Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 01. janúar 2018 16:57
Elvar Geir Magnússon
Championship: Cardiff tapaði fjórða leiknum í röð
Warnock og lærisveinar síga niður töfluna.
Warnock og lærisveinar síga niður töfluna.
Mynd: Getty Images
Átta leikjum var að ljúka í Championship-deildinni.

Cardiff City heldur áfram að síga niður töfluna en liðið hefur tapað fjórum leikjum í röð. Arons Einars Gunnarssonar er sárt saknað en Aron fór í aðgerð á dögunum og er á meiðslalistanum. Cardiff er nú í fjórða sæti.

Leeds United sem er í fjórða sæti gerði markalaust jafntefli gegn Nottingham Forest. Derby sem er í öðru sæti gerði jafntefli gegn Sheffield United sem er í sjötta sæti.

Klukkan 17:30 hefst leikur Aston Villa og Bristol City. Birkir Bjarnason byrjar á varamannabekk Aston Villa en Hörður Björgvin Magnússon er í byrjunarliði Bristol sem getur komist upp í annað sætið með sigri. Aston Villa er í áttunda sæti en fer upp í umspilssæti með sigri.

Bolton 1 - 0 Hull City
1-0 Gary Madine

Derby County 1 - 1 Sheffield Utd
1-0 Matej Vydra (viti)
1-1 Leon Clarke

Leeds 0 - 0 Nott. Forest

Norwich 2 - 1 Millwall
0-1 Steve Morison
1-1 Tom Trybull
1-2 James Maddison

Preston NE 2 - 3 Middlesbrough
0-1 Daniel Ayala
1-1 Callum Robinson
2-1 Jordan Hugill
2-2 Jonathan Howson
2-3 Daniel Ayala

QPR 2 - 1 Cardiff City
0-1 Joe Ralls
1-1 Matt Smith
2-1 Paul Smyth

Sheffield Wed 0 - 3 Burton Albion
0-1 Tom Flanagan
0-2 Lloyd Dyer
0-3 Tom Flanagan

Sunderland 0 - 1 Barnsley
0-1 Ethan Pinnock
Athugasemdir
banner
banner
banner