Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 01. janúar 2018 08:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Enzo Zidane til Lausanne í Sviss
Feðgarnir saman í Real Madrid
Feðgarnir saman í Real Madrid
Mynd: Getty Images
Enzo Zidane er genginn til liðs við Lausanne í úrvalsdeildinni í Sviss en hann kemur til félagsins frá Alaves á Spáni.

Zidane er hvað þekktastur fyrir að vera sonur Zinedine Zidane, þjálfara Real Madrid og eins best leikmanns sögunnar.

Enzo Zidane var einmitt hjá Real Madrid en náði ekki að leika fyrir aðalliðið.

Hann gekk svo til liðs við Alaves í sumar. Þar kom hann hins vegar við sögu aðeins í fjórum leikjum, alls 155 mínútur.

Alaves hefur verið að losa sig við leikmenn til þess að fá nýja inn og var Enzo Zidane einn af þeim sem máttu fara.

Enzo er 22 ára gamall og leikur sem miðjumaður, líkt og faðir sinn gerði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner