Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 01. janúar 2018 18:37
Ívan Guðjón Baldursson
Mark Hughes: Ég er besti maðurinn í starfið
Mynd: Getty Images
Miklar líkur eru á að Mark Hughes, knattspyrnustjóri Stoke, verði látinn fara frá félaginu.

Stoke er tveimur stigum frá fallsæti þegar tímabilið er rúmlega hálfnað. Liðið tapaði fyrir Newcastle á heimavelli í dag, við mikla reiði stuðningsmanna.

„Ég er besti maðurinn í starfið. Hver er hæfari til að klára tímabilið með Stoke? Ég þekki þennan leikmannahóp eins og handarbakið mitt og félaginu hefur farið fram með mig við stjórnvölinn," sagði Hughes.

„Við mættum í leikinn til að vinna en það gekk ekki upp. Við áttum skilið að fá stig en fengum ekki, nú verðum við að jafna okkur og mæta tvíefldir í næstu leiki.

„Við fengum fín færi en þeir voru með alltof marga menn fyrir aftan boltann. Okkur vantaði gæði á lokaþriðjungnum.

„Fólk er að kenna mér um fyrir liðsvalið, ég varð að breyta byrjunarliðinu því það eru svo fáir dagar á milli leikja."

Athugasemdir
banner
banner