Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 01. janúar 2018 09:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Guardiola: Við förum ekki taplausir í gegnum tímabilið
Man City mun tapa leik á tímabilinu samkvæmt Guardiola
Man City mun tapa leik á tímabilinu samkvæmt Guardiola
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City segir að sitt lið muni ekki fara í gegnum ensku úrvalsdeildina taplaust.

Liðið situr á toppi deildarinnar með 14 stiga forskot þegar nýtt ár gengur í garð og er liðið enn taplaust þegar það hefur leikið 21 leik.

Man City gerði markalaust jafntefli við Crystal Palace í gær en Palace klúðraði í víti í uppbótartíma. Gary Lineker, stjórnandi Match of the Day sagði að loftið í kringum Man City væri ósigrandi.

Arsenal tókst að fara í gegnum tímabilið 2003-04 taplaust undir stjórn Arsene Wenger en Guardiola telur að Man City muni ekki leika það eftir.

„Ég er ekki að hugsa um að fara í gegnum tímabilið taplaus. Það er ekki að fara að gerast," sagði Guardiola.

„Kannski er Wenger áhyggjufullur um það en ég hef sagt honum margoft að það er allt öðruvísi núna heldur en árið 2004. Það eru fleiri sterk lið, mikið af keppnum og mikið af leikjum."
Athugasemdir
banner
banner
banner