Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 01. janúar 2018 17:20
Elvar Geir Magnússon
Klopp hrósar Lallana og samgleðst Mane
Liverpool fagnar fyrra marki sínu.
Liverpool fagnar fyrra marki sínu.
Mynd: Getty Images
Liverpool vann dramatískan sigurgegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag. Ragnar Klavan skoraði sigurmarkið í blálokin.

„Þetta var mjög erfiður leikur en við gerðum frábærlega. Veðrið gerði þetta enn erfiðara. Það var rok og rigning. Burnley er að gera fína hluti en við lokuðum á það sem þeir vilja gera," segir Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.

„Það tók sinn tíma að ná inn marki. Áttum við skilið að vinna? Mér er sama. Við fengum þrjú stig. Ég hef aldrei áður fengið sex stig á tveimur dögum."

Adam Lallana er kominn úr meiðslum og lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik í deildinni á þessu tímabili.

„Adam Lallana átti stórgóðan leik eftir að hafa verið frá í fjóra eða fimm mánuði. Það er ekki auðvelt að ná upp þessari frammistöðu."

Þá hrósar Klopp einnig Sadio Mane sem skoraði fyrsta mark leiksins í dag. Mane hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar síðustu vikur.

„Allir í liðinu fögnuðu með Sadio Mane því við þurftum á þessu marki að halda. Hann er ekki að ná sínu besta fram en þetta var frábært mark," segir Klopp.

„Það er frábært að klára þennan leik með sigri. Þetta er einn erfiðasti útivöllurinn sem við spilum á. Þetta var ekki stórkostlegur fótbolti en þetta var stórkostlegt hugarfar. Það var áfall að fá jöfnunarmarkið á okkur en við leiðréttum það."
Athugasemdir
banner
banner