Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
Fjölnir
4
2
Selfoss
0-1 Valdimar Jóhannsson '7
Dagur Ingi Axelsson '34 1-1
Máni Austmann Hilmarsson '57 2-1
Kristófer Dagur Arnarsson '73 3-1
3-2 Gonzalo Zamorano '81
Jónatan Guðni Arnarsson '89 4-2
23.04.2024  -  19:15
Egilshöll
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Lítið hægt að kvarta yfir veðri hér í Egilshöllinni. Logn og vel vökvaður völlur
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Dagur Ingi Axelsson
Byrjunarlið:
26. Halldór Snær Georgsson (m)
3. Reynir Haraldsson ('88)
4. Júlíus Mar Júlíusson
5. Dagur Austmann
7. Dagur Ingi Axelsson
9. Máni Austmann Hilmarsson ('67)
10. Axel Freyr Harðarson ('67)
14. Daníel Ingvar Ingvarsson ('79)
16. Kristófer Dagur Arnarsson
22. Baldvin Þór Berndsen ('79)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)

Varamenn:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
6. Sigurvin Reynisson
8. Óliver Dagur Thorlacius ('79)
11. Jónatan Guðni Arnarsson ('67)
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson ('79)
20. Bjarni Þór Hafstein ('88)
23. Hákon Ingi Jónsson ('67)

Liðsstjórn:
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Kári Arnórsson
Einar Jóhannes Finnbogason
Erlendur Jóhann Guðmundsson
Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir

Gul spjöld:
Júlíus Mar Júlíusson ('20)
Baldvin Þór Berndsen ('43)
Guðmundur Karl Guðmundsson ('84)

Rauð spjöld:
@ Kári Jón Hannesson
Skýrslan: Fjölnismenn í 16 liða úrslit eftir góðan sigur
Hvað réði úrslitum?
Fjölnismenn voru einfaldlega bara með meiri gæði þegar það skipti máli. Voru mjög vel skipulagðir og þegar þeir komust loksins í fimmta gír þá var lítið sem Selfyssingar gátu gert til að stöðva þá
Bestu leikmenn
1. Dagur Ingi Axelsson
Dagur var algerlega frábær í dag á hægri kantinum. Það var stöðug ógn af honum þar sem hann skapaði fullt af færum. Síðan má ekki gleyma þessu stórkostlega marki sem hann skorar. Það verður erfitt að toppa það í Mjólkurbikarnum í ár.
2. Daníel Ingvar Ingvarsson
Mjög fínn leikur hjá Daníel. Steig varla feilspor í þær 80 mínútur sem hann spilaði þar sem hann og Guðmundur Karl stjórnuðu miðju leiksins í dag. Einnig gaf hann frábæra stoðsendingu í fyrsta marki Fjölnis.
Atvikið
Ég verð að velja fyrsta mark Fjölnismanna hér. Daníel með frábærann bolta inn á teig sem Dagur tekur fullkomlega í fyrstu snertingu og setur boltann upp í skeytin. Mörkin verða varla betri en þetta.
Hvað þýða úrslitin?
Fjölnismenn eru komnir í 16. liða úrslit, þar sem þeir voru síðast árið 2021 á meðan Selfyssingar ljúka keppni í 32. liða úrslitum.
Vondur dagur
Erfitt að velja einhvern einn leikmann hér en ég ætla að gefa Eysteini Erni þetta. Eysteinn var í bölvuðu brasi í vinstri bakverðinum þar sem Dagur Ingi gaf honum engann frið allann leikinn. Einnig mætti færa rök fyrir því að hann hefði átt að vera betur staðsettur í fyrstu tveimur mörkum Fjölnismanna. Það má þó ekki gleyma því að þessi drengur er einungis fæddur árið 2007 og á hann alveg framtíðina fyrir sér í þessu sporti.
Dómarinn - 7.5
Hef ekkert út á störf Helga Mikaels og hans teymi að setja. Þetta var kannski ekki erfiðasti leikurinn til að dæma en hann var með allar ákvarðanir á hreinu og enginn vafaatriði. Stjórnaði tempóinu vel og lét leikinn flæða
Byrjunarlið:
1. Robert Blakala (m)
2. Ívan Breki Sigurðsson
4. Jose Manuel Lopez Sanchez
5. Jón Vignir Pétursson (f)
6. Adrian Sanchez
9. Aron Fannar Birgisson ('71)
11. Alfredo Ivan Arguello Sanabria
17. Valdimar Jóhannsson ('76)
18. Dagur Jósefsson
19. Gonzalo Zamorano
28. Eysteinn Ernir Sverrisson

Varamenn:
12. Arnór Elí Kjartansson (m)
7. Aron Darri Auðunsson
15. Alexander Clive Vokes ('76)
16. Daði Kolviður Einarsson
23. Elías Karl Heiðarsson ('71)
25. Sesar Örn Harðarson
45. Aron Lucas Vokes

Liðsstjórn:
Bjarni Jóhannsson (Þ)
Ingi Rafn Ingibergsson
Þorkell Ingi Sigurðsson
Arnar Helgi Magnússon
Lilja Dögg Erlingsdóttir
Heiðar Helguson

Gul spjöld:
Jón Vignir Pétursson ('18)

Rauð spjöld: