Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
Fram
3
0
ÍH
Viktor Bjarki Daðason '23 1-0
Már Ægisson '48 2-0
Viktor Bjarki Daðason '93 3-0
17.05.2024  -  19:15
Lambhagavöllurinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Sturlaðar
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Viktor Bjarki Daðason, Fram
Byrjunarlið:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson ('86)
5. Kyle McLagan ('76)
7. Guðmundur Magnússon (f)
8. Haraldur Einar Ásgrímsson ('66)
10. Fred Saraiva ('66)
15. Breki Baldursson
16. Viktor Bjarki Daðason
17. Adam Örn Arnarson
20. Egill Otti Vilhjálmsson ('45)
23. Már Ægisson

Varamenn:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
11. Magnús Þórðarson
14. Hlynur Atli Magnússon ('86)
25. Freyr Sigurðsson ('45)
26. Aron Kári Aðalsteinsson ('76)
28. Tiago Fernandes ('66)
71. Alex Freyr Elísson ('66)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Thelma Björk Theodórsdóttir
Ingi Rafn Róbertsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Skemmtilegum bikarleik lokið. ÍH-menn geta gengið stoltir frá borði.

Þangað til næst, takk fyrir mig!
93. mín MARK!
Viktor Bjarki Daðason (Fram)
Stoðsending: Alex Freyr Elísson
Kominn með tvennu! Nývalinn maður leiksins og skorar sitt annað mark í kvöld. Frábær bolti inn á teiginn frá Alexi Frey. Viktor gerir þá mjög vel og skallar boltann í netið.

Game over!

92. mín
Viktor Bjarki Daðason valinn maður leiksins á vellinum og það bara verðskuldað segi ég.
90. mín
Fram að fá horn!
86. mín
Inn:Hlynur Atli Magnússon (Fram) Út:Brynjar Gauti Guðjónsson (Fram)
82. mín
Jú ok eftir að hafa séð þetta aftur var þetta hárréttur dómur.
80. mín
MAAAARRR... rangur! Alex Freyr með alvöru fyrirgjöf á Gumma Magg sem kemur boltanum inn fyrir línuna. Framarar fagna vel og innilega áður en þeir sjá að AD var búinn að lyfta flagginu. Ekki viss með þennan dóm en ég held að það komi ekki að sök.
76. mín
Inn:Bjarki Dan Andrésson (ÍH) Út:Gísli Þröstur Kristjánsson (ÍH)
76. mín
Inn:Aron Kári Aðalsteinsson (Fram) Út:Kyle McLagan (Fram)
71. mín
Fram að fá annað horn! Tiago fær boltann aftur og kemur honum fyrir sem gestirnir hreinsa í annað horn.

ÍH-ingar ná svo að hreinsa boltanum burt.
71. mín
Fram að fá horn!
70. mín
Inn:Danny Tobar Valencia (ÍH) Út:Hákon Gunnarsson (ÍH)
66. mín
Inn:Alex Freyr Elísson (Fram) Út:Haraldur Einar Ásgrímsson (Fram)
66. mín
Inn:Tiago Fernandes (Fram) Út:Fred Saraiva (Fram)
63. mín
Haraldur Einar tekur spyrnuna inn á teiginn sem Gummi Magg skallar yfir.
62. mín
Fram að fá annað horn! Hornið er tekið stutt á Frey sem kemur með bolta inn á teiginn sem Atli Gunnar ver glæsilega í annað horn.
61. mín
Fram að fá horn!
59. mín
Haraldur Einar með fyrirgjöf sem ratar á fjærstöngina. Þar er Guðmundur Magnússon einn og óvaldaður. Hann nær að skalla boltann sem fer rétt framhjá.
57. mín
Brynjar í DAUÐAFÆRI! Boltinn kemur inn á teiginn og hann er skallaður aftur fyrir markið. Þar er varamaðurinn Brynjar Ásgeir mættur og er með allt markið fyrir framan sig. Hann nær samt sem áður á einhvern ótrúlegan hátt að skalla boltann framhjá.

DAUÐAFÆRI!
57. mín
ÍH fær hornspyrnu!
54. mín
Inn:Luis Alberto Rodriguez Quintero (ÍH) Út:Andri Jónasson (ÍH)
54. mín
Inn:Brynjar Ásgeir Guðmundsson (ÍH) Út:Brynjar Jónasson (ÍH)
54. mín
Inn:Arnar Sigþórsson (ÍH) Út:Dagur Óli Grétarsson (ÍH)
Hann getur ekki haldið leik áfram
53. mín
Dagur Óli liggur eftir og þarf aðhlynningu.
48. mín MARK!
Már Ægisson (Fram)
Misheppnaðasta offside trap sem ég hef séð! Löng aukaspyrna frá miðjum vellinum. Allir ÍH-ingarnir stigu upp nema Andri Jónasar. Hann á misheppnaða hreinsun og skallar boltann inn fyrir í átt að marki ÍH. Þá er Már Ægis mættur einn á einn á móti Atla og lyftir boltanum yfir hann. Atli Hrafnkels var tæpur að bjarga á línu en náði því ekki.

Þetta var rosalegt. Mér krossbrá bara þegar ég sá þetta offside trap.

48. mín
Brynjar Gauti liggur sárþjáður eftir hnjaskið frá nafna sínum. Datt úr skónum og allur pakkinn.
46. mín Gult spjald: Brynjar Jónasson (ÍH)
Ekki lengi að þessu hann Binni.

Þá eru tvíburarnir báðir komnir með gult.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn! Fáum við fleiri mörk í seinni háfleikinn?
45. mín
Inn:Freyr Sigurðsson (Fram) Út:Egill Otti Vilhjálmsson (Fram)
Ein breyting í hálfleik
45. mín
Hálfleikur
Þá er Helgi búinn að flauta til hálfleiks. Ekkert nema hrós á ÍH fyrir þennan fyrri hálfleik.

Til að byrja með fannst mér þeir betri en Framarar hafa náð öllum völdum á leiknum eftir að þeir komust yfir.

Tökum okkur korterspásu og mætum síðan í seinni hálfleikinn!
45. mín
+4 í uppbót
45. mín
Haraldur Einar með spyrnuna inn á pakkaðan markteig sem Atli Gunnar kýlir frá.
44. mín
Fram að fá horn! Viktor með alvöru takta og nær skotinu sem fer af varnarmanni og rétt framhjá.
43. mín
Brynjar með hörkuskot! Stefán ver það vel í horn.

Það kom ekkert út úr horninu.
42. mín
Dauðafæri! Adam Örn með fyrirgjöf inn á teig ÍH sem fer beint á Viktor á fjærstönginni. Hann nær ekki að hitta boltann en hann var aleinn á auðum sjó!
38. mín
Fred tekur spyrnuna inn á teiginn. Þar er Brynjar Gauti mættur og nær að skalla boltanum en hittir ekki á markið. Már Ægis nær í boltann og sókn Framara heldur áfram.
37. mín
Fram að fá hornspyrnu!
31. mín
ÍH-menn standa vaktina og hreinsa.
31. mín
Fram að fá horn!
29. mín
Haraldur Einar á slaka hornspyrnu og núna bruna ÍH-menn í skyndisókn.
28. mín
Fram að fá hornspyrnu!
26. mín
Breki í færi! Breki Baldurs sleppur einn í gegn eftir gullfallega sendingu í fyrsta hjá Gumma Magg. Hann á skotið rétt framhjá. Hann vildi meina að Atli Gunnar hafi varið þetta aftur fyrir en markspyrna segir Helgi sem hefur dæmt þennan leik mjög vel til þessa finnst mér.
23. mín MARK!
Viktor Bjarki Daðason (Fram)
Stoðsending: Haraldur Einar Ásgrímsson
VIKTOR AÐ KOMA FRAM YFIR! Góð sókn Framara. Haraldur Einar fær boltann úti vinstra meginn inni á teig ÍH og kemur með hann fyrir. Þar eru Gummi Magg og Viktor Bjarki mættir á vettvang og skalla þetta inn. Mér sýndist það fyrst vera Gummi Magg sem skoraði en Viktor fagnaði eins og hann átti markið og einnig var það tilkynnt sem markið hans í hátalarakerfinu.

Strax orðin brekka fyrir ÍH sem hafa ekki verið verri aðilinn til þessa að mínu mati.

21. mín
Fred með skot inn í D-boganum sem fer hátt yfir. Þarna á Brassinn að gera mun betur.
21. mín
Gestirnir vilja víti! Ragnar Darri kemur með boltann inn á teiginn sem er ætlaður Degi Óla. Hann fær boltann fyrir framan sig en hrasar í teignum.

ÍH-menn allt annað en sáttir og tryllast bara. Þeir vildu fá Helga til að benda á punktinn en hann var ekki lengi að tkaa svaninn.
20. mín
Byrjunarliðin Fram (5-3-2)
Stefán
Már - Adam Örn - Kyle M - Brynjar - Haraldur
Egill - Breki - Fred
Gummi - Viktor

ÍH (4-2-3-1)
Atli
Atli H - Róbert - Hákon - Ragnar
Andri - Arnór
Dagur - Gísli - Kristófer
Brynjar
18. mín
Boltinn fer yfir allan pakkann og í markspyrnu. Gestirnir vildu aðra hornspyrnu en fá hana ekki.
18. mín
ÍH nálægt því að komast yfir! Hár bolti inn á teig Fram. Kristófer Dan fær boltann einn á auðum sjó og tekur skotið sem Stefán ver brösulega í horn.

Gestirnir fengu þarna dauðafæri til að komast yfir!
16. mín
Ekkert að þessu hjá Ragnari Darra! Langur bolti upp völlinn sem Brynjar skallar niður fyrir sig. Þar mætir Ragnar Darri til leiks og á hörkuskot Stefán ver vel.
15. mín
Mjög skondið atvik - DAUÐAFÆRI! Það kemur hár bolti inn á teig ÍH sem varnarmenn ÍH ná ekki að koma í burtu. Gummi Magg ætlar að refsa þeim og nær skoti sem Atli í markinu ver mjög vel.

Boltinn fer þá út á Fred sem á skotið í hliðarnetið og allir byrja að fagna í stúkunni áður en þeir fatta að boltinn fór í hliðarnetið.
13. mín
Haraldur Einar kemur með boltann inn á teiginn sem fer yfir allan pakkann og á fjærstöngina þar sem Fred er. Hann tekur skotið í fyrsta sem fer yfir.
13. mín
Fram að fá hornspyrnu!
12. mín
Heimamenn sækja Már Ægis kemur með flotta fyrirgjöf á Gumma Magg sem nær góðum skalla á markið en Atli gerir vel og grípur.

Fyrsta alvöru færi heimamanna.
11. mín Gult spjald: Andri Jónasson (ÍH)
8. mín
Gestirnir ógna! Atli Harfnkelsson keyrir upp í skyndisókn á hægri vængnum. Hann kemur með glæsilegan bolta fyrir sem er áætlaður Degi Óla en Stefán gerir vel í marki Fram og nær að handsama boltann.

Alvöru kraftur í ÍH til að byrja með!
7. mín
Atli Gunnar Guðmundsson, markmaður ÍH, er mættur til leiks í sinn fyrsta leik fyrir ÍH á árinu.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

2. mín
Gestirnir nálægt því að komast yfir Langur bolti úr aukaspyrnu inn á teig Fram sem Brynjar skallar rétt framhjá.

Mikil orka í gestunum til að byrja með.
1. mín
Leikur hafinn
Það eru heimamenn sem hefja hér leik í kvöld og sækja í átt að Esjunni. Gestirnir sækja í átt að Höfn í Hornafirði.

Fram spilar í bláum treyjum, hvítum stuttbuxum og bláum sokkum.

Gestirnir spila í öllu hvítu í kvöld.

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Styttist Þá ganga liðin til vallar á meðan lagið mjólk er góð ómar í tækjunum.

Styttist í þessa veislu.
Fyrir leik
Allir sem hafa mætt á æfingu hjá JP hvattir að mæta
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl að hita upp. Það eru geggjaðar aðstæður hérna í Úlfarsárdalnum. Allir á völlinn!
Fyrir leik
Byrjunarlið Fram
Fyrir leik
Byrjunarlið ÍH
Fyrir leik
ÍH að breyta til
Fyrir leik
Fyrsti byrjunarliðsleikur á árinu Brynjar Gauti byrjar sinn fyrsta mótsleik í ár gegn ÍH í kvöld.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Hvergi sýndur Leikurinn verður hvergi sýndur þannig það er um að gera og taka rúntinn í Úlfarsárdalinn í kvöld og sjá þennan bikarslag.
Fyrir leik
Of stórt verkefni fyrir þjálfarateymi ÍH 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins er í fullum gangi en hann Arnar Daði Arnarsson, Sérfræðingurinn sjálfur, spáir í leikina.

Fram 8 - 0 ÍH (Í kvöld 19:15)
Rúnar Kristinsson leyfir Úlfarsárdalnum að dreyma. Of stórt verkefni fyrir þjálfarateymi ÍH að eiga við Rúnar Kristins og félaga.

Fyrir leik
Fyrsta skiptið í sögunni Þessi lið hafa aldrei mæst í fótboltaleik samkvæmt vefsíðu KSÍ. Fáum við cupset?

Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Fyrir leik
Teymið Helgi Mikael Jónasson mun stýra flautukonsertinu í kvöld. Honum til aðstoðar verða þeir Egill Guðvarður Guðlaugsson og Hreinn Magnússon. Gunnar Freyr Róbertsson verður skiltadómari í kvöld en eftirlitsmaður KSÍ er Jón Sigurjónsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Framarar komið öllum á óvart Það er mjög jákvæður andi í Úlfarsárdalnum sem maður skynjar. Það er mikill meðbyr með Frömurum og þeir hafa svo sannarlega farið vel af stað í deild þeirra Bestu í sumar. Eini leikurinn sem þeir hafa tapað í deildinni var gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings Reykjavík. En það er spurning hvort þeir áttu hreinlega að tapa þeim leik eftir risastór dómaramistök. Rúnar Kristinsson, sem tók við liðinu í vetur, hefur svo sannarlega verið að gera frábæra hluti í dal draumana.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Leið Fram í leikinn
Leið Framara í leikinn í kvöld er aðeins styttri en hjá ÍH. En þeir þurftu bara að vinna FC Árbæ í 32-liða úrslitunum sem þeir gerðu örugglega. Hér í kvöld mæta þeir öðru 3. deildarliði. Heppnir með drætti Framarar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Leið ÍH í leikinn ÍH er eina liðið eftir í keppninni sem byrjaði í 1. umferðinni í bikarnum. Þar tóku þeir stóru strákana í Létti 7-2. Í 2. umferð fengu þeir Ými í heimsókn og fóru áfram eftir vítaspyrnukeppni. Þeir voru síðan mjög heppnir með drátt í 32-liða úrslitunum þegar þeir fengu Hafni á heimavelli 4-2. Núna fá þeir alvöru próf gegn Bestu deildarliðinu Fram sem hefur farið feykivel af stað.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

13 mörk í tveimur leikjum í deildinni
ÍH menn hafa á einhvern ótrúlegan hátt alltaf náð að bjarga sér frá falli úr 3. deildinni á lokadeginum. Núna fara þeir ágætlega af stað en þeir eru með hörkulið í deildinni. Í fyrstu tveimur leikjum deildarinnar hafa þeir unnið Elliða 5-3 og tapað á móti KV 3-2. Það eru alltaf mörk í leikjum ÍH en í fyrstu tveimur deildarleikjum þeirra hafa þeir skorað 7 mörk og fengið á sig 6. Samtals 13 mörk, alvöru veisluleikir sem þeir eru að bjóða okkur upp á. Fáum við markaveislu í kvöld?

Mynd: ÍH
Fyrir leik
Bikarinn heldur áfram Góðan og blessaðan. Veriði hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Fram og ÍH í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Það má segja að það er ekkert lið líklegra að fara áfram í 8-liða úrslitin í Mjólkurbikarnum en Fram. En við skulum ekki afskrifa ÍH. Bikarinn er keppni óvæntra úrslita.

Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl

Byrjunarlið:
1. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
4. Arnór Pálmi Kristjánsson
5. Róbert Thor Valdimarsson
8. Hákon Gunnarsson (f) ('70)
9. Dagur Óli Grétarsson ('54)
16. Brynjar Jónasson ('54)
23. Andri Jónasson ('54)
27. Kristófer Dan Þórðarson
28. Ragnar Darri Daðason
29. Gísli Þröstur Kristjánsson ('76)
33. Atli Hrafnkelsson

Varamenn:
12. Viðar Logi Pétursson (m)
2. Bjarki Dan Andrésson ('76)
17. Luis Alberto Rodriguez Quintero ('54)
18. Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('54)
21. Danny Tobar Valencia ('70)
34. Arnar Sigþórsson ('54)
84. Atli Már Grétarsson

Liðsstjórn:
Jón Páll Pálmason (Þ)
Fannar Freyr Guðmundsson
Jón Ásbjörnsson
Stefán Þór Jónsson
Jón Már Ferro
Brynjar Sigþórsson
Hilmar Þór Ársælsson
Andri Þór Hafþórsson

Gul spjöld:
Andri Jónasson ('11)
Brynjar Jónasson ('46)

Rauð spjöld: