mán 01. janúar 2018 11:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Ferguson óskaði Wenger til hamingju með metið
Ferguson og Wenger á góðri stundu
Ferguson og Wenger á góðri stundu
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Manchester United hefur óskað Arsene Wenger, stjóra Arsenal til hamingju með að hafa slegið met sitt en Ferguson átti metið yfir flesta stýrða leiki í ensku úrvalsdeildinni, þangað til í gær.

Á tíma sínum með Rauðu Djöflana stýrði Ferguson þeim 810. sinnum en Wenger stýrði Arsenal í sínum 811. leik í gær er Arsenal gerði jafntefli við WBA.

Ferguson var snöggur að óska Wenger til hamingju með metið og segir hann að þetta met verði aldrei slegið.

„Ég hrósa Wenger með að hafa slegið met mitt sem voru 810 úrvalsdeildarleikir," sagði Ferguson.

„Þetta er stórkostlegur áfangi. Ég efast um að þetta met, sama hversu margir leikir það verða, verði nokkurn tímann slegið. Til hamingju með stórkostlegan feril og frábæra þjónustu fyrir fótboltann, og Arsenal."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner