Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. febrúar 2015 21:06
Alexander Freyr Tamimi
Dougie Freedman tekur við Nottingham Forest (Staðfest)
Freedman verður næsti stjóri Forest.
Freedman verður næsti stjóri Forest.
Mynd: Getty Images
Nottingham Forest hefur staðfest að Dougie Freedman mun taka við sem knattspyrnustjóri félagsins eftir að Stuart Pearce var látinn fara.

Pearce, sem er goðsögn hjá Forest, var látinn fara eftir að liðið tapaði 1-0 gegn Millwall í deildinni í dag. Liðið hafði einungis unnið þrjá af 21 leikjum sínum.

Í yfirlýsingu frá Nottingham Forest sagði: ,,Freedman sem spilaði fyrir liðið á árunum 1998-2000, hefur reynslu af þjálfun í Championship deildinni með Crystal Palace og Bolton Wanderers."

,,Félagið mun veita nánari upplýsingar þegar þar að kemur."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner