banner
   sun 01. febrúar 2015 07:35
Arnar Geir Halldórsson
AC Milan undirbýr brottför frá San Siro
San Siro er stórkostlegt mannvirki
San Siro er stórkostlegt mannvirki
Mynd: Getty Images
AC Milan kynnti í gær áætlun sína um nýjan heimavöll félagsins.

Mílanó-risarnir, AC og Inter, hafa deilt hinum goðsagnarkennda San Siro leikvangi í mörg ár en hann tekur um 80 þúsund manns í sæti.

Leikvangurinn sem fyrirhugaður er að verði tilbúinn árið 2018 á að verða hinn glæsilegasti en hann verður þó öllu minni en San Siro og er stefnan sett á að hann muni taka 48 þúsund manns í sæti en að meðaltali mæta 40 þúsund manns á leiki AC Milan.

AC Milan má muna sinn fífil fegurri en liðið er um miðja deild á Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner