Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 01. janúar 2018 16:55
Magnús Már Einarsson
England: Jói Berg skoraði í dramatísku tapi gegn Liverpool
Liverpool jafnar Man Utd að stigum
Jóhann Berg í baráttu í leiknum í dag.
Jóhann Berg í baráttu í leiknum í dag.
Mynd: Getty Images
Sadio Mane skorar fyrra mark Liverpool.
Sadio Mane skorar fyrra mark Liverpool.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson opnaði markareikning sinn í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þegar hann skoraði í 2-1 tapi gegn Liverpool í dag.

Eftir tíðinadlítinn fyrri hálfleik náði Sadio Mane að koma Liverpool yfir með góðu skoti eftir klukkutíma. Liverpool var án Philippe Coutinho og Mohamed Salah og liðið hafði skapað sér lítið áður en Mane skoraði. Dramatíkin var síðan mikil á lokaminútunum.

Jóhann Berg jafnaði á 88. mínútu þegar hann kastaði sér fram og skallaði í netið af stuttu færi eftir að Sam Vokes skallaði fyrirgjöf áfram í átt að fjærstönginni.

Þegar komið var að fjórðu mínútu í viðbótartíma náði varnarmaðurinn Ragnar Klavan hins vegar að tryggja Liverpool stigin þrjú. Klavan skallaði í netið af stuttu færi eftir að Dejan Lovren skallaði aukaspyrnu áfram í átt að marki.

Liverpool er eftir sigurinn í 4. sæti með 44 stig en liðið er nú með jafnmörg stig og Manchester United í 3. sætinu. United á inni leik gegn Everton en flautað verður til leiks þar klukkan 17:30.

Leicester er í áttunda sæti eftir 3-0 sigur á Huddersfield en Alsíringarnir Riyad Mahrez og Islam Slimani skoruðu þar áður en Marc Albrighton setti jarðaberið ofan á kökuna.

Pressan er að aukast á Mark Hughes, stjóra Stoke, en liðið tapaði 1-0 gegn Newcastle í dag. Ayoze Perez skoraði sigurmark Newcastle sem hoppaði upp í 13. sæti á meðan Stoke er í 16. sæti.

Burnley 1 - 2 Liverpool
0-1 Sadio Mane ('61 )
1-1 Jóhann Berg Guðmundsson ('88 )
1-2 Ragnar Klavan ('90+4)

Leicester City 3 - 0 Huddersfield
1-0 Riyad Mahrez ('53 )
2-0 Islam Slimani ('60 )
3-0 Marc Albrighton ('90 )

Stoke City 0 - 1 Newcastle

Everton 17:30 Manchester Utd

Athugasemdir
banner
banner