mán 01. janúar 2018 21:39
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho hraunar yfir Scholes
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho hraunaði yfir Paul Scholes eftir 2-0 sigur Manchester United gegn Everton fyrr í dag.

Paul Pogba átti frábæran leik en Scholes hefur verið duglegur við að gagnrýna miðjumanninn. Mourinho ákvað að skerast í leikinn og koma sínum manni til varnar.

„Eina sem Paul Scholes gerir er að gagnrýna. Hann tjáir sig ekki um hluti, hann gagnrýnir bara," sagði Mourinho.

„Það er ekki Pogba að kenna að hann græðir miklu meiri pening en Scholes. Svona er knattspyrnuheimurinn."

Mourinho sagði Scholes vera lélegan knattspyrnusérfræðing og efaðist um getu hans til að verða góður knattspyrnustjóri.

„Scholes verður í sögubókunum sem stórkostlegur leikmaður en ekki sem knattspyrnusérfræðingur.

„Ef Paul ákveður að gerast knattspyrnustjóri vona ég að hann geti notið 25% þeirrar velgengni sem ég hef notið."

Athugasemdir
banner
banner
banner