Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
   mið 01. janúar 2014 15:06
Daníel Freyr Jónsson
Sam Allardyce vonast til að fá Heitinga í dag
West Ham vonast til að ganga frá kaupunum á hollenska varnarmanninum Johnny Heitinga á næsta sólarhringnum.

Þetta staðfesti Sam Allardyce, stjóri West Ham, nú rétt í þessu.

,,Við höfum fengið 'já' frá Everton og erum að tala við umboðsmann hans svo vonandi klárast þetta á næsta deginum eða svo," sagði Allardyce við fjölmiðla fyrir leik liðsins gegn Fulham sem er að hefjast.

Heitinga hefur ekki átt upp á pallborðið undir stjórn Roberto Martinez hjá Everton og hefur einungis komið við sögu í tveimur bikarleikjum.
Athugasemdir
banner