Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 01. janúar 2018 10:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Napoli jafnaði 65 ára gamalt markamet
Marek Hamsik bætti markamat Napoli fyrr á þessu tímabili
Marek Hamsik bætti markamat Napoli fyrr á þessu tímabili
Mynd: Getty Images
Lið Napoli á Ítalíu var duglegt að skora fótboltamörk á árinu sem var að ganga í garð. Svo duglegir að þeir jöfnuðu 65 ára gamalt met.

Alls skoraði Napoli hvorki meira né minna en 96 mörk á árinu 2017 en það er það mesta sem ítalskt lið hefur gert síðan Juventus lék sama leik árið 1952.

Næstir á eftir Napoli voru einmitt Juventus en þeir skoruðu 89 mörk á árinu 2017.

Napoli situr á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar þegar nýtt ár gekk í garð, með einu stigi meira en Juventus.

Á þessu tímabili hefur toppliðið skorað 42 mörk, sem er þó sex mörkum minna en Juventus. Seinni hluti síðasta tímabils var hins vegar ansi gjöfult fyrir Napoli sem skoraði þá 54 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner