Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Breiðablik
0
2
Stjarnan
0-1 Eggert Aron Guðmundsson '14
0-2 Eggert Aron Guðmundsson '55
08.10.2023  -  14:00
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla - Efri hluti
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('59)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
8. Viktor Karl Einarsson ('89)
10. Kristinn Steindórsson ('46)
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson
21. Viktor Örn Margeirsson (f)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('59)
25. Davíð Ingvarsson ('89)
26. Ásgeir Helgi Orrason

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('59)
16. Dagur Örn Fjeldsted ('59)
18. Eyþór Aron Wöhler ('46)
27. Gabríel Snær Hallsson ('89)
28. Oliver Stefánsson
28. Atli Þór Gunnarsson ('89)

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Valdimar Valdimarsson
Eyjólfur Héðinsson

Gul spjöld:
Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('21)
Kristinn Steindórsson ('41)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjarnan endar í 3. sæti deildarinnar. Vilhjálmur Alvar flautar til leiksloka. Sannfærandi 2-0 sigur Stjörnunnar.
Viðtöl og skýrsla innan skams.
94. mín
Breiðablik fær hornspyrnu.
93. mín
Wöhler í einn á einn stöðu og tekur skotið en Árni Snær ver vel.
92. mín
Andri Adolphs með skot fyrir utan teig sem fer rétt framhjá marki Blika.
90. mín
5 mínútum bætt við!
90. mín
Árni Snær farinn langt úr markinu, Jason Daði er við endalínu og reynir að krulla boltann skemmtilega í netið en boltinn fer framhjá.
89. mín
Inn:Gabríel Snær Hallsson (Breiðablik) Út:Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
89. mín
Inn:Atli Þór Gunnarsson (Breiðablik) Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
88. mín
Eyþór Wöhler með skottilraun sem fer af varnarmanni og í hornspyrnu.
86. mín
Inn:Björn Berg Bryde (Stjarnan) Út:Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
85. mín
Róbert Frosti tekur skot sem fer rétt framhjá, Emil Atla mættur eins og hrægammur á fjærstöng og reynir að pota boltanum inn en er of seinn að ná til boltans.
81. mín
Nú fær Stjarnan aukaspyrnu á hættulegum stað. Emil Atla tekur en boltinn fer af veggnum og aftur fyrir í hornspyrnu.
80. mín
Breiðablik fær aukaspyrnu á hættulegum stað. Viktor Karl tekur skotið en það fer beint í vegginn. Boltinn berst svo á Dag Örn sem lætur vaða en Árni Snær ver vel.
79. mín
Dagur Örn með fast skot úr teig Stjörnunnar en Árni Snær ver örugglega.
75. mín
Inn:Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan) Út:Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)
75. mín
Inn:Daníel Laxdal (Stjarnan) Út:Örvar Logi Örvarsson (Stjarnan)
72. mín
Jason Daði með þrumuskot úr teig Stjörnunnar en boltinn fer rétt yfir mark gestanna.
68. mín
Árni Snær liggur niðri og þarfnast aðhlynningar.
64. mín
Jason Daði með frábæran sprett í gegnum vörn Stjörnunnar og tekur svo skotið sem fer rétt framhjá.
62. mín
Inn:Andri Adolphsson (Stjarnan) Út:Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan)
62. mín
Inn:Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan) Út:Helgi Fróði Ingason (Stjarnan)
59. mín
Inn:Dagur Örn Fjeldsted (Breiðablik) Út:Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik)
59. mín
Inn:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) Út:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
55. mín MARK!
Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan)
MESSI! Eggert fær boltann fyrir aftan miðju og sólar sig í gegnum vörn Blika og chippar svo boltanum yfir Anton Ara, galið mark.
Stjörnustúkan syngur Messi!
54. mín
Emil Atla sleppur einn í gegn en flaggaður rangstæður.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað Gestirnir byrja með boltann.
46. mín
Inn:Eyþór Aron Wöhler (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
45. mín
Hálfleikur
Vilhjálmur Alvar flautar til hálfleiks. Stjörnumenn búnir að fá mun fleiri færi og leiðir sanngjarnt.
45. mín
Tveimur mínútum bætt við.
45. mín
Frábær varsla Eggert með skot í hornið úr teignum en Anton Ari ver frábærlega í marki Blika.
44. mín
Stjarnan fær hornspyrnu sem Blikar skalla frá.
43. mín
Adolf fíflar Arnór Svein upp úr skónum og kemur boltanum fyrir mark Blika en enginn Stjörnumaður mættur til að pota boltanum í netið.
41. mín Gult spjald: Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
39. mín
Stjarnan á þrjár skottilraunir í sömu sókn en öll skotin fóru í varnarmenn Blika.
36. mín
Eggert Aron tekur skot í teig Blika sem fer beint á Anton Ara sem grípur boltann.
33. mín
Örvar með flotta takta og tekur skot fyrir utan teig Blika sem fer rétt yfir.
29. mín
Jóhann Árni með skottilraun langt fyrir utan teig, boltinn fer sirka 15 metrum yfir markið.
26. mín
Kristinn Steindórs á laust skot úr teignum sem Árni Snær ver örugglega.
25. mín Gult spjald: Guðmundur Kristjánsson (Stjarnan)
Hinn fyrirliðinn fær svo annað spjald leiksins.
21. mín Gult spjald: Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik)
Arnór fær fyrsta spjald leiksins.
16. mín
Adolf með góða sendingu í gegn á Emil Atla sem ætlar að lyfta boltanum yfir Anton Ara en boltinn fer framhjá markinu.
Stjarnan mun betri þessa stundina.
14. mín MARK!
Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan)
Hver annar? Boltinn fer út úr teignum eftir hornspyrnu, Eggert leggur boltann fyrir sig og tekur skotið sem fer af varnarmanni og í netið.
Spurningarmerki við Anton Ara þarna.
13. mín
Trylltur bolti Hilmar Árni þræðir Adolf í gegn með ruglaðri sendingu en Anton ver vel frá Adolfi. Stjarnan fær hornspyrnu.
12. mín
Kiddi Steindórs brýtur á Hilmari Árna og Stjörnumenn fá aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu.
Jóhann Árni tekur spyrnuna en Blikar skalla boltann frá.
4. mín
Sláin! Frábær sprettur hjá Helga Fróða sem gefur boltann í teiginn, Hilmar Árni fær boltann og leggur hann út á Emil Atla sem neglir boltanum í þverslánna.
2. mín
Blikar fá fyrstu hornspyrnu leiksins, Árni Snær kýlir boltann í annað horn.
Ekkert kemur úr seinni hornspyrnunni.
1. mín
Gísli Eyjólfs prjónar sig í gegnum vörn Stjörnunnar og tekur svo laust skot sem Árni ver auðveldlega.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Heimamenn byrja með boltann.
Fyrir leik
Eggert Aron heiðraður fyrir leik en hann var kosinn efnilegasti leikmaðurinn á tímabilinu. Stuðningsmenn Stjörnunnar kalla Messi.
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn! Óskar Hrafn gerir 5 breytingar á liði sínu frá síðasta leik.
Inn í liðið koma þeir Ásgeir Helgi, Davíð Ingvars, Ágúst Hlyns, Oliver Sigurjóns og Arnór Sveinn Aðalsteinsson.

Jökull Elísarbetarson gerir 2 breytingar á liði sínu frá síðasta leik. Inn í byrjunarliðið koma þeir Þórarinn Ingi og Helgi Fróði.
Úr byrjunarliði Stjörnunnar fara þeir Heiðar Ægisson og Róbert Frosti.
Fyrir leik
Fyrir leik
Emil Atla markahæstur Markametið í efstu deild er 19 mörk en Andri Rúnar Bjarnason jafnaði það með Grindavík árið 2017. Auk hans hafa Guðmundur Torfason, Pétur Pétursson, Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson skorað 19 mörk á einu tímabili í efstu deild

Emil Atlason er markahæsti leikmaður Bestu-deildarinnar árið 2023 með 17 mörk en með þrennu í dag getur hann slegið markametið.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Fyrri viðureignir Liðin eru búin að mætast tvisvar í sumar.
Fyrri leikurinn var í maí og vann þá Breiðablik sterkan 2-0 sigur þar sem þeir skoruðu bæði mörk leiksins á fyrstu 10 mínútum leiksins, lestu um leikinn.

Seinni viðureign liðanna fór fram á Kópavogsvelli í júlí. Jökull Elísarbetarson var þá búinn að taka við Stjörnunni og gerðu liðin þá 1-1 jafntefli, lestu um leikinn.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Þriðja sætið undir Stjarnan er tveimur stigum fyrir ofan Breiðablik í þriðja sætinu, þannig Blikar þurfa sigur til að hirða sætið af Garðbæingum.

Þriðja sætið snýst aðallega uppá stoltið þar sem þriðja og fjórða sæti taka bæði þátt í forkeppni fyrir Sambandsdeildina á næsta ári.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Lokaleikur tímabilsins Veriði hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu frá Kópavogsvelli þar sem Breiðablik tekur á móti Stjörnunni í síðasta leik tímabilsins.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Guðmundur Kristjánsson
6. Sindri Þór Ingimarsson (f)
7. Eggert Aron Guðmundsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
10. Hilmar Árni Halldórsson ('86)
11. Adolf Daði Birgisson ('75)
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('62)
22. Emil Atlason
32. Örvar Logi Örvarsson ('75)
35. Helgi Fróði Ingason ('62)

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
9. Daníel Laxdal ('75)
17. Andri Adolphsson ('62)
30. Kjartan Már Kjartansson ('75)
31. Henrik Máni B. Hilmarsson
80. Róbert Frosti Þorkelsson ('62)

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Davíð Sævarsson
Haraldur Björnsson
Björn Berg Bryde
Rajko Stanisic
Pétur Már Bernhöft
Þór Sigurðsson
Egill Atlason

Gul spjöld:
Guðmundur Kristjánsson ('25)

Rauð spjöld: