Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 01. janúar 2018 15:46
Elvar Geir Magnússon
Eymsli í læri að angra Coutinho
Coutinho að skokka.
Coutinho að skokka.
Mynd: Getty Images
Í þessum skrifuðu orðum var verið að flauta til hálfleiks í leik Burnley og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en staðan er enn markalaus.

Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho ferðaðist ekki með í leikinn en Mirror segir að hann sé að glíma við eymsli í læri og sé því hvíldur.

Mohammed Salah varð einnig eftir í Liverpool en talið er að hann verði frá í tvær vikur vegna hnémeiðsla.

Búist var við því að Coutinho myndi spila gegn Burnley en Mirror segir að hann hafi meiðst í læri í aðdraganda leiksins. Ekki er vitað meira um meiðslin að svo stöddu.

Coutinho er sterklega orðaður við Barcelona og rætt um það að hann gæti farið til spænska stórliðsins í janúar. Sú umræða fékk olíu á eldinn þegar umtöluð auglýsing frá Nike lak út rétt fyrir áramótin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner