Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 01. janúar 2018 17:14
Magnús Már Einarsson
Ragnar Klavan hissa: Var þetta mitt mark?
Ragnar skoraði markið.
Ragnar skoraði markið.
Mynd: Getty Images
Ragnar Klavan, varnarmaður Liverpool, var hetja liðsins í 2-1 sigri á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag en hann skoraði sigurmarkið á 94. mínútu.

Ragnar skoraði með skalla af stuttu færi eftir að Dejan Loven skallaði boltann í átt að marki eftir aukasprnu. Ragnar var ekki viss um að markið hefði verið hans eftir leikinn.

„Þetta var mikilvægt. Er það satt að þetta hafi verið mitt mark? Oh gott," sagði Ragnar hissa eftir leik.

„Þetta var á línunni svo ég var ekki viss. Þetta var klikkaður leikur."

Ragnar varði fyrsti Eistlendingurinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni með marki sínu í dag.

Athugasemdir
banner
banner