og er of lengi að sparka frá neglir boltanum svo í leikmann Russa og boltinn fer rétt framhjá markinu.
11. mín
Katrín Ásbjörns á skot framhjá með vinstri, Ana Cate með flottan sprett framhjá tveimur varnarmönnum og leggur boltann á Katrínu sem að tekur skotið en það er framhjá.
10. mín
Aftur flott sókn hjá Stjörnunni núna f´r Harpa boltann úti hægra meginn og á flottan bolta fyrir rússneskavörnin lendir í vandræðum og boltinn endar hjá Katrínu sem að nær ekki alveg að stilla sig af nógu fljótt og skot hennar fer í varnarmann, Stjarnan mun betri fyrstu 10 mín.
8. mín
Flott sókn hjá Stjörnunni, Kristrún á sendingu í átt að teignum sem endar hjá Ana Cate hún leggur hann á Hörpu sem að setur boltann í fyrsta út á kantinn á Guðmundu Brynju en fyrirgjöfin er ekki nógu góð og aftur fyrir fer hún.
8. mín
Harpa sparkar boltanum hér óvart í dómarann meðan hún bakkaði og dómarinn féll kylliflatur skemmtilegt atvik þarna.
6. mín
Núna fá rússarnir aukaspyrnu á hægri kantinum sem að Daria Chugay tekur, þær senda marga leikmenn inn á boxið en Stjarnan nær að hreinsa.
Greinilegt að bæði lið ætli að nota föstu leikatriðinn vel.
5. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu út á vinstri kanti þegar brotið er á Hörpu Þorsteins, Katrín Ásbjörns tekur spyrnuna en boltinn endar í fanginu á markmanninum.
3. mín
Mikill barátta strax í byrjun þetta verður harka og læti! Stjarnan er meira með boltann en rússarnir eru skipulagðir.
1. mín
Rússarnir eru mjög varnarsinnaðir í uppstillingu en þær eru að spila 5-4-1 svona í fyrstu sín.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað það eru Stjörnu konur sem að byrja með boltann og sækja í átt að Ásgarði.

Stjarnan er í fallegu bláu og létthvítu evrópubúningunum sínum en Rossiyanka liðið er í mögulega nettustu bleiku búningum sem að ég hef séð væri til í að eiga eitt svona stykki.
Fyrir leik
Vallarþulurinn er að kynna liðin til leiks, hann er virkilega sleipur í rússneskunni og ber nöfnin fram eins og innfæddur!

Það styttist í þetta liðin ganga út á völl.
Fyrir leik
Bæði lið hafa lokið upphitun og eru mætt í búningsklefanna til að hlýða á síðustu ræður þjálfaranna. Þetta er að sjálfsögðu fyrri leikur liðanna en seinni leikurinn fer fram í Rússlandi næstkomandi miðvikudag eða 11 október fyrir þá sem að elska dagsetningar.
Fyrir leik
Það er korter í leik og bæði lið hita upp af krafti. Ég vil sjá fleiri í stúkuna fyrir leik.
Fyrir leik
Aðstæður í dag eru tipp topp það er logn, smá kuldi en gervigrasi er alltaf geggjað hjá garðbæingum.

Það er hálftími í leik, Það er kalt í kvöld og stúkan á Samsung vellinum stendur undir nafni enda kölluð frystikistann, ég mæli því með að fólk taki góða Cintamani eða 66 norður úlpu með sér og kaupi sér einn funheitan kaffibolla áður en það sest í stúkuna.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar.

Rússarnir voru lengi að skila sínu liði inn og vilja ekki gefa upp uppstillingu sína , Stjarnan spilar hinsvegar 4-3-3 í dag


Fyrir leik
Lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum hjá Rossiyanka en árið 2011 var liðið í miklum fjárhags vandræðum, leikmenn dóu ekki ráðalausir og ákváðu að spila í bikinum til þess að fá fleiri á völlinn. Hvernig það lukkaðist er svo allt önnur saga

Linkur á frétt
https://www.sportskeeda.com/football/russian-women-football-club-team-to-play-in-bikini
Fyrir leik
Dómari leiksins er hin 29 ára Barbara Poxhofer en hún kemur frá Austuríki. Barbara þekkir vel til Íslands en hún dæmdi einmitt á Íslandi í evrópukeppni u17 sem fram fór hér á landi.
Fyrir leik
Hvaða lið er eiginlega þetta Rossiyanka?

Engar áhyggjur þar sem ég er mjög sleipur í rússneskunni get ég sagt ykkur allt um lið Rossiyanka.
Liðið var stofnað árið 2003 í bænum Khimki í Rússlandi sem er í útjaðri Mosku. Frá stofnun félagsins hefur liðinu vegnað vel bæði í rússnesku deildinni og meistaradeildinni en liðið varð rússneskur meistari á síðasta ári.

Leikmenn Rossiyanka eru fremur ungir þó að elsti leikmaður þeirra sé 33 ára (F.1984) þá eru flestir leikmenn þar um eða undir tvítugt en þeirra yngsti leikmaður sem að spilar reglulega er 15 ára, meðalaldurinn í liðinu er því í kringum 20 ára.

Rossiyanka hefur ekki farið vel af stað í rússnesku deildinni en þær sitja í 7.sæti með 7 stig eftir 12 leiki og -17 mörk í markatölu og nokkuð ljóst að þær muni ekki verja meistaratitill sinn í ár.
Fyrir leik
Stjarnan fór til Króatíu fyrr í sumar þar sem þær léku í riðlakeppninni ásamt þremur öðrum liðum. Stjarnan gerði frábæra ferð út og endaði á toppi riðilsins með fullt hús stiga 21 mark skorað og fengu ekki mark á sig og tryggðu sér um leið áfram í 32 liða úrslit þar sem þær mæta Rússneska liðinu Rossiyanka.
Fyrir leik
Komiði blessuð og sæl og verið velkominn í beina textalýsingu frá leik í 32 liða úrslitum meistaradeildar kvenna.

Liðin sem eigast við í dag eru Stjarnan og Rossiyanka en þetta er fyrri leikur liðanna og hefst leikurinn klukkan 19:15 á Samsung vellinum í Garðabæ
Byrjunarlið:
1. Anastasiya Ananyeva (m)
3. Daria Chugay
5. Liudmila Shadrina
6. Darya Yakovleva
10. Tatiana Stepanova ('27)
11. Yana Litvinenko
17. Mariya Alekseeva
20. Valeriia Bizenkova ('89)
70. Tatiana Petrova
89. Victoriia Mustafina
99. Anna Cholovyaga

Varamenn:
77. Elizaveta Scherbakova (m)
9. Olesya Shcherbak ('27)
12. Alena Guseva ('89)
13. Margarita Manuilova
88. Kristina Ogarkova

Liðsstjórn:
Georgy Shebarshin

Gul spjöld:
Yana Litvinenko ('48)
Liudmila Shadrina ('60)
Valeriia Bizenkova ('88)
Alena Guseva ('95)

Rauð spjöld: