Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mán 01. janúar 2018 18:01
Ívan Guðjón Baldursson
Dyche: Gáfum þeim alltof ódýrt sigurmark
Mynd: Getty Images
Sean Dyche telur sína menn í Burnley hafa átt skilið að ná stigi úr leiknum gegn Liverpool í dag.

Gestirnir frá Bítlaborginni voru yfir en Jóhann Berg Guðmundsson jafnaði á 87. mínútu.

Ragnar Klavan gerði dramatískt sigurmark Liverpool eftir aukaspyrnu á 94. mínútu.

„Þetta eru svekkjandi úrslit, við áttum skilið að fá stig í dag. Að vera með 34 stig á þessum tímapunkti sannar hversu mikið við höfum vaxið sem lið," sagði Dyche.

„Við gáfum þeim alltof ódýrt sigurmark en yfir heildina er ég mjög ánægður með frammistöðuna.

„Liverpool vantaði lykilmenn en fjórir af fimm fremstu hjá þeim kosta samt 35 milljónir eða eitthvað. Strákarnir sýndu mikinn baráttuvilja og það er ljóst að við erum með hóp af mönnum sem leggja sig alla fram frá upphafsflautinu. Það er það mikilvægasta."

Athugasemdir
banner
banner